Grípa til refsiaðgerða en ekki gegn krónprinsinum sjálfum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. febrúar 2021 10:20 Biden hyggst augljóslega ganga lengra í að fordæma mannréttindabrot Sádi Arabíu en forveri sinn en hefur þó ákveðið að grípa ekki til aðgerða gegn krónprinsinum sjálfum. Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa bannað fjölda einstaklinga frá Sádi Arabíu að ferðast til Bandaríkjanna og íhuga að endurskoða vopnasölu til ríkisins. Bandaríkjamenn birtu í gær skýrslu þar sem fram kemur að krónprinsinn Mohammed bin Salman hafi fyrirskipað morðið á blaðamanninum Jamal Khashoggi. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur löngum gagnrýnt það hvernig fyrrum stjórnvöld tóku á morðinu en hann hefur meðal annars heitið því að ræða aðeins við konunginn, jafnvel þótt sonur hans fari í raun með völd í ríkinu. Birtingu skýrslunnar var fagnað af þingmönnum og aðgerðasinnum en margir gagnrýndu að Biden hefði ekki gengið lengra og refsað krónprinsinum persónulega. Fregnir herma hins vegar að ráðgjafar forsetans hafi ráðlagt honum að feta þann veg að fordæma morðið en freista þess að viðhalda samskiptum við mikilvægan bandamann. Vopnasala á ís Khashoggi var lokkaður í sendiráð Sádi Arabíu í Istanbúl, þar sem ráðist var á hann og hann tekinn af lífi. Bandarískir embættismenn hafa hlustað á upptökur frá Tyrkjum, þar sem heyrist hvernig blaðamaðurinn reynir að berjast á móti en er myrtur og síðan bútaður niður. Líkamsleifar hans hafa aldrei fundist. Aftökusveitin taldi fimmtán einstaklinga sem flugu aftur til Riyadh á þotum í eigu fyrirtækis sem krónprinsinn hafði nýlega yfirtekið. Helmingur mannanna tilheyrði lífvarðasveit prinsins. Eins og fyrr segir munu refsiaðgerðir Bandaríkjamanna ekki koma beint niður á krónprinsinum sjálfum en þær beinast meðal annars að öðrum ríkisborgurum Sádi Arabíu sem Bandaríkjamenn telja hafa brotið á blaðamönnum, aðgerðasinnum og stjórnarandstæðingum. Þá hefur ríkisstjórn Biden fryst sölu á vopnum að andvirði 750 milljónir dala en engar ákvarðanir hafa verið teknar um að falla frá sölunni né öðru hernaðarsamstarfi, sem felur meðal annars í sér þjónustu við F-15 flota Sáda. Sádi-Arabía Bandaríkin Morðið á Khashoggi Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Sjá meira
Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur löngum gagnrýnt það hvernig fyrrum stjórnvöld tóku á morðinu en hann hefur meðal annars heitið því að ræða aðeins við konunginn, jafnvel þótt sonur hans fari í raun með völd í ríkinu. Birtingu skýrslunnar var fagnað af þingmönnum og aðgerðasinnum en margir gagnrýndu að Biden hefði ekki gengið lengra og refsað krónprinsinum persónulega. Fregnir herma hins vegar að ráðgjafar forsetans hafi ráðlagt honum að feta þann veg að fordæma morðið en freista þess að viðhalda samskiptum við mikilvægan bandamann. Vopnasala á ís Khashoggi var lokkaður í sendiráð Sádi Arabíu í Istanbúl, þar sem ráðist var á hann og hann tekinn af lífi. Bandarískir embættismenn hafa hlustað á upptökur frá Tyrkjum, þar sem heyrist hvernig blaðamaðurinn reynir að berjast á móti en er myrtur og síðan bútaður niður. Líkamsleifar hans hafa aldrei fundist. Aftökusveitin taldi fimmtán einstaklinga sem flugu aftur til Riyadh á þotum í eigu fyrirtækis sem krónprinsinn hafði nýlega yfirtekið. Helmingur mannanna tilheyrði lífvarðasveit prinsins. Eins og fyrr segir munu refsiaðgerðir Bandaríkjamanna ekki koma beint niður á krónprinsinum sjálfum en þær beinast meðal annars að öðrum ríkisborgurum Sádi Arabíu sem Bandaríkjamenn telja hafa brotið á blaðamönnum, aðgerðasinnum og stjórnarandstæðingum. Þá hefur ríkisstjórn Biden fryst sölu á vopnum að andvirði 750 milljónir dala en engar ákvarðanir hafa verið teknar um að falla frá sölunni né öðru hernaðarsamstarfi, sem felur meðal annars í sér þjónustu við F-15 flota Sáda.
Sádi-Arabía Bandaríkin Morðið á Khashoggi Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Sjá meira