Fagnaðarlæti brutust út í Hörpu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 23. febrúar 2021 18:30 Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu. vísir/Egill Fimmtíu manns mega koma saman samkvæmt tilslökunum á samkomubanni sem taka gildi á morgun. Allt að tvö hundruð mega sækja menningar- og íþróttaviðburði þar sem eins metra regla verður í gildi. Nýjar reglur gilda í þrjár vikur og samkvæmt þeim mega nú almennt fimmtíu manns koma saman í stað tuttugu. „Við erum áfram með tveggja metra regluna og grímur og þessi almennu varúðarsjónarmið,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, að lokum ríkisstjórnarfundi í morgun. Þá mega 200 vera á söfnum og í verslunum í stað 150. Þar gildir þó enn tveggja metra reglan og því miðast hámarksfjöldi við stærð rýmisins, eða að hámarki fimm manns á hverja tíu fermetra. Stórar breytingar eru gerðar á reglum um ýmsa viðburði. Í leikhúsum, bíó, á athöfnum trúarfélaga og á tónleikum er nú heimilt að taka á móti tvö hundruð gestum í sæti í hverju rými eða hólfi. Þar tekur eins metra reglan við af tveggja metra reglunni. Þetta á einnig við um íþróttaviðburði þar sem áhorfendur verða nú leyfðir á ný. Halda þarf utan um sætaskipulagið. „Þannig að við vitum hver situr í hvaða sæti og að þeim upplýsingum sé haldið til haga. Það eru líka ákveðin skilmerki um að það snúi allir í sömu átt þannig það séu ekki allir í kös. Það sé svona ákveði kerfi á því hvernig fólk situr,“ sagði Svandís. Þetta á að hjálpa til við smitakningu ef svo ber undir. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun.vísir/Vilhelm Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, segir þetta tímamót í menningarlífi landsins. „Það eiginlega bara brutust út fagnaðarlæti hér í morgun þegar ég sagði frá þessu og það hefur verið bros á hverju andliti í dag. Að taka tvo metrana niður í einn metra, það bara breytir öllu.“ Með hólfaskiptingu hefur að hámarki verið hægt að taka á móti þrjú hundruð og fimmtíu manns í Eldborg sem rúmar sextán hundruð manns. „Núna miðað við þetta, þegar það má vera metri á milli og það er auðvitað grímuskylda og við erum að nota fjögur sóttvarnarhólf hérna, að þá eru þetta 750 manns. Og í öðrum stærri sölum og í opnum rýmum að þá er þetta nánast tvöföldun,“ segir Svanhildur og bætir við að framboð á viðburðum muni eflaust aukast samhliða þessu. Frá og með morgundeginum mega tvö hundruð koma saman á menningarviðburðum. Gæta þarf að eins metra nándarmörkum.vísir/vilhelm Samkvæmt nýjum reglum mega einnig fleiri fara í sund, ræktina og á skíði þar sem fjöldamörk hækka úr 50 prósent af leyfilegum hámarksfjölda í 75 prósent. Þá mega fimmtíu vera inni á veitingastöðum og börum en þar virðist tveggja metra reglan enn í gildi. Heimilt verður að taka á móti fólki til klukkan tíu en gestir mega sitja áfram til ellefu. Í áskorun frá Samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði var skorað á stjórnvöld að ganga lengra og víkka eins metra regluna út til veitingastaða. Heilbrigðisráðherra segir ágreining um reglurnar óumfýjanlegan. „Við erum náttúrlega með opnasta samfélag í Evrópu og sem betur fer erum við að stíga stór skref og erum að gera það núna strax en ekki í einhverri óskilgreindri framtíð. En það breytir því ekki að við þurfum að halda áfram að gæta okkar og þetta er dýrmætur árangur,“ segir Svandís Svavarsdóttir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira
Nýjar reglur gilda í þrjár vikur og samkvæmt þeim mega nú almennt fimmtíu manns koma saman í stað tuttugu. „Við erum áfram með tveggja metra regluna og grímur og þessi almennu varúðarsjónarmið,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, að lokum ríkisstjórnarfundi í morgun. Þá mega 200 vera á söfnum og í verslunum í stað 150. Þar gildir þó enn tveggja metra reglan og því miðast hámarksfjöldi við stærð rýmisins, eða að hámarki fimm manns á hverja tíu fermetra. Stórar breytingar eru gerðar á reglum um ýmsa viðburði. Í leikhúsum, bíó, á athöfnum trúarfélaga og á tónleikum er nú heimilt að taka á móti tvö hundruð gestum í sæti í hverju rými eða hólfi. Þar tekur eins metra reglan við af tveggja metra reglunni. Þetta á einnig við um íþróttaviðburði þar sem áhorfendur verða nú leyfðir á ný. Halda þarf utan um sætaskipulagið. „Þannig að við vitum hver situr í hvaða sæti og að þeim upplýsingum sé haldið til haga. Það eru líka ákveðin skilmerki um að það snúi allir í sömu átt þannig það séu ekki allir í kös. Það sé svona ákveði kerfi á því hvernig fólk situr,“ sagði Svandís. Þetta á að hjálpa til við smitakningu ef svo ber undir. Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun.vísir/Vilhelm Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, segir þetta tímamót í menningarlífi landsins. „Það eiginlega bara brutust út fagnaðarlæti hér í morgun þegar ég sagði frá þessu og það hefur verið bros á hverju andliti í dag. Að taka tvo metrana niður í einn metra, það bara breytir öllu.“ Með hólfaskiptingu hefur að hámarki verið hægt að taka á móti þrjú hundruð og fimmtíu manns í Eldborg sem rúmar sextán hundruð manns. „Núna miðað við þetta, þegar það má vera metri á milli og það er auðvitað grímuskylda og við erum að nota fjögur sóttvarnarhólf hérna, að þá eru þetta 750 manns. Og í öðrum stærri sölum og í opnum rýmum að þá er þetta nánast tvöföldun,“ segir Svanhildur og bætir við að framboð á viðburðum muni eflaust aukast samhliða þessu. Frá og með morgundeginum mega tvö hundruð koma saman á menningarviðburðum. Gæta þarf að eins metra nándarmörkum.vísir/vilhelm Samkvæmt nýjum reglum mega einnig fleiri fara í sund, ræktina og á skíði þar sem fjöldamörk hækka úr 50 prósent af leyfilegum hámarksfjölda í 75 prósent. Þá mega fimmtíu vera inni á veitingastöðum og börum en þar virðist tveggja metra reglan enn í gildi. Heimilt verður að taka á móti fólki til klukkan tíu en gestir mega sitja áfram til ellefu. Í áskorun frá Samtökum fyrirtækja á veitingamarkaði var skorað á stjórnvöld að ganga lengra og víkka eins metra regluna út til veitingastaða. Heilbrigðisráðherra segir ágreining um reglurnar óumfýjanlegan. „Við erum náttúrlega með opnasta samfélag í Evrópu og sem betur fer erum við að stíga stór skref og erum að gera það núna strax en ekki í einhverri óskilgreindri framtíð. En það breytir því ekki að við þurfum að halda áfram að gæta okkar og þetta er dýrmætur árangur,“ segir Svandís Svavarsdóttir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira