Fannst látinn sama dag og hann var ákærður fyrir mansal og kynferðisofbeldi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. febrúar 2021 21:15 Geddert þjálfaði fimleikalandslið Bandaríkjanna á Ólympíuleikunum 2012 í London. Hann er ákærður í 20 liðum fyrir mansal. AP Photo/Kathy Willens John Geddert, fyrrverandi þjálfari bandaríska fimleikalandsliðsins, fannst látinn í Grand Ledge í Michigan í Bandaríkjunum. Hann er talinn hafa stytt sér aldur, en hann var fyrr í dag ákærður fyrir mansal, kynferðisofbeldi og fleira, eftir því New York Times greinir frá. Geddert átti áður æfingastöð þar sem fimleikafólk kveðst hafa þolað kynferðislegt ofbeldi af hendi Larry Nassar, sem eitt sinn var læknir landsliðsins. NYT hefur eftir Dönu Nessel, ríkissaksóknara Michigan, að tuttugu ákæruliðir á hendur Geddert hafi snúið að mansali. Þar af voru fjórtán vegna nauðungarvinnu sem leiddu til meiðsla, en sex vegna barnamansals. Brotin eiga að hafa átt sér stað á árunum 2008 til 2018. Þá var Geddert einnig ákærður fyrir fjárkúgun, fyrstu- og annarrar gráðu kynferðisglæpi og að ljúga að lögreglunni. Saksóknarinn Nessel hafði ekki viljað gefa upp nákvæmlega hversu mörg mansalsfórnarlömbin eru. Hún hefur þó sagt að þau séu færri en 50 og öll undir lögaldri. Geddert hafði samþykkt að gefa sig fram við lögreglu í dag. Hann mætti þó ekki á tilsettum tíma, sem varð kveikjan að leit lögreglu að honum. Hann fannst svo látinn við áningarstað í Grand Ledge í Michigan. Geddert þjálfaði fimleikalandslið Bandaríkjanna á Ólympíuleikunum 2012, en hann hafði verið sakaður um að hafa beitt fimleikafólk sem hann þjálfaði grófu líkamlegu og andlegu ofbeldi. Degi eftir að Geddert var tímabundið vísað úr fimleikasamtökum Bandaríkjanna vegna rannsóknar á ásökununum á hendur honum hætti hann þjálfun. Það var árið 2018. Fréttin var uppfærð klukkan 21:54 með upplýsingum um andlát Geddert. Áður hafði verið greint frá ákæru á hendur honum. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan www.pieta.is. Kynferðisbrot Larry Nassar Fimleikar Bandaríkin Tengdar fréttir Simone Biles myndi ekki leyfa dóttur sinni að æfa hjá USA Gymnastics Fimleikakonan Simone Biles er ein sigursælasta fimleikakona sögunnar en hún sparaði ekki stóru orðin þegar hún ræddi fimleikalandslið Bandaríkjanna í nýju viðtali. 16. febrúar 2021 10:31 Fimleikaþjálfari dæmdur í fangelsi í tengslum við mál Nassar Fyrrverandi yfirþjálfari fimleikadeildar Ríkisháskólans í Michigan í Bandaríkjunum var dæmdur í níutíu daga fangelsi fyrir að ljúga að lögreglu við rannsóknina á stórfelldum kynferðisbrotum Larrys Nassar, fyrrverandi læknis bandaríska ólympíuliðsins í fimleikum. 4. ágúst 2020 19:17 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Geddert átti áður æfingastöð þar sem fimleikafólk kveðst hafa þolað kynferðislegt ofbeldi af hendi Larry Nassar, sem eitt sinn var læknir landsliðsins. NYT hefur eftir Dönu Nessel, ríkissaksóknara Michigan, að tuttugu ákæruliðir á hendur Geddert hafi snúið að mansali. Þar af voru fjórtán vegna nauðungarvinnu sem leiddu til meiðsla, en sex vegna barnamansals. Brotin eiga að hafa átt sér stað á árunum 2008 til 2018. Þá var Geddert einnig ákærður fyrir fjárkúgun, fyrstu- og annarrar gráðu kynferðisglæpi og að ljúga að lögreglunni. Saksóknarinn Nessel hafði ekki viljað gefa upp nákvæmlega hversu mörg mansalsfórnarlömbin eru. Hún hefur þó sagt að þau séu færri en 50 og öll undir lögaldri. Geddert hafði samþykkt að gefa sig fram við lögreglu í dag. Hann mætti þó ekki á tilsettum tíma, sem varð kveikjan að leit lögreglu að honum. Hann fannst svo látinn við áningarstað í Grand Ledge í Michigan. Geddert þjálfaði fimleikalandslið Bandaríkjanna á Ólympíuleikunum 2012, en hann hafði verið sakaður um að hafa beitt fimleikafólk sem hann þjálfaði grófu líkamlegu og andlegu ofbeldi. Degi eftir að Geddert var tímabundið vísað úr fimleikasamtökum Bandaríkjanna vegna rannsóknar á ásökununum á hendur honum hætti hann þjálfun. Það var árið 2018. Fréttin var uppfærð klukkan 21:54 með upplýsingum um andlát Geddert. Áður hafði verið greint frá ákæru á hendur honum. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan www.pieta.is.
Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan www.pieta.is.
Kynferðisbrot Larry Nassar Fimleikar Bandaríkin Tengdar fréttir Simone Biles myndi ekki leyfa dóttur sinni að æfa hjá USA Gymnastics Fimleikakonan Simone Biles er ein sigursælasta fimleikakona sögunnar en hún sparaði ekki stóru orðin þegar hún ræddi fimleikalandslið Bandaríkjanna í nýju viðtali. 16. febrúar 2021 10:31 Fimleikaþjálfari dæmdur í fangelsi í tengslum við mál Nassar Fyrrverandi yfirþjálfari fimleikadeildar Ríkisháskólans í Michigan í Bandaríkjunum var dæmdur í níutíu daga fangelsi fyrir að ljúga að lögreglu við rannsóknina á stórfelldum kynferðisbrotum Larrys Nassar, fyrrverandi læknis bandaríska ólympíuliðsins í fimleikum. 4. ágúst 2020 19:17 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Simone Biles myndi ekki leyfa dóttur sinni að æfa hjá USA Gymnastics Fimleikakonan Simone Biles er ein sigursælasta fimleikakona sögunnar en hún sparaði ekki stóru orðin þegar hún ræddi fimleikalandslið Bandaríkjanna í nýju viðtali. 16. febrúar 2021 10:31
Fimleikaþjálfari dæmdur í fangelsi í tengslum við mál Nassar Fyrrverandi yfirþjálfari fimleikadeildar Ríkisháskólans í Michigan í Bandaríkjunum var dæmdur í níutíu daga fangelsi fyrir að ljúga að lögreglu við rannsóknina á stórfelldum kynferðisbrotum Larrys Nassar, fyrrverandi læknis bandaríska ólympíuliðsins í fimleikum. 4. ágúst 2020 19:17