Áslaug Arna skriplar á skötu - eins og Hanna Birna forðum Einar A. Brynjólfsson skrifar 26. febrúar 2021 16:01 Eins og einhverja lesendur rekur minni til hrökklaðist Stefán Eiríksson, lögreglustjóri úr embætti vegna óeðlilegra afskipta Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, ráðherra dómsmála, af rannsókn á lekamálinu svokallaða. Svo fóru leikar að Hanna Birna sagði sjálf af sér eftir langdregna slímsetu, löngu rúin trausti almennings - og meira að segja pólitískra samherja. Ég ætla ekki að fjalla nánar um málavexti þessa máls, en það er sérlega áhugavert að sjá hvernig HBK sá villur síns vegar varðandi samskipti sín við lögreglustjórann (reyndar ekki fyrr en öll sund voru lokuð). Þetta má finna í áliti hins fjársvelta Umboðsmanns Alþingis, nr. 8122/2014: Jafnframt lýsti fyrrverandi ráðherra því yfir að það hefðu verið mistök af hans hálfu að eiga samskipti við lögreglustjórann vegna rannsóknarinnar meðan hún stóð yfir. Fyrrverandi ráðherra sæi nú að þessi samskipti hefðu hvorki verið fyllilega samrýmanleg stöðu hans sem yfirstjórnanda lögreglumála né því að lögreglustjórinn var forstöðumaður þess embættis sem vann að rannsókninni. Fyrrverandi ráðherra vissi nú að lögreglustjórinn kom lagalega sem slíkur að stjórn hennar sem forstöðumaður þess embættis sem vann að rannsókninni [...]. Þá tók fyrrverandi ráðherra fram að samskiptin hefðu ekki samrýmst nægilega hinni óskráðu hæfisreglu stjórnsýsluréttarins og ekki verið að öllu leyti réttmæt af hans hálfu gagnvart lögreglustjóranum. Svo mörg voru þau orð. Snúum okkur nú að stóra Ásmundarsalarmálinu. Áslaug Arna hringdi í lögreglustjóra, í tvígang, á aðfangadag til að ræða frumrannsókn í sakamáli sem tengdist manninum sem hún á starf sitt undir, formanni flokksins hennar. Þá vakna nokkrar spurningar: Gæti hugsast að þessi afskipti Áslaugar Örnu hafi "ekki samrýmst nægilega hinni óskráðu hæfisreglu stjórnsýsluréttarins og ekki verið að öllu leyti réttmæt af [hennar] hálfu"? Gæti hugsast að Áslaug Arna sjái ekki "nú að þessi samskipti hefðu hvorki verið fyllilega samrýmanleg stöðu [hennar] sem yfirstjórnanda lögreglumála né því að lögreglustjórinn var forstöðumaður þess embættis sem vann að rannsókninni"? Gæti hugsast að Áslaug Arna átti sig ekki á því að það hafi "verið mistök af [hennar] hálfu að eiga samskipti við lögreglustjórann vegna rannsóknarinnar meðan hún stóð yfir"? Nú liggur fyrir að Dómsmálaráðherra hefur verið gert að mæta á fund Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis til að standa fyrir máli sínu. Fróðlegt verður að sjá hvaða skýringar verða lagðar fyrir nefndina, en vandséð er að þær muni nægja til að lægja þær öldur óánægju sem virðast rísa hærra og hærra meðal almennings. Og það sem meira er: gera hinir stjórnarflokkarnir sig ánægða hugsanlegar skýringar? Verður kannski kosið strax í vor? Höfundur er fyrrverandi Alþingismaður Pírata í Norðausturkjördæmi og frambjóðandi í prófkjöri flokksins vegna næstu Alþingiskosninga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ráðherra í Ásmundarsal Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Eins og einhverja lesendur rekur minni til hrökklaðist Stefán Eiríksson, lögreglustjóri úr embætti vegna óeðlilegra afskipta Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, ráðherra dómsmála, af rannsókn á lekamálinu svokallaða. Svo fóru leikar að Hanna Birna sagði sjálf af sér eftir langdregna slímsetu, löngu rúin trausti almennings - og meira að segja pólitískra samherja. Ég ætla ekki að fjalla nánar um málavexti þessa máls, en það er sérlega áhugavert að sjá hvernig HBK sá villur síns vegar varðandi samskipti sín við lögreglustjórann (reyndar ekki fyrr en öll sund voru lokuð). Þetta má finna í áliti hins fjársvelta Umboðsmanns Alþingis, nr. 8122/2014: Jafnframt lýsti fyrrverandi ráðherra því yfir að það hefðu verið mistök af hans hálfu að eiga samskipti við lögreglustjórann vegna rannsóknarinnar meðan hún stóð yfir. Fyrrverandi ráðherra sæi nú að þessi samskipti hefðu hvorki verið fyllilega samrýmanleg stöðu hans sem yfirstjórnanda lögreglumála né því að lögreglustjórinn var forstöðumaður þess embættis sem vann að rannsókninni. Fyrrverandi ráðherra vissi nú að lögreglustjórinn kom lagalega sem slíkur að stjórn hennar sem forstöðumaður þess embættis sem vann að rannsókninni [...]. Þá tók fyrrverandi ráðherra fram að samskiptin hefðu ekki samrýmst nægilega hinni óskráðu hæfisreglu stjórnsýsluréttarins og ekki verið að öllu leyti réttmæt af hans hálfu gagnvart lögreglustjóranum. Svo mörg voru þau orð. Snúum okkur nú að stóra Ásmundarsalarmálinu. Áslaug Arna hringdi í lögreglustjóra, í tvígang, á aðfangadag til að ræða frumrannsókn í sakamáli sem tengdist manninum sem hún á starf sitt undir, formanni flokksins hennar. Þá vakna nokkrar spurningar: Gæti hugsast að þessi afskipti Áslaugar Örnu hafi "ekki samrýmst nægilega hinni óskráðu hæfisreglu stjórnsýsluréttarins og ekki verið að öllu leyti réttmæt af [hennar] hálfu"? Gæti hugsast að Áslaug Arna sjái ekki "nú að þessi samskipti hefðu hvorki verið fyllilega samrýmanleg stöðu [hennar] sem yfirstjórnanda lögreglumála né því að lögreglustjórinn var forstöðumaður þess embættis sem vann að rannsókninni"? Gæti hugsast að Áslaug Arna átti sig ekki á því að það hafi "verið mistök af [hennar] hálfu að eiga samskipti við lögreglustjórann vegna rannsóknarinnar meðan hún stóð yfir"? Nú liggur fyrir að Dómsmálaráðherra hefur verið gert að mæta á fund Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis til að standa fyrir máli sínu. Fróðlegt verður að sjá hvaða skýringar verða lagðar fyrir nefndina, en vandséð er að þær muni nægja til að lægja þær öldur óánægju sem virðast rísa hærra og hærra meðal almennings. Og það sem meira er: gera hinir stjórnarflokkarnir sig ánægða hugsanlegar skýringar? Verður kannski kosið strax í vor? Höfundur er fyrrverandi Alþingismaður Pírata í Norðausturkjördæmi og frambjóðandi í prófkjöri flokksins vegna næstu Alþingiskosninga.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar