Katrín Tanja: Þú á móti þér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. febrúar 2021 08:30 Katrín Tanja Davíðsdóttir á verðlaunapallinum á síðustu heimsleikum. Instagram/@crossfitgames Það þarf rétta hugarfarið til að njóta þess að keppa þegar ljósin eru skærust. Ein af þeim sem er með það á hreinu er íslenska CrossFit stjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir. Katrín Tanja hefur lengi haft það markmið að gefa allt sitt í það sem hún tekur sér fyrir hendur. Jákvæðni og drífandi hugarfar hefur skilað Katrínu tveimur heimsmeistaratitlum og fjórum sinnum á verðlaunapall á heimsleikunum í CrossFit. Orð Katrínar Tönju í nýjasta pistli hennar þurfa ekki að koma neinum á óvart sem þekkja til hennar en eru um leið gott innlegg fyrir íþróttafólk sem vill læra af CrossFit konunni sem fagnaði ein því þegar ein greinin á síðustu heimsleikum var tvöfölduð í miðjum klíðum. Katrín Tanja fagnaði áskoruninni og stakka alla hinar stelpurnar af á meðan þær sem héldu að þær væru búnar drógust aftur úr og áttu engin svör við karakter íslensku dótturinnar. „Það er ekkert eins og það að keppa undir skæru ljósunum ... að stilla þér upp við hlið þinna helstu keppinauta, heyra áhorfendurna öskra og finna alla orkuna renna um líkamann sem um leið færir þér tilfinninguna að þú gert allt,“ skrifaði Katrín Tanja í pistli sínum. „Vinnan sem skilar þér á þennan stað er sú vinna sem þú leggur á þig hina 360/365 daga ársins. Þú leggur grunninn að þessu á löngu dögunum, í erfiðu æfingunum og oftast þegar enginn er að horfa. Það gerist í dag. Það sem er svalast við það er að það snýst um þig á móti þér,“ skrifaði Katrín eða „YOU vs YOU“ eins og hún orðar það á ensku. „Ég verð alltaf minn aðalkeppinautur. Það er aðeins ég sem mun vita það hvort að ég sé í alvörunni að gera allt sem ég get á hverjum degi. Það eru bara björtu ljósin sem sýna fram á alla þessa vinnu,“ skrifaði Katrín. „Vertu besta útgáfan af sjálfum þér. Þín vinna mun þá skína á hárréttum tíma,“ skrifaði Katrín Tanja í pistli sínum sem má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) CrossFit Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira
Katrín Tanja hefur lengi haft það markmið að gefa allt sitt í það sem hún tekur sér fyrir hendur. Jákvæðni og drífandi hugarfar hefur skilað Katrínu tveimur heimsmeistaratitlum og fjórum sinnum á verðlaunapall á heimsleikunum í CrossFit. Orð Katrínar Tönju í nýjasta pistli hennar þurfa ekki að koma neinum á óvart sem þekkja til hennar en eru um leið gott innlegg fyrir íþróttafólk sem vill læra af CrossFit konunni sem fagnaði ein því þegar ein greinin á síðustu heimsleikum var tvöfölduð í miðjum klíðum. Katrín Tanja fagnaði áskoruninni og stakka alla hinar stelpurnar af á meðan þær sem héldu að þær væru búnar drógust aftur úr og áttu engin svör við karakter íslensku dótturinnar. „Það er ekkert eins og það að keppa undir skæru ljósunum ... að stilla þér upp við hlið þinna helstu keppinauta, heyra áhorfendurna öskra og finna alla orkuna renna um líkamann sem um leið færir þér tilfinninguna að þú gert allt,“ skrifaði Katrín Tanja í pistli sínum. „Vinnan sem skilar þér á þennan stað er sú vinna sem þú leggur á þig hina 360/365 daga ársins. Þú leggur grunninn að þessu á löngu dögunum, í erfiðu æfingunum og oftast þegar enginn er að horfa. Það gerist í dag. Það sem er svalast við það er að það snýst um þig á móti þér,“ skrifaði Katrín eða „YOU vs YOU“ eins og hún orðar það á ensku. „Ég verð alltaf minn aðalkeppinautur. Það er aðeins ég sem mun vita það hvort að ég sé í alvörunni að gera allt sem ég get á hverjum degi. Það eru bara björtu ljósin sem sýna fram á alla þessa vinnu,“ skrifaði Katrín. „Vertu besta útgáfan af sjálfum þér. Þín vinna mun þá skína á hárréttum tíma,“ skrifaði Katrín Tanja í pistli sínum sem má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja)
CrossFit Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram KR á toppinn Uppgjörið: Grindavík - Haukar 92-93 | Fullkomin jólagjöf Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira