Lagt til að gæludýrahald í fjölbýlishúsum verði gefið frjálst Sunna Sæmundsdóttir skrifar 19. febrúar 2021 13:14 Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að íbúar í fjölbýlishúsum þurfi einungis að tilkynna húsfélagi um dýrahald. vísir/afp Lagt er til að skilyrði um samþykki meirihluta íbúa fjöleignahúss fyrir gæludýrahaldi verði afnumið í frumvarpi sem Flokkur fólksins hyggst leggja fram. Formaður flokksins segir efnaminna fólki mismunað. Í frumvarpinu er lögð til breyting á ákvæði fjöleignarhúsalaga um hunda- og kattahald. Í dag má fólk sem býr í fjölbýlishúsum hvorki fá sér hund né kött án þess að afla samþykkis aukins meirihluta íbúa. Tveir þriðju hlutar íbúa þurfa að fallast á beiðnina. Lagt er til að ekkert slíkt samþykki þurfi. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, og flutningsmaður málsins, segir leyfið þó ekki takmarkalaust. Húsfélagið geti brugðist við og bannað gæludýrahald ef það veldur veldur verulegum ama eða ónæði. „Og á þá síðasta orðið um það að geta stigið inn í ef hundaeigandi fer ekki að tilmælum um að leiðrétta og laga hvernig hann hriðir um dýrið og annað slíkt,“ segir Inga Sæland. Hún segir kröfuna um samþykki annarra íbúa íþyngjandi og oft háða geðþótta. „Við vitum líka að það eru margir sem eru bara einir og það gerir mjög mikið fyrir einmana einstakling að fá gæludýr til að hugsa um.“ Þetta bitni á efnaminni einstaklingum sem eigi ekki annarra kosta völ en að búa í fjölbýlishúsi. Þeim standi oft erfiðir kostir til boða, annað hvort að sætta sig við húsnæði sem þeir kæra sig ekki um, eða að losa sig við gæludýrið sitt. „Þeir hafa ekki bolmagn til þess að vera með sér inngang og hvað þá einbýlishús. Þannig að sérreglur gilda um þá sem hafa sér inngang og þeir sitja við allt annað borð og njóta ákeðinna forréttinda. Það er verið að mismuna fólki hvað þetta varðar og það eiga allir að geta haldið gæludýr ef þeir kjósa svo,“ segir Inga Sæland. Gæludýr Alþingi Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira
Í frumvarpinu er lögð til breyting á ákvæði fjöleignarhúsalaga um hunda- og kattahald. Í dag má fólk sem býr í fjölbýlishúsum hvorki fá sér hund né kött án þess að afla samþykkis aukins meirihluta íbúa. Tveir þriðju hlutar íbúa þurfa að fallast á beiðnina. Lagt er til að ekkert slíkt samþykki þurfi. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, og flutningsmaður málsins, segir leyfið þó ekki takmarkalaust. Húsfélagið geti brugðist við og bannað gæludýrahald ef það veldur veldur verulegum ama eða ónæði. „Og á þá síðasta orðið um það að geta stigið inn í ef hundaeigandi fer ekki að tilmælum um að leiðrétta og laga hvernig hann hriðir um dýrið og annað slíkt,“ segir Inga Sæland. Hún segir kröfuna um samþykki annarra íbúa íþyngjandi og oft háða geðþótta. „Við vitum líka að það eru margir sem eru bara einir og það gerir mjög mikið fyrir einmana einstakling að fá gæludýr til að hugsa um.“ Þetta bitni á efnaminni einstaklingum sem eigi ekki annarra kosta völ en að búa í fjölbýlishúsi. Þeim standi oft erfiðir kostir til boða, annað hvort að sætta sig við húsnæði sem þeir kæra sig ekki um, eða að losa sig við gæludýrið sitt. „Þeir hafa ekki bolmagn til þess að vera með sér inngang og hvað þá einbýlishús. Þannig að sérreglur gilda um þá sem hafa sér inngang og þeir sitja við allt annað borð og njóta ákeðinna forréttinda. Það er verið að mismuna fólki hvað þetta varðar og það eiga allir að geta haldið gæludýr ef þeir kjósa svo,“ segir Inga Sæland.
Gæludýr Alþingi Málefni fjölbýlishúsa Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Sjá meira