Sýknaður af ákæru fyrir árás á fyrrverandi maka Kjartan Kjartansson skrifar 3. mars 2021 22:52 Héraðsdómur Reykjavíkur taldi ákæruvaldið ekki hafa axlað þá sönnunarbyrði sem á því hvíldi í málinu. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði karlmann af ákæru um ofbeldi í nánu sambandi í síðustu viku. Karlmaðurinn var ákærður fyrir að ráðast á fyrrverandi maka sinn og barnsmóður, tekið hana hálstaki og hent henni út á stétt. Konan kærði karlmanninn fyrir líkamsárás og heimilisofbeldi í júní árið 2019 en þau höfðu verið kærustupar. Sagði konan lögreglu að samband þeirra hefði verið stormasamt og að hann hefði beitt hana ofbeldi. Lýsti hún árás þar sem karlmaðurinn hefði skellt hurð ítrekað á hönd hennar og öxl. Hann hefði svo ráðist á hana, tekið hana hálstaki, dregið út úr húsi og hent henni í stéttina. Í ákæru kom fram að konan hefði hlotið mar og sár af. Karlmaðurinn lýsti atvikum á þann veg að konan hefði ítrekað reynt að ryðjast inn í herbergi hans, öskrað og formælt honum. Konan hefði hótað honum að hann fengi ekki að sjá börn þeirra aftur. Neitaði hann að hafa beitt konuna ofbeldi og hélt því fram að hún hefði getað fengið áverkana við að kasta sér á hurð. Atvikið átti sér staða á heimili föður karlmannsins en sá sagðist ekki hafa orðið var við ofbeldi, aðeins rifrildi þeirra tveggja. Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að engin vitni hafi orðið að atvikum heldur standi orð gegn orði. Taldi dómurinn framburð konunnar trúverðugan. Framburður ákærða hefði aftur á móti verið stöðugur og ekki væri hægt að slá því föstu að áverkar konunnar væru eftir ofbeldi af hans hálfu. Taldi dómurinn því efni ákærunnar væri ósannað og sýknaði karlmanninn. Ríkissjóður greiðir allan sakarkostnað málsins, hátt í eina og hálfa milljón krónur. Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Konan kærði karlmanninn fyrir líkamsárás og heimilisofbeldi í júní árið 2019 en þau höfðu verið kærustupar. Sagði konan lögreglu að samband þeirra hefði verið stormasamt og að hann hefði beitt hana ofbeldi. Lýsti hún árás þar sem karlmaðurinn hefði skellt hurð ítrekað á hönd hennar og öxl. Hann hefði svo ráðist á hana, tekið hana hálstaki, dregið út úr húsi og hent henni í stéttina. Í ákæru kom fram að konan hefði hlotið mar og sár af. Karlmaðurinn lýsti atvikum á þann veg að konan hefði ítrekað reynt að ryðjast inn í herbergi hans, öskrað og formælt honum. Konan hefði hótað honum að hann fengi ekki að sjá börn þeirra aftur. Neitaði hann að hafa beitt konuna ofbeldi og hélt því fram að hún hefði getað fengið áverkana við að kasta sér á hurð. Atvikið átti sér staða á heimili föður karlmannsins en sá sagðist ekki hafa orðið var við ofbeldi, aðeins rifrildi þeirra tveggja. Í niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að engin vitni hafi orðið að atvikum heldur standi orð gegn orði. Taldi dómurinn framburð konunnar trúverðugan. Framburður ákærða hefði aftur á móti verið stöðugur og ekki væri hægt að slá því föstu að áverkar konunnar væru eftir ofbeldi af hans hálfu. Taldi dómurinn því efni ákærunnar væri ósannað og sýknaði karlmanninn. Ríkissjóður greiðir allan sakarkostnað málsins, hátt í eina og hálfa milljón krónur.
Dómsmál Heimilisofbeldi Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira