„Gerði mér ekki neinar vonir um að við værum að ná samningum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. febrúar 2021 08:55 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, eftir fundinn með Pfizer í gær. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, kveðst ekki hafa gert sér neinar vonir fyrir fundinn með Pfizer í gær um að verið væri að ná samningum. Það var því ekkert sem kom honum á óvart þannig á fundinum. Þetta kom fram í viðtali við Þórólf í Brennslunni á FM957 í morgun en eins og greint var frá í gær eru mjög litlar líkur á því að það verði af rannsóknarverkefni Pfizer á bóluefni fyrirtækisins gegn Covid-19 hér á landi líkt og vonir voru bundnar við. Þórólfur sagði þessa niðurstöðu vissulega vonbrigði. Aðspurður hvort Íslendingar gætu ekki bara sjálfum sér um kennt með allar þessar kjaftasögur um samninginn tók hann undir það. „Jú, algjörlega. Menn voru búnir að spenna þetta alltof mikið upp og búa til alltof mikið í kringum þetta sem ekki var nokkur fótur fyrir og ég var nú að reyna að slá á þetta eins og hægt var en þetta var komið bara algjörlega út í móa. Þannig að auðvitað voru þeir vonsviknir sem voru búnir að spenna þetta mikið upp. Auðvitað voru þetta ákveðin vonbrigði, ég neita því ekkert. Við vorum búin að leggja til ákveðin rök fyrir því að það væri nauðsynlegt að rannsaka ákveðna hluti sem við hefðum vel getað gert. En Pfizer leit svolítið öðruvísi á það og þá einkum með tilliti til þess að við værum með svo lítið af smiti innanlands að það myndi ekki svara öllum þeim spurningum sem þeir höfðu áhuga á þannig að þannig fór það bara. Þeir eru svo sem ekki búnir að gefa endanlegt svar á þetta en það var alveg augljóst á viðræðunum að ég held að það séu afar litlar líkur á því að það verði eitthvað af þessu,“ sagði Þórólfur. Hann sagðist meta líkurnar á samningi það litlar að fyrir honum væri þetta búið mál. Spurður út í hvort hann hefði verið bjartsýnn fyrir fundinn í gær um að verið væri að ná samningum svaraði hann neitandi. „Nei, nei, ég gerði mér ekki neinar vonir um að við værum að ná samningum. Ég gerði fastlega vonir um að við myndum ræða málin, sjá hvað þeir segðu og það gat svo sem verið hvernig sem var. Það var ekkert þar sem kom mér á óvart þannig.“ En áttuðu þeir hjá Pfizer sig á því bara í gær eða fyrradag að hér væri lítið um smit? „Nei, við byrjuðum að ræða við þá um miðjan desember og þá voru smitin hér 20 til 25 á dag. Við höfum ekkert verið í miklum samskiptum við þá, við höfum haldið tvo fundi með þeim og síðan höfum við skipst á nokkrum emailum og með bolta á milli. Það er búið að líða dálítið langur tími síðan þá, næstum því tveir mánuðir síðan það var,“ sagði Þórólfur. Hann kveðst ekki hafa áhyggjur af því að fólk sé svo vonsvikið að það fari nú bara að slaka meira á og verði fúll á móti. „Nei, það held ég ekki. Við erum vön alls konar áföllum. Við erum alltaf að tapa í íþróttum, við erum svekkt í einn tvo daga og svo höldum við bara áfram. Svona gengur þetta bara og við erum vön því. Auðvitað eru menn svekktir en ég bið menn bara að láta það ekki sitja í sér of lengi. Það er allt í lagi að vera svekktur í nokkra daga en við þurfum áfram að passa okkur á sóttvörnunum því annars fáum við þetta bara í bakið aftur og það er ennþá verra. Síðan bara tökum við gleði okkar aftur og höldum áfram,“ sagði Þórólfur í Brennslunni í morgun en hlusta má á viðtalið við hann í heild í spilaranum hér fyrir ofan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Innlent Fleiri fréttir Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira
Þetta kom fram í viðtali við Þórólf í Brennslunni á FM957 í morgun en eins og greint var frá í gær eru mjög litlar líkur á því að það verði af rannsóknarverkefni Pfizer á bóluefni fyrirtækisins gegn Covid-19 hér á landi líkt og vonir voru bundnar við. Þórólfur sagði þessa niðurstöðu vissulega vonbrigði. Aðspurður hvort Íslendingar gætu ekki bara sjálfum sér um kennt með allar þessar kjaftasögur um samninginn tók hann undir það. „Jú, algjörlega. Menn voru búnir að spenna þetta alltof mikið upp og búa til alltof mikið í kringum þetta sem ekki var nokkur fótur fyrir og ég var nú að reyna að slá á þetta eins og hægt var en þetta var komið bara algjörlega út í móa. Þannig að auðvitað voru þeir vonsviknir sem voru búnir að spenna þetta mikið upp. Auðvitað voru þetta ákveðin vonbrigði, ég neita því ekkert. Við vorum búin að leggja til ákveðin rök fyrir því að það væri nauðsynlegt að rannsaka ákveðna hluti sem við hefðum vel getað gert. En Pfizer leit svolítið öðruvísi á það og þá einkum með tilliti til þess að við værum með svo lítið af smiti innanlands að það myndi ekki svara öllum þeim spurningum sem þeir höfðu áhuga á þannig að þannig fór það bara. Þeir eru svo sem ekki búnir að gefa endanlegt svar á þetta en það var alveg augljóst á viðræðunum að ég held að það séu afar litlar líkur á því að það verði eitthvað af þessu,“ sagði Þórólfur. Hann sagðist meta líkurnar á samningi það litlar að fyrir honum væri þetta búið mál. Spurður út í hvort hann hefði verið bjartsýnn fyrir fundinn í gær um að verið væri að ná samningum svaraði hann neitandi. „Nei, nei, ég gerði mér ekki neinar vonir um að við værum að ná samningum. Ég gerði fastlega vonir um að við myndum ræða málin, sjá hvað þeir segðu og það gat svo sem verið hvernig sem var. Það var ekkert þar sem kom mér á óvart þannig.“ En áttuðu þeir hjá Pfizer sig á því bara í gær eða fyrradag að hér væri lítið um smit? „Nei, við byrjuðum að ræða við þá um miðjan desember og þá voru smitin hér 20 til 25 á dag. Við höfum ekkert verið í miklum samskiptum við þá, við höfum haldið tvo fundi með þeim og síðan höfum við skipst á nokkrum emailum og með bolta á milli. Það er búið að líða dálítið langur tími síðan þá, næstum því tveir mánuðir síðan það var,“ sagði Þórólfur. Hann kveðst ekki hafa áhyggjur af því að fólk sé svo vonsvikið að það fari nú bara að slaka meira á og verði fúll á móti. „Nei, það held ég ekki. Við erum vön alls konar áföllum. Við erum alltaf að tapa í íþróttum, við erum svekkt í einn tvo daga og svo höldum við bara áfram. Svona gengur þetta bara og við erum vön því. Auðvitað eru menn svekktir en ég bið menn bara að láta það ekki sitja í sér of lengi. Það er allt í lagi að vera svekktur í nokkra daga en við þurfum áfram að passa okkur á sóttvörnunum því annars fáum við þetta bara í bakið aftur og það er ennþá verra. Síðan bara tökum við gleði okkar aftur og höldum áfram,“ sagði Þórólfur í Brennslunni í morgun en hlusta má á viðtalið við hann í heild í spilaranum hér fyrir ofan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Innlent Fleiri fréttir Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent