Fyrirsjáanlegur skortur á nýjum íbúðum og verðhækkanir í kortunum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 10. febrúar 2021 19:33 Húsnæðis-og mannvirkjastofnun, Samtök iðnaðarins og Félag fasteignasala segja brýnt að auka byggingarframkvæmdir ella sé hætta á talsverðum hækkunum á fasteignaverði. Met var slegið í veltu á fasteignamarkaði á síðasta ári. Aðeins árið 2007 voru fleiri kaupsamningar gerðir en á síðasta ári. Þetta kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu húsnæðis-og mannvirkjastofnunar. Ekki sé útilokað að fasteignaverð geti hækkað enn meira vegna þess að mikið hafi dregið úr framboði eigna. Karlotta Halldórsdóttir sérfræðingur hjá hagdeild Húsnæðis-og mannvirkjastofnunar segir að ef framboð á nýbyggingum taki ekki mikið við sér á næstunni sé áframhaldandi þrýstingur á húsnæðisverð. „Það var mikill samdráttur á nýbyggingum á fyrstu byggingastigum sem þýðir að það verður ekki nægt framboð á markaðnum. Við teljum að það þurfi að byggja um 3.000 nýjar íbúðir á landinu á hverju ári næstu tíu ár. En nú eru aðeins 2.300 byggingar á fyrstu stigum,“ segir Karlotta. Lítið framboð framundan Kjartan Hallgeirsson formaður félags Fasteignasala er á sömu skoðun. „Það er alltaf þannig þegar það er meiri eftirspurn en framboð þá leiðir það til þess að fasteignaverð hækkar. Það kemur ekki á óvart að það komi fram í spánni. Staðan er auðvitað sú að það hefur alltaf verið annað hvort til of mikið af eignum eða of lítið. Núna er staðan sú að það er lítið framboð framundan en ekki kannski næstu misserin þannig að tímabundið getum við horft fram á það að það verði einhver vöntun á markaðnum sem þrýstir á verð en svo ætti það að jafna sig sig á næsta og þarnæsta ári,“ segir Kjartan. Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir brýnt að bregðast við. „Ef það verður ekki gert núna er hætt við því að við lendum í verulegum vandræðum að nokkrum árum liðnum. Vegna þess að ef framboð íbúða mun ekki aukast þá getur stefnt í óefni á fasteignamarkaði,“ segir Sigurður. Brýnt að stjórnvöld og einkageirinn vinni saman Sigurður segir að opinberir aðilar og einkageirinn þurfi að vinna saman að þessum málum. „Það þurfa allir aðilar að koma að lausn vandans, stjórnvöld þegar kemur að regluverki og yfirsýn, sveitarfélög hafa í hendi sér hvað mikið er byggt og hvar. Þar þarf að breyta ferlum og menningu í einhverjum tilvikum og einkageirinn sjálfur þarf að gera það sem hann getur til að hraða uppbyggingunni,“ segir Sigurður, Karlotta hjá Húsnæðis-og mannvirkjastofnun segir stofnunina vinna í þessa átt. „Við hjá Húsnæðis-og mannvirkjastofnun viljum gjarnan samræma þessa hluti betur og höfum til dæmis þegar rætt við sveitarfélögin. Við viljum vinna að meira jafnvægi á þessum markaði,“ segir hún. Húsnæðismál Fjármál heimilisins Íslenskir bankar Lífeyrissjóðir Fasteignamarkaður Mest lesið Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Viðskipti innlent Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Sjá meira
Aðeins árið 2007 voru fleiri kaupsamningar gerðir en á síðasta ári. Þetta kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu húsnæðis-og mannvirkjastofnunar. Ekki sé útilokað að fasteignaverð geti hækkað enn meira vegna þess að mikið hafi dregið úr framboði eigna. Karlotta Halldórsdóttir sérfræðingur hjá hagdeild Húsnæðis-og mannvirkjastofnunar segir að ef framboð á nýbyggingum taki ekki mikið við sér á næstunni sé áframhaldandi þrýstingur á húsnæðisverð. „Það var mikill samdráttur á nýbyggingum á fyrstu byggingastigum sem þýðir að það verður ekki nægt framboð á markaðnum. Við teljum að það þurfi að byggja um 3.000 nýjar íbúðir á landinu á hverju ári næstu tíu ár. En nú eru aðeins 2.300 byggingar á fyrstu stigum,“ segir Karlotta. Lítið framboð framundan Kjartan Hallgeirsson formaður félags Fasteignasala er á sömu skoðun. „Það er alltaf þannig þegar það er meiri eftirspurn en framboð þá leiðir það til þess að fasteignaverð hækkar. Það kemur ekki á óvart að það komi fram í spánni. Staðan er auðvitað sú að það hefur alltaf verið annað hvort til of mikið af eignum eða of lítið. Núna er staðan sú að það er lítið framboð framundan en ekki kannski næstu misserin þannig að tímabundið getum við horft fram á það að það verði einhver vöntun á markaðnum sem þrýstir á verð en svo ætti það að jafna sig sig á næsta og þarnæsta ári,“ segir Kjartan. Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir brýnt að bregðast við. „Ef það verður ekki gert núna er hætt við því að við lendum í verulegum vandræðum að nokkrum árum liðnum. Vegna þess að ef framboð íbúða mun ekki aukast þá getur stefnt í óefni á fasteignamarkaði,“ segir Sigurður. Brýnt að stjórnvöld og einkageirinn vinni saman Sigurður segir að opinberir aðilar og einkageirinn þurfi að vinna saman að þessum málum. „Það þurfa allir aðilar að koma að lausn vandans, stjórnvöld þegar kemur að regluverki og yfirsýn, sveitarfélög hafa í hendi sér hvað mikið er byggt og hvar. Þar þarf að breyta ferlum og menningu í einhverjum tilvikum og einkageirinn sjálfur þarf að gera það sem hann getur til að hraða uppbyggingunni,“ segir Sigurður, Karlotta hjá Húsnæðis-og mannvirkjastofnun segir stofnunina vinna í þessa átt. „Við hjá Húsnæðis-og mannvirkjastofnun viljum gjarnan samræma þessa hluti betur og höfum til dæmis þegar rætt við sveitarfélögin. Við viljum vinna að meira jafnvægi á þessum markaði,“ segir hún.
Húsnæðismál Fjármál heimilisins Íslenskir bankar Lífeyrissjóðir Fasteignamarkaður Mest lesið Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Viðskipti innlent Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Sjá meira