John Snorri, Ali og Juan Pablo formlega taldir af Atli Ísleifsson skrifar 18. febrúar 2021 12:48 Raja Nasir Khan, fyrir miðju, á fréttamannafundinum fyrr í dag. Sajid Ali Sadpara, til hægri, sonur Ali Sadpara, var einnig á fundinum. AP/M.H. Balti Fjallgöngumennirnir John Snorri Sigurjónsson, Ali Sadpara frá Pakistan og Juan Pablo Mohr frá Chile hafa nú formlega verið taldir af hjá pakistönskum yfirvöldum. Þeir höfðu reynt að klífa K2, en ekkert hafði spurst til þeirra frá 5. febrúar. Frá þessu segir á síðu Daily Pakistan þar sem vísað er í orð pakistansks embættismanns. Sajid Ali Sadpara, sonur Ali Sadpara, sagði við blaðamenn í Skardu fyrr í dag að Pakistan hefði misst mikinn fjallgöngumann. „Faðir minn og tveir aðrir fjallgöngumenn eru ekki lengur meðal vor,“ sagði Sadpara. T163- #K2winter: It is with profound sadness and a heavy heart that we are declaring the missing climbers #AliSadpara, #JohnSnorri,& #JPMohr as dead since we couldn't trace anything about their whereabouts during the extensive search mission. We did everything humanly possible... pic.twitter.com/pZCTuTfF4s— Raja Nasir Ali Khan (@RNAKOfficial) February 18, 2021 Raja Nasir Ali Kahn, ferðamálaráðherra á svæðinu sem hefur haft leitina á sínu borði, greindi frá því á fréttamannafundi fyrr í dag að þremenningarnir væru taldir af. Það væri niðurstaða veðurfræðinga, annarra fjallgöngumanna og sérfræðinga pakistanskra hersins. Enginn geti lifað svo lengi við svo erfiðar veðuraðstæður. Ali Sadpara og John Snorri Sigurjónsson voru í hópi þeirra sem reyndu að klífa K2 að vetrarlagi, fyrstir manna.Facebook Khan sagði að leit að líkum mannanna yrði þó fram haldið. Tugir fjallgöngumanna reyndu að klífa K2 í vetur í þeirri von um að verða þeir fyrstu til að sigra fjallið að vetrarlagi. Það varð nepalskur fjallgöngumaður, Mingma Gyalje, og félagar hans sem náðu fyrstir takmarkinu um miðjan janúar. Andlát John Snorri á K2 Pakistan Fjallamennska Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Sajid Sadpara varar við óprúttnum aðilum og falsfréttum Sajid Sadpara segir marga hafa komið fram á samfélagsmiðlum undir sínu nafni og nafni föður síns, Ali Sadpara. Frá þessu greinir Sajid í myndskeiði á nýstofnuðum Twitter-aðgangi. 17. febrúar 2021 15:39 Horfði á búlgörsku hetjuna hrapa til dauða fyrir framan nefið á sér Elia Saikaly, kanadískur kvikmyndagerðarmaður sem vinnur að heimildarmynd um leiðangur John Snorra Sigurjónssonar og samferðamanna hans á K2, lýsir taugaþrungnum augnablikum í fjallinu þegar búlgarskur göngumaður hrapaði fyrir framan nefið á honum. Sömuleiðis mistökum sem hafi mögulega bjargað lífi Saikaly og samferðamanna hans. 15. febrúar 2021 14:59 „Vonin um kraftaverk lifir“ Lína Móey Bjarnadóttir, eiginkona Johns Snorra Sigurjónssonar sem saknað hefur verið á fjallinu K2 í Pakistan í meira en viku, segir vonina um kraftaverk lifa. 15. febrúar 2021 10:00 Tæknin sem brýst í gegnum skýjahuluna og veðurofsann á K2 Einn stofnenda Geimvísindastofnunar Íslands hefur haft milligöngu um notkun svokallaðra SAR-gervihnattarmynda við leitina að John Snorra Sigurjónssyni og samferðamönnum hans á fjallinu K2. Hann segir tæknina ekki hafa verið notaða áður við björgunaraðgerð af þessu tagi. Tekist hafi að mynda þann hluta fjallsins, þar sem gönguleiðin liggur, og myndirnar þarfnist hvorki ljóss né heiðríkju. 12. febrúar 2021 15:01 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Frá þessu segir á síðu Daily Pakistan þar sem vísað er í orð pakistansks embættismanns. Sajid Ali Sadpara, sonur Ali Sadpara, sagði við blaðamenn í Skardu fyrr í dag að Pakistan hefði misst mikinn fjallgöngumann. „Faðir minn og tveir aðrir fjallgöngumenn eru ekki lengur meðal vor,“ sagði Sadpara. T163- #K2winter: It is with profound sadness and a heavy heart that we are declaring the missing climbers #AliSadpara, #JohnSnorri,& #JPMohr as dead since we couldn't trace anything about their whereabouts during the extensive search mission. We did everything humanly possible... pic.twitter.com/pZCTuTfF4s— Raja Nasir Ali Khan (@RNAKOfficial) February 18, 2021 Raja Nasir Ali Kahn, ferðamálaráðherra á svæðinu sem hefur haft leitina á sínu borði, greindi frá því á fréttamannafundi fyrr í dag að þremenningarnir væru taldir af. Það væri niðurstaða veðurfræðinga, annarra fjallgöngumanna og sérfræðinga pakistanskra hersins. Enginn geti lifað svo lengi við svo erfiðar veðuraðstæður. Ali Sadpara og John Snorri Sigurjónsson voru í hópi þeirra sem reyndu að klífa K2 að vetrarlagi, fyrstir manna.Facebook Khan sagði að leit að líkum mannanna yrði þó fram haldið. Tugir fjallgöngumanna reyndu að klífa K2 í vetur í þeirri von um að verða þeir fyrstu til að sigra fjallið að vetrarlagi. Það varð nepalskur fjallgöngumaður, Mingma Gyalje, og félagar hans sem náðu fyrstir takmarkinu um miðjan janúar.
Andlát John Snorri á K2 Pakistan Fjallamennska Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Sajid Sadpara varar við óprúttnum aðilum og falsfréttum Sajid Sadpara segir marga hafa komið fram á samfélagsmiðlum undir sínu nafni og nafni föður síns, Ali Sadpara. Frá þessu greinir Sajid í myndskeiði á nýstofnuðum Twitter-aðgangi. 17. febrúar 2021 15:39 Horfði á búlgörsku hetjuna hrapa til dauða fyrir framan nefið á sér Elia Saikaly, kanadískur kvikmyndagerðarmaður sem vinnur að heimildarmynd um leiðangur John Snorra Sigurjónssonar og samferðamanna hans á K2, lýsir taugaþrungnum augnablikum í fjallinu þegar búlgarskur göngumaður hrapaði fyrir framan nefið á honum. Sömuleiðis mistökum sem hafi mögulega bjargað lífi Saikaly og samferðamanna hans. 15. febrúar 2021 14:59 „Vonin um kraftaverk lifir“ Lína Móey Bjarnadóttir, eiginkona Johns Snorra Sigurjónssonar sem saknað hefur verið á fjallinu K2 í Pakistan í meira en viku, segir vonina um kraftaverk lifa. 15. febrúar 2021 10:00 Tæknin sem brýst í gegnum skýjahuluna og veðurofsann á K2 Einn stofnenda Geimvísindastofnunar Íslands hefur haft milligöngu um notkun svokallaðra SAR-gervihnattarmynda við leitina að John Snorra Sigurjónssyni og samferðamönnum hans á fjallinu K2. Hann segir tæknina ekki hafa verið notaða áður við björgunaraðgerð af þessu tagi. Tekist hafi að mynda þann hluta fjallsins, þar sem gönguleiðin liggur, og myndirnar þarfnist hvorki ljóss né heiðríkju. 12. febrúar 2021 15:01 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Sajid Sadpara varar við óprúttnum aðilum og falsfréttum Sajid Sadpara segir marga hafa komið fram á samfélagsmiðlum undir sínu nafni og nafni föður síns, Ali Sadpara. Frá þessu greinir Sajid í myndskeiði á nýstofnuðum Twitter-aðgangi. 17. febrúar 2021 15:39
Horfði á búlgörsku hetjuna hrapa til dauða fyrir framan nefið á sér Elia Saikaly, kanadískur kvikmyndagerðarmaður sem vinnur að heimildarmynd um leiðangur John Snorra Sigurjónssonar og samferðamanna hans á K2, lýsir taugaþrungnum augnablikum í fjallinu þegar búlgarskur göngumaður hrapaði fyrir framan nefið á honum. Sömuleiðis mistökum sem hafi mögulega bjargað lífi Saikaly og samferðamanna hans. 15. febrúar 2021 14:59
„Vonin um kraftaverk lifir“ Lína Móey Bjarnadóttir, eiginkona Johns Snorra Sigurjónssonar sem saknað hefur verið á fjallinu K2 í Pakistan í meira en viku, segir vonina um kraftaverk lifa. 15. febrúar 2021 10:00
Tæknin sem brýst í gegnum skýjahuluna og veðurofsann á K2 Einn stofnenda Geimvísindastofnunar Íslands hefur haft milligöngu um notkun svokallaðra SAR-gervihnattarmynda við leitina að John Snorra Sigurjónssyni og samferðamönnum hans á fjallinu K2. Hann segir tæknina ekki hafa verið notaða áður við björgunaraðgerð af þessu tagi. Tekist hafi að mynda þann hluta fjallsins, þar sem gönguleiðin liggur, og myndirnar þarfnist hvorki ljóss né heiðríkju. 12. febrúar 2021 15:01