Brunavarnir á Eiðistorgi í lamasessi: Íbúar sagðir verða fyrir tjóni vegna sinnuleysis bæjaryfirvalda Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. mars 2021 21:01 Gunnar Fannberg Gunnarsson byggingafræðingur og löggiltur mannvirkjahönnuður hjá Hönnun og eftirlit Vísir/Arnar Miklar brotalamir eru á brunavörnum á Eiðistorgi. Flóttaleiðir íbúa á eftirhæðum eru ekki fyrir hendi. Þeir hafa ekki getað sinnt nauðsynlegu viðhaldi og eru íbúðir farnar að skemmast. Þak í eigu Seltjarnarnesbæjar skapar stærsta vandann. Sveitarfélagið hefur ekkert aðhafst. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur frá árinu 2016 gert margvíslegar athugasemdir við brunavarnir á Eiðistorgi á Seltjarnarnesi. Meðal þess sem talið er upp í skýrslu sem fréttastofa hefur undir höndum er að brunaviðvörunarkerfi fyrir allt húsið vantar, ágallar eru í byggingarefni þaksins, eldvarnarhurðir vantar, flóttaleiðir eru ýmist læstar eða ekki fyrir hendi, það vantar leiðar-og neyðarlýsingu. Reyklosunarbúnaður virkar ekki í þaki og það vantar slökkvitæki. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu hefur ekki verið ráðist í neinar úrbætur á torginu. Þak í eigu Seltjarnarnesbæjar skapar stærsta vandann Seltjarnarnesbær er eigandi þaksins sem skapar einn stærsta vandann varðandi brunavarnir og viðhald á svæðinu að sögn Gunnars Fannbergs Gunnarssonar bygginga-og mannvirkjafræðings hjá Hönnun og Eftirliti. Húsfélagið Eiðistorgi 13-15 fékk Gunnar árið 2016 til að fara yfir ástand hússins og brunavarnir eftir að ekki hafði tekist að komast í viðhald á íbúðum við Eiðistorg vegna staðsetningar og byggingar þaksins. Í skýrslu sem Gunnar gerði fyrir húsfélagið koma fram margs konar brotalamir á brunavörnum og aðgengi að íbúðum við Eiðistorg. Húsfélagið fór í framhaldinu fram á að sveitarfélagið tryggði flóttaleiðir íbúa og gerði þeim kleift að ráðast í nauðsynlegar lagfæringar. Sveitarfélagið svaraði óskum íbúa með því að skýrsla yrði gerð um brunavarnir en ekki væri hægt að verða við öðrum óskum. Fréttastofa hefur gögnin undir höndum. Telur hættu á stjórtjóni kæmi upp eldsvoði Fréttastofa hitti Gunnar Fannberg Gunnarsson á Eiðistorgi og fór hann með fréttamanni yfir þær lagfæringar sem þarf að gera þar með tilliti til brunavarna. „Nánast allar brunavarnir eru í ólagi. Ef eldur kæmi upp þá eru t.d. aðaldyr hér á Eiðistorgi lokaðar eftir að fyrirtæki hætta að starfa þannig að fólk myndi lokast inni á torginu . Allar reyklúgur á þaki eru óvirkar þannig að reykur kæmist ekki út. Þá er ekkert samtengt brunaviðvörunarkerfi á svæðinu,“ segir Gunnar. Hann benti enn fremur á að trévirki kringum þakið sé farið að skemmast, þar sé raki og hætta á myglu. Þakið yfir Eiðistorgi er í eigu Seltjarnarnesbæjar. Bæjaryfirvöld hafa enn ekki ráðist í lagfæringar svo flóttaleiðir íbúa séu fyrir hendi. Þá hafa íbúar ekki getað gert við húsnæðið vegna legu þaksins.Vísir/Arnar Gunnar hafði varla sleppt orðinu þegar brunaviðvörunarkerfi fór í gang í húsnæði við Eiðistorg. Það heyrðist ekki mikið í því og engin sýndi nein viðbrögð við torgið. Þegar gengið var á hljóðið kom í ljós að það barst frá Rauða ljóninu sem er eitt þeirra fyrirtækja sem er staðsett við torgið. Í ljós kom að það var engin hætta á ferð því reykur frá matseld hafði kveikt á viðvörunarkerfinu. „Þetta er skýrt dæmi um hvað gæti gerst ef eldsvoði kæmi hér upp. Það er ekkert samtengt brunaviðvörunarkerfi á svæðinu þannig að fólk bregst almennt ekki við enda heyrist ekki vel í kerfinu nema í viðkomandi húsnæði. Þetta sýnir svart á hvítu að hér yrði að öllum líkindum stórtjón ef kæmi upp eldsvoði,“ segir Gunnar. Engar flóttaleiðir fyrir íbúa á efri hæðum vegna þaksins Gunnar segir einnig að íbúar við Eiðistorg gætu verið í hættu kæmi til eldsvoða á svæðinu. „Það er engin flóttaleið fyrir íbúa á efri hæðum komi til eldsvoða, þakið lokar þeim alveg. Þá væri ekki einu sinni hægt að koma slökkviliði að til að ná fólki niður. Sveitarfélagið þarf að leysa þetta með því að láta smíða flóttaleið á þakinu. Við höfum lagt fram slíka tillögu og þá væri í leiðinni hægt að finna lausn svo hægt sé að koma vinnupöllum að íbúðunum til að sinna viðhaldi. Verktakar komast ekki að svæðinu. Íbúar hafa ekki getað sinnt neinu viðhaldi því aðgengið er ekkert vegna þaksins. Vegna þessa er að verða vatnstjón í íbúðum, það eru lekar inní séreignir því að það eru göt á lögnum og lagnakerfum. Þetta hefur valdið fólki gríðarlegu tjóni. ,“ segir Gunnar. Aðspurður um hver bæri ábyrgðina ef kæmi til eldsvoða svarar Gunnar: „Það væri erfitt fyrir hlutaðeigandi aðila kæmi til eldsvoða á svæðinu með miklu tjóni og jafnvel mannstjóni. Það er búið að benda svo lengi á þessa miskanta á þakinu að það væri ekki hægt að koma bara fram og biðjast afsökunar,“ segir Gunnar. Segir Seltjarnarnesbæ ekkert aðhafast Hann segir að þrátt fyrir að margir hafi haft samband við Seltjarnarnes vegna málsins hafi ekkert gerst. „Húsfélagið hefur reynt að fá Seltjarnarnesbæ til að lagfæra flóttaleiðir. Þá hefur verið reynt að fá sveitarfélagið til að gera úrbætur á þakinu svo hægt sé að lagfæra og sinna viðhaldi á íbúðum á Eiðistorgi 13-15. Slökkvilið hefur verið kallað í skýrslugerð, Vinnueftirlitið hefur farið yfir málið, búið er að halda þó nokkra fundi hjá sveitarfélaginu um þessi mál. Þrátt fyrir þetta þá aðhefst sveitarfélagið ekki,“ segir Gunnar. Húsnæðismál Slökkvilið Seltjarnarnes Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Sjá meira
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur frá árinu 2016 gert margvíslegar athugasemdir við brunavarnir á Eiðistorgi á Seltjarnarnesi. Meðal þess sem talið er upp í skýrslu sem fréttastofa hefur undir höndum er að brunaviðvörunarkerfi fyrir allt húsið vantar, ágallar eru í byggingarefni þaksins, eldvarnarhurðir vantar, flóttaleiðir eru ýmist læstar eða ekki fyrir hendi, það vantar leiðar-og neyðarlýsingu. Reyklosunarbúnaður virkar ekki í þaki og það vantar slökkvitæki. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu hefur ekki verið ráðist í neinar úrbætur á torginu. Þak í eigu Seltjarnarnesbæjar skapar stærsta vandann Seltjarnarnesbær er eigandi þaksins sem skapar einn stærsta vandann varðandi brunavarnir og viðhald á svæðinu að sögn Gunnars Fannbergs Gunnarssonar bygginga-og mannvirkjafræðings hjá Hönnun og Eftirliti. Húsfélagið Eiðistorgi 13-15 fékk Gunnar árið 2016 til að fara yfir ástand hússins og brunavarnir eftir að ekki hafði tekist að komast í viðhald á íbúðum við Eiðistorg vegna staðsetningar og byggingar þaksins. Í skýrslu sem Gunnar gerði fyrir húsfélagið koma fram margs konar brotalamir á brunavörnum og aðgengi að íbúðum við Eiðistorg. Húsfélagið fór í framhaldinu fram á að sveitarfélagið tryggði flóttaleiðir íbúa og gerði þeim kleift að ráðast í nauðsynlegar lagfæringar. Sveitarfélagið svaraði óskum íbúa með því að skýrsla yrði gerð um brunavarnir en ekki væri hægt að verða við öðrum óskum. Fréttastofa hefur gögnin undir höndum. Telur hættu á stjórtjóni kæmi upp eldsvoði Fréttastofa hitti Gunnar Fannberg Gunnarsson á Eiðistorgi og fór hann með fréttamanni yfir þær lagfæringar sem þarf að gera þar með tilliti til brunavarna. „Nánast allar brunavarnir eru í ólagi. Ef eldur kæmi upp þá eru t.d. aðaldyr hér á Eiðistorgi lokaðar eftir að fyrirtæki hætta að starfa þannig að fólk myndi lokast inni á torginu . Allar reyklúgur á þaki eru óvirkar þannig að reykur kæmist ekki út. Þá er ekkert samtengt brunaviðvörunarkerfi á svæðinu,“ segir Gunnar. Hann benti enn fremur á að trévirki kringum þakið sé farið að skemmast, þar sé raki og hætta á myglu. Þakið yfir Eiðistorgi er í eigu Seltjarnarnesbæjar. Bæjaryfirvöld hafa enn ekki ráðist í lagfæringar svo flóttaleiðir íbúa séu fyrir hendi. Þá hafa íbúar ekki getað gert við húsnæðið vegna legu þaksins.Vísir/Arnar Gunnar hafði varla sleppt orðinu þegar brunaviðvörunarkerfi fór í gang í húsnæði við Eiðistorg. Það heyrðist ekki mikið í því og engin sýndi nein viðbrögð við torgið. Þegar gengið var á hljóðið kom í ljós að það barst frá Rauða ljóninu sem er eitt þeirra fyrirtækja sem er staðsett við torgið. Í ljós kom að það var engin hætta á ferð því reykur frá matseld hafði kveikt á viðvörunarkerfinu. „Þetta er skýrt dæmi um hvað gæti gerst ef eldsvoði kæmi hér upp. Það er ekkert samtengt brunaviðvörunarkerfi á svæðinu þannig að fólk bregst almennt ekki við enda heyrist ekki vel í kerfinu nema í viðkomandi húsnæði. Þetta sýnir svart á hvítu að hér yrði að öllum líkindum stórtjón ef kæmi upp eldsvoði,“ segir Gunnar. Engar flóttaleiðir fyrir íbúa á efri hæðum vegna þaksins Gunnar segir einnig að íbúar við Eiðistorg gætu verið í hættu kæmi til eldsvoða á svæðinu. „Það er engin flóttaleið fyrir íbúa á efri hæðum komi til eldsvoða, þakið lokar þeim alveg. Þá væri ekki einu sinni hægt að koma slökkviliði að til að ná fólki niður. Sveitarfélagið þarf að leysa þetta með því að láta smíða flóttaleið á þakinu. Við höfum lagt fram slíka tillögu og þá væri í leiðinni hægt að finna lausn svo hægt sé að koma vinnupöllum að íbúðunum til að sinna viðhaldi. Verktakar komast ekki að svæðinu. Íbúar hafa ekki getað sinnt neinu viðhaldi því aðgengið er ekkert vegna þaksins. Vegna þessa er að verða vatnstjón í íbúðum, það eru lekar inní séreignir því að það eru göt á lögnum og lagnakerfum. Þetta hefur valdið fólki gríðarlegu tjóni. ,“ segir Gunnar. Aðspurður um hver bæri ábyrgðina ef kæmi til eldsvoða svarar Gunnar: „Það væri erfitt fyrir hlutaðeigandi aðila kæmi til eldsvoða á svæðinu með miklu tjóni og jafnvel mannstjóni. Það er búið að benda svo lengi á þessa miskanta á þakinu að það væri ekki hægt að koma bara fram og biðjast afsökunar,“ segir Gunnar. Segir Seltjarnarnesbæ ekkert aðhafast Hann segir að þrátt fyrir að margir hafi haft samband við Seltjarnarnes vegna málsins hafi ekkert gerst. „Húsfélagið hefur reynt að fá Seltjarnarnesbæ til að lagfæra flóttaleiðir. Þá hefur verið reynt að fá sveitarfélagið til að gera úrbætur á þakinu svo hægt sé að lagfæra og sinna viðhaldi á íbúðum á Eiðistorgi 13-15. Slökkvilið hefur verið kallað í skýrslugerð, Vinnueftirlitið hefur farið yfir málið, búið er að halda þó nokkra fundi hjá sveitarfélaginu um þessi mál. Þrátt fyrir þetta þá aðhefst sveitarfélagið ekki,“ segir Gunnar.
Húsnæðismál Slökkvilið Seltjarnarnes Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Sjá meira