Hverfandi líkur á því að af samstarfi við Pfizer verði Kolbeinn Tumi Daðason, Eiður Þór Árnason og Birgir Olgeirsson skrifa 9. febrúar 2021 17:07 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir að loknum fundi í dag. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir hverfandi líkur á því að af rannsóknarverkefni í samstarfi við Pfizer verði. Þetta sagði Þórólfur við fréttastofu að loknum fundi Þórólfs, Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, og Más Kristjánssonar, yfirlæknis smitsjúkdómadeildar Landspítalans með fulltrúum Pfizer. Fundurinn hófst klukkan 16 og er nýlokið. „Ég myndi segja það að það séu mjög litlar líkur á því að það verði af þessu, það er ekki búið að slá það alveg út af borðinu en það eru svona hverfandi líkur finnst mér,“ sagði Þórólfur í samtali við fréttastofu rétt eftir fundinn. Hann sagði málin hafa verið rædd á fundinum en að engin samningsdrög liggi fyrir. Hann gat ekki svaraði því hvort eitthvað ákveðið atriði hafi sett strik í reikninginn. Fórnarlömb eigin árangurs Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að ástæðan fyrir áhugaleysi lyfjaframleiðandans sé að tilfelli Covid-19 á Íslandi séu einfaldlega ekki nægjanlega mörg. Hann á ekki von á því að farið verði í viðræður við önnur lyfjafyrirtæki enda myndu sömu röksemdir blasa við, sem erfitt sé að andmæla. „Við erum fórnarlamb eigin árangurs,“ segir Kári. „Ef við hefðum verið með svona tuttugu tilfelli á dag þá hefði þetta gengið.“ Var aldrei í hendi „Ég er búinn að segja það allan tímann, annað hvort gengur þetta eða gengur ekki. Það hefur ekki verið neinn samningur eða samningsdrög á borðinu þrátt fyrir allar þessar sögur. Við vorum bara að ræða málin og við eigum bara eftir að skýra betur frá þessu á næstunni,“ sagði Þórólfur. Vonast var til að svonefnd fjórða fasa rannsókn Pfizer gæti tryggt þorra Íslendinga skammta af bóluefni Pfizer og BioNTech gegn Covid-19 á næstu misserum. Mikil eftirvænting hefur verið eftir niðurstöðu samningaviðræðna. Fyrst var greint frá því skömmu fyrir jól að Kári og Þórólfur væru í viðræðum við Pfizer og fleiri lyfjaframleiðendur um að slík rannsókn færi fram hér á landi. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Kári, Már og Þórólfur funda með Pfizer klukkan 16 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir funda með vísindamönnum frá lyfjafyrirtækinu Pfizer klukkan 16 í dag. 9. febrúar 2021 15:16 Upplýst umræða um Pfizer rannsóknina verði að fara fram Þrír prófessorar og tveir dósentar í heimspeki kalla eftir upplýsingum frá sóttvarnayfirvöldum um mögulega fjórða fasa rannsókn Pfizer hér á landi. Aðeins þannig geti upplýst samfélagsumræða farið fram sem sé afar mikilvæg í tengslum við rannsókn af slíkri stærðargráðu og raun ber vitni. 9. febrúar 2021 12:32 Býst ekki við blaðamannafundi eftir fundinn með Pfizer Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að íslenskir vísindamenn muni funda með Pfizer í dag um mögulega fjórða fasa rannsókn lyfjafyrirtækisins hér á landi á bóluefni þess gegn Covid-19. 9. febrúar 2021 08:51 Segir Kára ekki hafa átt frumkvæði að viðræðum við Pfizer Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að hann hafi sjálfur viðrað þá hugmynd við bóluefnaframleiðandann Pfizer að Ísland verði rannsóknarsetur fyrir fjórða fasa rannsókn á bóluefninu. Það hafi ekki verið Kári Stefánsson sem hafi fyrstur haft samband við Pfizer hvað þetta varðar. 24. desember 2020 11:37 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Sjá meira
„Ég myndi segja það að það séu mjög litlar líkur á því að það verði af þessu, það er ekki búið að slá það alveg út af borðinu en það eru svona hverfandi líkur finnst mér,“ sagði Þórólfur í samtali við fréttastofu rétt eftir fundinn. Hann sagði málin hafa verið rædd á fundinum en að engin samningsdrög liggi fyrir. Hann gat ekki svaraði því hvort eitthvað ákveðið atriði hafi sett strik í reikninginn. Fórnarlömb eigin árangurs Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að ástæðan fyrir áhugaleysi lyfjaframleiðandans sé að tilfelli Covid-19 á Íslandi séu einfaldlega ekki nægjanlega mörg. Hann á ekki von á því að farið verði í viðræður við önnur lyfjafyrirtæki enda myndu sömu röksemdir blasa við, sem erfitt sé að andmæla. „Við erum fórnarlamb eigin árangurs,“ segir Kári. „Ef við hefðum verið með svona tuttugu tilfelli á dag þá hefði þetta gengið.“ Var aldrei í hendi „Ég er búinn að segja það allan tímann, annað hvort gengur þetta eða gengur ekki. Það hefur ekki verið neinn samningur eða samningsdrög á borðinu þrátt fyrir allar þessar sögur. Við vorum bara að ræða málin og við eigum bara eftir að skýra betur frá þessu á næstunni,“ sagði Þórólfur. Vonast var til að svonefnd fjórða fasa rannsókn Pfizer gæti tryggt þorra Íslendinga skammta af bóluefni Pfizer og BioNTech gegn Covid-19 á næstu misserum. Mikil eftirvænting hefur verið eftir niðurstöðu samningaviðræðna. Fyrst var greint frá því skömmu fyrir jól að Kári og Þórólfur væru í viðræðum við Pfizer og fleiri lyfjaframleiðendur um að slík rannsókn færi fram hér á landi. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Kári, Már og Þórólfur funda með Pfizer klukkan 16 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir funda með vísindamönnum frá lyfjafyrirtækinu Pfizer klukkan 16 í dag. 9. febrúar 2021 15:16 Upplýst umræða um Pfizer rannsóknina verði að fara fram Þrír prófessorar og tveir dósentar í heimspeki kalla eftir upplýsingum frá sóttvarnayfirvöldum um mögulega fjórða fasa rannsókn Pfizer hér á landi. Aðeins þannig geti upplýst samfélagsumræða farið fram sem sé afar mikilvæg í tengslum við rannsókn af slíkri stærðargráðu og raun ber vitni. 9. febrúar 2021 12:32 Býst ekki við blaðamannafundi eftir fundinn með Pfizer Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að íslenskir vísindamenn muni funda með Pfizer í dag um mögulega fjórða fasa rannsókn lyfjafyrirtækisins hér á landi á bóluefni þess gegn Covid-19. 9. febrúar 2021 08:51 Segir Kára ekki hafa átt frumkvæði að viðræðum við Pfizer Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að hann hafi sjálfur viðrað þá hugmynd við bóluefnaframleiðandann Pfizer að Ísland verði rannsóknarsetur fyrir fjórða fasa rannsókn á bóluefninu. Það hafi ekki verið Kári Stefánsson sem hafi fyrstur haft samband við Pfizer hvað þetta varðar. 24. desember 2020 11:37 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Sjá meira
Kári, Már og Þórólfur funda með Pfizer klukkan 16 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir funda með vísindamönnum frá lyfjafyrirtækinu Pfizer klukkan 16 í dag. 9. febrúar 2021 15:16
Upplýst umræða um Pfizer rannsóknina verði að fara fram Þrír prófessorar og tveir dósentar í heimspeki kalla eftir upplýsingum frá sóttvarnayfirvöldum um mögulega fjórða fasa rannsókn Pfizer hér á landi. Aðeins þannig geti upplýst samfélagsumræða farið fram sem sé afar mikilvæg í tengslum við rannsókn af slíkri stærðargráðu og raun ber vitni. 9. febrúar 2021 12:32
Býst ekki við blaðamannafundi eftir fundinn með Pfizer Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að íslenskir vísindamenn muni funda með Pfizer í dag um mögulega fjórða fasa rannsókn lyfjafyrirtækisins hér á landi á bóluefni þess gegn Covid-19. 9. febrúar 2021 08:51
Segir Kára ekki hafa átt frumkvæði að viðræðum við Pfizer Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að hann hafi sjálfur viðrað þá hugmynd við bóluefnaframleiðandann Pfizer að Ísland verði rannsóknarsetur fyrir fjórða fasa rannsókn á bóluefninu. Það hafi ekki verið Kári Stefánsson sem hafi fyrstur haft samband við Pfizer hvað þetta varðar. 24. desember 2020 11:37
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði