Óboðlegt að ríkari kröfur séu gerðar um klæðaburð í Costco en á Alþingi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. mars 2021 19:01 Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins. vísir/Vilhelm Reglur um klæðaburð á Alþingi eru til skoðunar í forsætisnefnd Alþingis. Þingmaður Miðflokksins segir óboðlegt að meiri kröfur séu gerðar um snyrtilegan klæðnað í Costco en á þjóðþingi Íslendinga. Á fundi forsætisnefndar Alþingis í morgun var rætt um samantekt sem unnin var fyrir nefndina um klæðaburð í norrænum þjóðþingum. Þingmaður Miðflokksins, sem óskaði eftir samantektinni, telur endurskoðun tímabæra. „Eins og er núna þá er þingið með lélegri klæðareglur en Costco. Til þess að fara inn í Costco þarftu að vera í jakka og í skóm. En íslenska þingið er ekki að uppfylla þetta,“ segir Þorsteinn Sæmundsson. Klæðaburður í þingsal hefur lengi verið deilumál. Þrátt fyrir að bindisskylda sé ekki lengur við lýði gerði þingmaður Miðflokksins athugasemd við að þingmaður Pírata væri bindislaus í stól forseta Alþingis á dögunum og í fyrra var tekist á um sambærilegt mál. Þá vakti það athygli árið 2013 þegar Elín Hirst, þáverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var send heim að skipta um föt þegar hún mætti í gallabuxum á þingfund. Hér á landi eru í gildi nokkuð óformlegar reglur og kveðið á um klæðaburð í handbók sem nýir þingmenn fá í hendur. Samkvæmt samtantektinni sem var unnin fyrir forsætisnefnd er þessu mismunandi háttað á Norðurlöndunum. Engar reglur eru um klæðaburð danskra þingmanna en ríkjandi viðhorf er að klæðnaður þeirra skuli vera sómasamlegur líkt og almennt viðgengst á öðrum vinnustöðum. Í Noregi eru hins vegar í gildi nokkuð ítarlegar leiðbeiningar. Í þeim kemur fram að þingmenn mega ekki vera í gallabuxum og hvorki bera barmmerki né trúðsnef. Þá skulu skór kvenna ekki vera of háir og förðun og skartgripum skal stilla í hóf. Þorsteinn telur mikilvægt að skerpa á reglunum hér og jafnvel setja viðurlög við brotum; þannig að heimilt gæti verið að víkja ósnyrtilegum þingmönnum úr þingsal. „Í mínum huga snýst þetta um virðingu fyrir vinnustaðnum, virðingu fyrir stofnuninni og virðingu fyrir þeim sem við erum að vinna fyrir.“ Alþingi Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Á fundi forsætisnefndar Alþingis í morgun var rætt um samantekt sem unnin var fyrir nefndina um klæðaburð í norrænum þjóðþingum. Þingmaður Miðflokksins, sem óskaði eftir samantektinni, telur endurskoðun tímabæra. „Eins og er núna þá er þingið með lélegri klæðareglur en Costco. Til þess að fara inn í Costco þarftu að vera í jakka og í skóm. En íslenska þingið er ekki að uppfylla þetta,“ segir Þorsteinn Sæmundsson. Klæðaburður í þingsal hefur lengi verið deilumál. Þrátt fyrir að bindisskylda sé ekki lengur við lýði gerði þingmaður Miðflokksins athugasemd við að þingmaður Pírata væri bindislaus í stól forseta Alþingis á dögunum og í fyrra var tekist á um sambærilegt mál. Þá vakti það athygli árið 2013 þegar Elín Hirst, þáverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var send heim að skipta um föt þegar hún mætti í gallabuxum á þingfund. Hér á landi eru í gildi nokkuð óformlegar reglur og kveðið á um klæðaburð í handbók sem nýir þingmenn fá í hendur. Samkvæmt samtantektinni sem var unnin fyrir forsætisnefnd er þessu mismunandi háttað á Norðurlöndunum. Engar reglur eru um klæðaburð danskra þingmanna en ríkjandi viðhorf er að klæðnaður þeirra skuli vera sómasamlegur líkt og almennt viðgengst á öðrum vinnustöðum. Í Noregi eru hins vegar í gildi nokkuð ítarlegar leiðbeiningar. Í þeim kemur fram að þingmenn mega ekki vera í gallabuxum og hvorki bera barmmerki né trúðsnef. Þá skulu skór kvenna ekki vera of háir og förðun og skartgripum skal stilla í hóf. Þorsteinn telur mikilvægt að skerpa á reglunum hér og jafnvel setja viðurlög við brotum; þannig að heimilt gæti verið að víkja ósnyrtilegum þingmönnum úr þingsal. „Í mínum huga snýst þetta um virðingu fyrir vinnustaðnum, virðingu fyrir stofnuninni og virðingu fyrir þeim sem við erum að vinna fyrir.“
Alþingi Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira