Vel vopnum búin Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson skrifar 17. febrúar 2021 16:30 Maður er skotinn til bana í Reykjavík. Og enn og aftur upphefst kunnuglegt margtuggið stef. Í hvert skipti sem svona jaðartilvik eiga sér stað þá rísa ákveðnir aðilar upp, þar á meðal þingmenn úr röðum Sjálfstæðisflokks, og kalla eftir aukinni vopnvæðingu lögreglunnar. Ríkislögreglustjóri mætir í viðtal og vill endurskoða vopnareglur. En hverju hefði það breytt í þessu tilviki hefði lögreglan verið almennt meira vopnum búin en hún er nú þegar? Nákvæmlega engu og við vitum það. Það voru engir lögregluþjónar á staðnum þegar atvikið átti sér stað og ekki var þeim ógnað með vopnum þegar hinir grunuðu voru handteknir. Hversu oft er almennum lögreglumönnum yfirhöfuð ógnað með skotvopnum? Helst myndi aukinn vígbúnaður lögreglu breyta því að við myndum fjölga þeim tilvikum til muna þar sem rimmum milli lögreglu og borgara lyki með skotsárum eða dauðsfalli, eins og dæmin sanna. Það er enginn eðlismunur á þessum röksemdarfærslum vopnvæðingarsinnanna og þeim sem sjást í umræðunni um skotárásir í skólum í Bandaríkjunum. Þar hefur til dæmis verið kallað eftir því að kennarar – já kennarar – væru betur vopnaðir, því þá geti þeir stöðvað árásarmenn. Verið er að kalla eftir lausnum sem gera vandamálið stærra og undirbúa jarðveginn fyrir ömurlegan hildarleik. Í Danmörku er tíðrætt um glæpasamtök og gengi sem ganga laus um stræti borgarinnar. Einstöku sinnum eiga sér stað útistöður milli gengja á götum úti í formi skotbardaga. En það sem vert er að hafa í huga er það að í fyrsta lagi beina þeir spjótum sínum nánast undantekningarlaust hver að öðrum. Í öðru lagi láta þeir sig hverfa um leið og lögreglan lætur sjá sig, enda hefðu glæpamenn ekkert upp úr því að eiga í útistöðum við hana. Jafnvel þó glæpalandslagið hér sé að breytast, þá er engin ástæða til að ætla að það sama myndi ekki gilda um Ísland. Í þeim örfáu tilvikum sem glæpamenn sýna í raun og veru vilja til að kljást við laganna verði, þá höfum við sérstakt, vel þjálfað viðbragðsteymi sem kemur til aðstoðar með skömmum fyrirvara. Við erum friðsælt samfélag þar sem vopnuð átök eru sárasjaldgæf. Flest glæpsamlegt athæfi má rekja til félagslegra eða sálrænna erfiðleika eða til fátæktar og við ættum í auknum mæli að takast á við þau vandamál með þá hugsun að leiðarljósi. Neyslurýmin sem nú er verið að setja upp í Reykjavík og afglæpavæðing neysluskammta er liður í því að skapa hér umhyggjusamara samfélag sem leitast við að halda utan um þau sem minnst mega sín í samfélaginu. Vopnvæðing lögreglunnar væri skref í þveröfuga átt. Ef við ætlum á annað borð að vígbúa lögregluna þá þætti mér heilbrigðara að sjá lögreglu og þingmenn kalla eftir auknu stuðningsneti lögreglunnar, hækka við hana launin, , styrkja sálfræði- og félagslega þekkingu hennar og vígbúa lögregludeildir landsins með félagsráðgjöfum og sálfræðingum frekar en skotvopnum. Höfundur er formaður Vinstri Grænna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson Lögreglan Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Maður er skotinn til bana í Reykjavík. Og enn og aftur upphefst kunnuglegt margtuggið stef. Í hvert skipti sem svona jaðartilvik eiga sér stað þá rísa ákveðnir aðilar upp, þar á meðal þingmenn úr röðum Sjálfstæðisflokks, og kalla eftir aukinni vopnvæðingu lögreglunnar. Ríkislögreglustjóri mætir í viðtal og vill endurskoða vopnareglur. En hverju hefði það breytt í þessu tilviki hefði lögreglan verið almennt meira vopnum búin en hún er nú þegar? Nákvæmlega engu og við vitum það. Það voru engir lögregluþjónar á staðnum þegar atvikið átti sér stað og ekki var þeim ógnað með vopnum þegar hinir grunuðu voru handteknir. Hversu oft er almennum lögreglumönnum yfirhöfuð ógnað með skotvopnum? Helst myndi aukinn vígbúnaður lögreglu breyta því að við myndum fjölga þeim tilvikum til muna þar sem rimmum milli lögreglu og borgara lyki með skotsárum eða dauðsfalli, eins og dæmin sanna. Það er enginn eðlismunur á þessum röksemdarfærslum vopnvæðingarsinnanna og þeim sem sjást í umræðunni um skotárásir í skólum í Bandaríkjunum. Þar hefur til dæmis verið kallað eftir því að kennarar – já kennarar – væru betur vopnaðir, því þá geti þeir stöðvað árásarmenn. Verið er að kalla eftir lausnum sem gera vandamálið stærra og undirbúa jarðveginn fyrir ömurlegan hildarleik. Í Danmörku er tíðrætt um glæpasamtök og gengi sem ganga laus um stræti borgarinnar. Einstöku sinnum eiga sér stað útistöður milli gengja á götum úti í formi skotbardaga. En það sem vert er að hafa í huga er það að í fyrsta lagi beina þeir spjótum sínum nánast undantekningarlaust hver að öðrum. Í öðru lagi láta þeir sig hverfa um leið og lögreglan lætur sjá sig, enda hefðu glæpamenn ekkert upp úr því að eiga í útistöðum við hana. Jafnvel þó glæpalandslagið hér sé að breytast, þá er engin ástæða til að ætla að það sama myndi ekki gilda um Ísland. Í þeim örfáu tilvikum sem glæpamenn sýna í raun og veru vilja til að kljást við laganna verði, þá höfum við sérstakt, vel þjálfað viðbragðsteymi sem kemur til aðstoðar með skömmum fyrirvara. Við erum friðsælt samfélag þar sem vopnuð átök eru sárasjaldgæf. Flest glæpsamlegt athæfi má rekja til félagslegra eða sálrænna erfiðleika eða til fátæktar og við ættum í auknum mæli að takast á við þau vandamál með þá hugsun að leiðarljósi. Neyslurýmin sem nú er verið að setja upp í Reykjavík og afglæpavæðing neysluskammta er liður í því að skapa hér umhyggjusamara samfélag sem leitast við að halda utan um þau sem minnst mega sín í samfélaginu. Vopnvæðing lögreglunnar væri skref í þveröfuga átt. Ef við ætlum á annað borð að vígbúa lögregluna þá þætti mér heilbrigðara að sjá lögreglu og þingmenn kalla eftir auknu stuðningsneti lögreglunnar, hækka við hana launin, , styrkja sálfræði- og félagslega þekkingu hennar og vígbúa lögregludeildir landsins með félagsráðgjöfum og sálfræðingum frekar en skotvopnum. Höfundur er formaður Vinstri Grænna í Reykjavík.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun