Setja á fót nefnd til að rannsaka árásina á þinghúsið Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. febrúar 2021 23:35 Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar þingsins. Win McNamee/Getty Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur greint frá því að til standi að þingið komi á fót óháðri rannsóknarnefnd sem ætlað verður að kafa ofan í saumana á atburðarásinni í og við þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar síðastliðinn. Þá réðst æstur múgur inn í þinghúsið og fimm létust, þar af einn lögregluþjónn. Í bréfi til flokkssystkina sinna á þingi greindi Pelosi, sem er Demókrati, frá þessu og sagði að nefndin myndi rannsaka hvað væri satt og rétt um árásina, auk aðdragandans að henni. Áður hafði þingið skipað Russel L. Honoré, fyrrum liðsforingja innan Bandaríkjahers, til þess að leiða rannsókn á öryggismálum í þinghúsinu. Í bréfi sínu sagði Pelosi að út frá niðurstöðum þeirrar rannsóknar væri ljóst að kafa þyrfti dýpra til þess að leiða staðreyndirnar um atburði 6. janúar í ljós. Eins sagði hún rannsóknina sýna að bæta þyrfti í öryggisgæslu þingsins. Sekur en saklaus Á laugardag sýknaði öldungadeild þingsins Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, af ákæru um embættisbrot. Var honum gefið að sök að hafa valdið árásinni á þinghúsið, en markmið múgsins sem réðst á þingið var að koma í veg fyrir að sigur Joes Biden á Trump í forsetakosningunum sem fóru fram í nóvember yrði staðfestur. Þá virðist sem einhverjir árásarmannanna hafi viljað finna Mike Pence varaforseta, auk þingmanna, og meiða þá eða jafnvel drepa. Trump var sýknaður í öldungadeildinni, en 57 af hundrað þingmönnum þar greiddu atkvæði með því að sakfella hann. Hins vegar hefðu tíu þingmenn til viðbótar þurft að gera það svo sakfelling næði fram að ganga. Allir fimmtíu demókratar vildu sakfella, auk sjö repúblikana. Einhverjir þeirra Repúblikana sem greiddu atkvæði með sýknu reyndu engu að síður að halda því fram að forsetinn bæri ábyrgð, þrátt fyrir að hafa ekki viljað sakfella hann í þinginu. Þeirra á meðal er Mitch McConnell, þingmaður frá Kentucky og leiðtogi Repúblikana í öldungadeild. Hefur sú afstaða, að ætla að kenna Trump um árásina eftir að hafa greitt atkvæði með sýknu, mætt gagnrýni Demókrata. „Það var valdeflandi að heyra 57 atkvæði með sakfellingu, en svo var furðulegt að heyra og sjá Mitch McConnell standa upp og segja „ekki sekur“ og svo, nokkrum mínútum síðar, standa upp aftur og segja forsetann sekan um allt saman,“ hefur AP-eftir Madeleine Dean, fulltrúadeildarþingmanni Demókrata. „Sagan mun minnast þessa yfirlýsingar þegar hann talaði tungum tveim,“ sagði Dean. Málinu ekki lokið Auk þess að segjast telja forsetann alfarið ábyrgan fyrir gjörðum múgsins þann 6. janúar, sagði McConnell ekki loku fyrir það skotið að Trump yrði sóttur til saka fyrir venjulegum dómstól, sem öldungadeildin er ekki. Sjá einnig: Segir möguleika að Trump verði stefnt fyrir dóm þrátt fyrir sýknuna „„Þeir [árásarmennirnir] gerðu þetta vegna þess að valdamesti maður jarðar mataði ofan í þá fáránlegum lygum. Hann hafði tapað kosningunum. Gjörðir Trumps fyrrverandi forseta áður en áraásin var gerð var skammarleg vanræksla á skyldum hans,“ sagði McConnell á laugardag. Þar vísaði McConnell til þrálátra samsæriskenninga Trumps um víðtækt kosningasvindl sem, að hans mati, væri ástæða þess að hann tapaði kosningunum fyrir Biden. Hvorki Trump né öðrum úr hans herbúðum hefur tekist að færa sönnur á þær staðhæfingar, hvorki fyrir dómi né annars staðar. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Tengdar fréttir Trump-lestin rúllar áfram en þingmenn vilja frekari rannsóknir Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sem var sýknaður af ákæru um embættisbrot um helgina, er enn með sterkt tak á Repúblikanaflokknum þó hann komi ekki óskaddaður frá málinu. 15. febrúar 2021 11:05 Sýkna Trumps áminning um að lýðræðið er brothætt Joe Biden Bandaríkjaforseti segir að sýkna Donalds Trumps, fyrrverandi forseta, í ákæru um embættisbrot sé áminning um að lýðræði sé brothætt. Hann segir að þrátt fyrir sýknuna sé alvarleiki málsins ekki deiluefni. 14. febrúar 2021 13:29 Segir möguleika að Trump verði stefnt fyrir dóm þrátt fyrir sýknuna Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, sagði í kvöld að Donald Trump fyrrverandi forseti sé ábyrgur fyrir árásinni sem gerð var á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar. 13. febrúar 2021 22:39 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Í bréfi til flokkssystkina sinna á þingi greindi Pelosi, sem er Demókrati, frá þessu og sagði að nefndin myndi rannsaka hvað væri satt og rétt um árásina, auk aðdragandans að henni. Áður hafði þingið skipað Russel L. Honoré, fyrrum liðsforingja innan Bandaríkjahers, til þess að leiða rannsókn á öryggismálum í þinghúsinu. Í bréfi sínu sagði Pelosi að út frá niðurstöðum þeirrar rannsóknar væri ljóst að kafa þyrfti dýpra til þess að leiða staðreyndirnar um atburði 6. janúar í ljós. Eins sagði hún rannsóknina sýna að bæta þyrfti í öryggisgæslu þingsins. Sekur en saklaus Á laugardag sýknaði öldungadeild þingsins Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, af ákæru um embættisbrot. Var honum gefið að sök að hafa valdið árásinni á þinghúsið, en markmið múgsins sem réðst á þingið var að koma í veg fyrir að sigur Joes Biden á Trump í forsetakosningunum sem fóru fram í nóvember yrði staðfestur. Þá virðist sem einhverjir árásarmannanna hafi viljað finna Mike Pence varaforseta, auk þingmanna, og meiða þá eða jafnvel drepa. Trump var sýknaður í öldungadeildinni, en 57 af hundrað þingmönnum þar greiddu atkvæði með því að sakfella hann. Hins vegar hefðu tíu þingmenn til viðbótar þurft að gera það svo sakfelling næði fram að ganga. Allir fimmtíu demókratar vildu sakfella, auk sjö repúblikana. Einhverjir þeirra Repúblikana sem greiddu atkvæði með sýknu reyndu engu að síður að halda því fram að forsetinn bæri ábyrgð, þrátt fyrir að hafa ekki viljað sakfella hann í þinginu. Þeirra á meðal er Mitch McConnell, þingmaður frá Kentucky og leiðtogi Repúblikana í öldungadeild. Hefur sú afstaða, að ætla að kenna Trump um árásina eftir að hafa greitt atkvæði með sýknu, mætt gagnrýni Demókrata. „Það var valdeflandi að heyra 57 atkvæði með sakfellingu, en svo var furðulegt að heyra og sjá Mitch McConnell standa upp og segja „ekki sekur“ og svo, nokkrum mínútum síðar, standa upp aftur og segja forsetann sekan um allt saman,“ hefur AP-eftir Madeleine Dean, fulltrúadeildarþingmanni Demókrata. „Sagan mun minnast þessa yfirlýsingar þegar hann talaði tungum tveim,“ sagði Dean. Málinu ekki lokið Auk þess að segjast telja forsetann alfarið ábyrgan fyrir gjörðum múgsins þann 6. janúar, sagði McConnell ekki loku fyrir það skotið að Trump yrði sóttur til saka fyrir venjulegum dómstól, sem öldungadeildin er ekki. Sjá einnig: Segir möguleika að Trump verði stefnt fyrir dóm þrátt fyrir sýknuna „„Þeir [árásarmennirnir] gerðu þetta vegna þess að valdamesti maður jarðar mataði ofan í þá fáránlegum lygum. Hann hafði tapað kosningunum. Gjörðir Trumps fyrrverandi forseta áður en áraásin var gerð var skammarleg vanræksla á skyldum hans,“ sagði McConnell á laugardag. Þar vísaði McConnell til þrálátra samsæriskenninga Trumps um víðtækt kosningasvindl sem, að hans mati, væri ástæða þess að hann tapaði kosningunum fyrir Biden. Hvorki Trump né öðrum úr hans herbúðum hefur tekist að færa sönnur á þær staðhæfingar, hvorki fyrir dómi né annars staðar.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Tengdar fréttir Trump-lestin rúllar áfram en þingmenn vilja frekari rannsóknir Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sem var sýknaður af ákæru um embættisbrot um helgina, er enn með sterkt tak á Repúblikanaflokknum þó hann komi ekki óskaddaður frá málinu. 15. febrúar 2021 11:05 Sýkna Trumps áminning um að lýðræðið er brothætt Joe Biden Bandaríkjaforseti segir að sýkna Donalds Trumps, fyrrverandi forseta, í ákæru um embættisbrot sé áminning um að lýðræði sé brothætt. Hann segir að þrátt fyrir sýknuna sé alvarleiki málsins ekki deiluefni. 14. febrúar 2021 13:29 Segir möguleika að Trump verði stefnt fyrir dóm þrátt fyrir sýknuna Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, sagði í kvöld að Donald Trump fyrrverandi forseti sé ábyrgur fyrir árásinni sem gerð var á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar. 13. febrúar 2021 22:39 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Trump-lestin rúllar áfram en þingmenn vilja frekari rannsóknir Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sem var sýknaður af ákæru um embættisbrot um helgina, er enn með sterkt tak á Repúblikanaflokknum þó hann komi ekki óskaddaður frá málinu. 15. febrúar 2021 11:05
Sýkna Trumps áminning um að lýðræðið er brothætt Joe Biden Bandaríkjaforseti segir að sýkna Donalds Trumps, fyrrverandi forseta, í ákæru um embættisbrot sé áminning um að lýðræði sé brothætt. Hann segir að þrátt fyrir sýknuna sé alvarleiki málsins ekki deiluefni. 14. febrúar 2021 13:29
Segir möguleika að Trump verði stefnt fyrir dóm þrátt fyrir sýknuna Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, sagði í kvöld að Donald Trump fyrrverandi forseti sé ábyrgur fyrir árásinni sem gerð var á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar. 13. febrúar 2021 22:39