Skoðanabræðurnir Björn Leví og Ásmundur vilja leyfa ræktun lyfjahamps á Íslandi Jakob Bjarnar skrifar 25. febrúar 2021 14:03 Píratar ráku upp stór augu í morgun þegar þeir flettu í Bændablaðinu og komust að því að Ásmundur Friðriksson er á alveg sömu línu og því að vilja opna fyrir hampinn til Íslands. samsett Píratar halda því fram að Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafi komið úr skápnum sem hálfgildings Pírati í morgun. Ásmundur er með í undirbúningi þingsályktunartillögu um að Alþingi álykti að fela heilbrigðisráðherra, í samráði við hagsmunaaðila við ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, að setja á fót starfshóp sem hefur það hlutverk að útbúa frumvarp sem heimilar garðyrkjufyrirtækjum að sækja um leyfi fyrir ræktun lyfjahamps til kannabisræktunar og til framleiðslu og dreifingu á kannabislyfjum í lækningaskyni. Bændablaðið greinir frá þessu. Ásmundur segir að stefna stjórnvalda og heilbrigðiskerfisins varðandi afstöðu til kannabisefna hér á landi þarfnist umtalsverðrar umræðu og að grundvöllur sé skapaður til frekari rannsókna. Samkvæmt heimildum Vísis klóruðu Píratar sér ákaft í kolli þegar þetta spurðist; í hvaða hliðræna veruleika það gæti gerst að Ásmundur væri á þessari línu. En Píratar og Ásmundur hafa lengi eldað grátt silfur. En nú eru allar fornar væringar grafnar og gleymdar. „Þessar fréttir komu okkur ánægjulega á óvart, að Ásmundur skuli vera svona mikill Pírati inn við beinið,“ segir Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata í samtali við Vísi. Hann telur ljóst að náið samstarf með Halldóru Mogensen Pírata í velferðarnefnd Alþingis hafi haft góð áhrif á Ásmund. „Píratar lögðu síðast fram tillögu um notkun og ræktun lyfjahamps árið 2018 enda þjóðþrifamál, en þá vildi Ásmundur ekki vera með. Þetta er því kærkomin u-beygja hjá honum og ekki við öðru að búast en að hann muni styðja CBD-málið hennar Halldóru þegar það kemur fyrir nefndina,“ segir Björn. Alþingi Landbúnaður Lyf Kannabis Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Ásmundur er með í undirbúningi þingsályktunartillögu um að Alþingi álykti að fela heilbrigðisráðherra, í samráði við hagsmunaaðila við ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, að setja á fót starfshóp sem hefur það hlutverk að útbúa frumvarp sem heimilar garðyrkjufyrirtækjum að sækja um leyfi fyrir ræktun lyfjahamps til kannabisræktunar og til framleiðslu og dreifingu á kannabislyfjum í lækningaskyni. Bændablaðið greinir frá þessu. Ásmundur segir að stefna stjórnvalda og heilbrigðiskerfisins varðandi afstöðu til kannabisefna hér á landi þarfnist umtalsverðrar umræðu og að grundvöllur sé skapaður til frekari rannsókna. Samkvæmt heimildum Vísis klóruðu Píratar sér ákaft í kolli þegar þetta spurðist; í hvaða hliðræna veruleika það gæti gerst að Ásmundur væri á þessari línu. En Píratar og Ásmundur hafa lengi eldað grátt silfur. En nú eru allar fornar væringar grafnar og gleymdar. „Þessar fréttir komu okkur ánægjulega á óvart, að Ásmundur skuli vera svona mikill Pírati inn við beinið,“ segir Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata í samtali við Vísi. Hann telur ljóst að náið samstarf með Halldóru Mogensen Pírata í velferðarnefnd Alþingis hafi haft góð áhrif á Ásmund. „Píratar lögðu síðast fram tillögu um notkun og ræktun lyfjahamps árið 2018 enda þjóðþrifamál, en þá vildi Ásmundur ekki vera með. Þetta er því kærkomin u-beygja hjá honum og ekki við öðru að búast en að hann muni styðja CBD-málið hennar Halldóru þegar það kemur fyrir nefndina,“ segir Björn.
Alþingi Landbúnaður Lyf Kannabis Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum