Spilavíti Trumps jafnað við jörðu Samúel Karl Ólason skrifar 17. febrúar 2021 15:05 Niðurrif hússins tók einungis tuttugu sekúndur. AP/Seth Wenig Trump Plaza spilavítið í Atlantic City í Bandaríkjunum var jafnað við jörðu í dag. Sprengiefni voru notuð til að láta háhýsið falla inn á sig og urðu engar skemmdir á öðrum byggingum sem stóðu þar nærri. Spilavítið og hótelið hafði staðið tómt frá 2014 og var ástand byggingarinnar orðið verulega slæmt. Fjölmiðlar vestanhafs segja að brak hafi verið byrjað að falla af byggingunni og því hafi verið ákveðið að jafna hana við jörðu. Fyrsta sprengingin heyrðist skömmu eftir klukkan tvö í dag (níu að staðartíma) og um tuttugu sekúndum seinna var háhýsið horfið og ekkert eftir nema rykmökkur. Þó Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hafi látið byggja bygginguna hefur hún verið í eigu auðjöfursins Carl Icahn undanfarin ár. Hann eignaði tvö spilavíti Trump árið 2016 eftir síðasta gjaldþrot þeirra, af mörgum. Trump opnaði spilavítið árið 1984 og gekk rekstur þess vel um tíma. AP fréttaveitan segir það hafa verið stærsta spilavíti Atlantic City um tíma. Halla fór undan rekstrinum eftir að Trump opnaði annað spilavíti, Taj Mahal, nærri því fyrra. Þegar því var lokað árið 2014 skilaði Trump Plaza verstri afkomu af öllum spilavítum Atlantic City. Trump Plaza tower comes tumbling down with a blasting Atlantic City this morning a few minutes after 9 am pic.twitter.com/x7pDz69wDn— Carol Comegno (@CarolComegno) February 17, 2021 The former Trump Plaza hotel and casino is imploded in Atlantic City. @PhillyInquirer pic.twitter.com/jyFpMcb2ma— Tim Tai (@nonorganical) February 17, 2021 Bandaríkin Donald Trump Grín og gaman Tengdar fréttir Jöfnuðu hótel Holiday Inn við Washington DC við jörðu Hótel Holiday Inn í Rosslyn í Virginíu, við jaðar bandarísku höfuðborgarinnar Washington DC, var jafnað við jörðu á sunnudaginn. 15. desember 2020 08:12 Navajo-stromparnir jafnaðir við jörðu Umhverfisverndarsinnar hrósuðu sigri á föstudag þegar strompar kolaverksmiðjunnar í Navajo voru jafnaðir við jörðu. Verksmiðjunni var endanlega lokað í nóvember á síðasta ári þegar síðustu birgðir kláruðust. 20. desember 2020 13:07 Myndband frá falli skorsteinsins Skorsteinn Sementsverksmiðjunnar á Akranesi var felldur í dag en fylgst var með herlegheitunum í beinni á Vísi, í fréttinni má sjá myndband frá framkvæmdunum. 22. mars 2019 19:41 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira
Spilavítið og hótelið hafði staðið tómt frá 2014 og var ástand byggingarinnar orðið verulega slæmt. Fjölmiðlar vestanhafs segja að brak hafi verið byrjað að falla af byggingunni og því hafi verið ákveðið að jafna hana við jörðu. Fyrsta sprengingin heyrðist skömmu eftir klukkan tvö í dag (níu að staðartíma) og um tuttugu sekúndum seinna var háhýsið horfið og ekkert eftir nema rykmökkur. Þó Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hafi látið byggja bygginguna hefur hún verið í eigu auðjöfursins Carl Icahn undanfarin ár. Hann eignaði tvö spilavíti Trump árið 2016 eftir síðasta gjaldþrot þeirra, af mörgum. Trump opnaði spilavítið árið 1984 og gekk rekstur þess vel um tíma. AP fréttaveitan segir það hafa verið stærsta spilavíti Atlantic City um tíma. Halla fór undan rekstrinum eftir að Trump opnaði annað spilavíti, Taj Mahal, nærri því fyrra. Þegar því var lokað árið 2014 skilaði Trump Plaza verstri afkomu af öllum spilavítum Atlantic City. Trump Plaza tower comes tumbling down with a blasting Atlantic City this morning a few minutes after 9 am pic.twitter.com/x7pDz69wDn— Carol Comegno (@CarolComegno) February 17, 2021 The former Trump Plaza hotel and casino is imploded in Atlantic City. @PhillyInquirer pic.twitter.com/jyFpMcb2ma— Tim Tai (@nonorganical) February 17, 2021
Bandaríkin Donald Trump Grín og gaman Tengdar fréttir Jöfnuðu hótel Holiday Inn við Washington DC við jörðu Hótel Holiday Inn í Rosslyn í Virginíu, við jaðar bandarísku höfuðborgarinnar Washington DC, var jafnað við jörðu á sunnudaginn. 15. desember 2020 08:12 Navajo-stromparnir jafnaðir við jörðu Umhverfisverndarsinnar hrósuðu sigri á föstudag þegar strompar kolaverksmiðjunnar í Navajo voru jafnaðir við jörðu. Verksmiðjunni var endanlega lokað í nóvember á síðasta ári þegar síðustu birgðir kláruðust. 20. desember 2020 13:07 Myndband frá falli skorsteinsins Skorsteinn Sementsverksmiðjunnar á Akranesi var felldur í dag en fylgst var með herlegheitunum í beinni á Vísi, í fréttinni má sjá myndband frá framkvæmdunum. 22. mars 2019 19:41 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Sjá meira
Jöfnuðu hótel Holiday Inn við Washington DC við jörðu Hótel Holiday Inn í Rosslyn í Virginíu, við jaðar bandarísku höfuðborgarinnar Washington DC, var jafnað við jörðu á sunnudaginn. 15. desember 2020 08:12
Navajo-stromparnir jafnaðir við jörðu Umhverfisverndarsinnar hrósuðu sigri á föstudag þegar strompar kolaverksmiðjunnar í Navajo voru jafnaðir við jörðu. Verksmiðjunni var endanlega lokað í nóvember á síðasta ári þegar síðustu birgðir kláruðust. 20. desember 2020 13:07
Myndband frá falli skorsteinsins Skorsteinn Sementsverksmiðjunnar á Akranesi var felldur í dag en fylgst var með herlegheitunum í beinni á Vísi, í fréttinni má sjá myndband frá framkvæmdunum. 22. mars 2019 19:41