Með fullt hús fjár Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 9. febrúar 2021 11:31 Ég er alin upp í sveit þar sem stundaður hefur verið sauðfjárbúskapur kynslóð fram af kynslóð. Foreldrar mínir eru þriðja kynslóðin sem heldur búið og hafa gert allt sitt vinnulíf, samhliða annarri vinnu líkt og þær tvær sem á undan voru. Í þá gömlu og góðu daga... Þó svo að þarna taki kynslóð við kynslóð, höfum við upplifað byltingu í starfsumhverfi sauðfjárbænda. Ég man sjálf þann tíma þegar sveitirnar fylltust af ungu og kappsömu fólki á vorin. Þau voru mætt til að taka til hendinni, því handtök bóndans voru mörg og sveitastörfin eftirsóknarverð. Veruleiki dagsins í dag er annar. Tækninni fleygir fram til sveita líkt og annar staðar. Tæki og tól hafa orðið bæði stærri og tæknivæddari en vinsældir sveitastarfanna hafa að sama skapi dvínað. Það er minna um rómantískar stundir úti í mildu sumarkvöldi á háannatíma heyskapar. Foreldrum mínum er tíðrætt um fjárans afkomuna. Hvað búskapurinn skilji eftir sig, gefi af sér. Hvernig hann hafi tryggt framfærslu fjölskyldunnar yfirleitt. En áfram gakk. Um þetta hefur þeim verið tíðrætt frá því að við vorum fimm manna fjölskylda og til dagsins í dag nú þegar foreldrar mínir sitja ein eftir í kotinu með fullt hús fjár. Fjár í merkingu bústofnar allt svo, svo ég valdi nú engum misskilningi hér. Raunverulega staðan Ég lék mér að því eina kvöldstund að teikna upp reksturinn á sambærilegu búi og ég er alin upp á. Tíndi til alla innkomu sem saman stendur af greiðslu frá ríki sem tekur mið af fjölda fjár, ærgilda og auðvitað gæðastýringar. Allt telur og allt gefur einhvern aur. Í formi beingreiðslna. Bú með um 400 ær skilar af sér um 8 tonn af kjöti ár hvert. Það er afurðin sem skapar innkomuna, lífsviðurværið og framfærsluna. Fyrir það greiðir afurðastöðin sem skipt er við um 4 milljónir. Stuðningur ríkisins í formi beingreiðslna eru svo rétt rúmlega 4 milljónir. Við þetta bætast greiðslur fyrir ull og túnhirðu upp á rúmlega hálfa milljón. Heilt yfir gefur býlið um 9 milljónir á ári, með dyggum stuðningi ríkis og afleiddu verði afurðastöðva. Þegar búið er að greiða allan rekstrarkostnað, þá standa eftir um 350 þúsund kr. á mánuði fyrir að reka 400 áa fjárbú. Kallast vart rekstur sem borgar sig. Þannig birtist blákaldur veruleikinn. Ríkisstyrkir og sala til afurðastöðva halda sauðfjárbændum markvisst rétt yfir atvinnuleysisbótum. Þá er ekki nema von að spurt sé hvert sé stefnt með því landbúnaðarkerfi sem við búum við í dag. Við höfum skapað landbúnaðarkerfi sem skilur lítið sem heitið getur eftir í vasa bóndans. Það er raunveruleiki sem við getum varla látið óáreittan og hljótum að vilja breyta. Þegar um þetta kerfi er staðinn vörður skyldi engan undra þó spurt sé í þágu hvers? Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Landbúnaður Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Ég er alin upp í sveit þar sem stundaður hefur verið sauðfjárbúskapur kynslóð fram af kynslóð. Foreldrar mínir eru þriðja kynslóðin sem heldur búið og hafa gert allt sitt vinnulíf, samhliða annarri vinnu líkt og þær tvær sem á undan voru. Í þá gömlu og góðu daga... Þó svo að þarna taki kynslóð við kynslóð, höfum við upplifað byltingu í starfsumhverfi sauðfjárbænda. Ég man sjálf þann tíma þegar sveitirnar fylltust af ungu og kappsömu fólki á vorin. Þau voru mætt til að taka til hendinni, því handtök bóndans voru mörg og sveitastörfin eftirsóknarverð. Veruleiki dagsins í dag er annar. Tækninni fleygir fram til sveita líkt og annar staðar. Tæki og tól hafa orðið bæði stærri og tæknivæddari en vinsældir sveitastarfanna hafa að sama skapi dvínað. Það er minna um rómantískar stundir úti í mildu sumarkvöldi á háannatíma heyskapar. Foreldrum mínum er tíðrætt um fjárans afkomuna. Hvað búskapurinn skilji eftir sig, gefi af sér. Hvernig hann hafi tryggt framfærslu fjölskyldunnar yfirleitt. En áfram gakk. Um þetta hefur þeim verið tíðrætt frá því að við vorum fimm manna fjölskylda og til dagsins í dag nú þegar foreldrar mínir sitja ein eftir í kotinu með fullt hús fjár. Fjár í merkingu bústofnar allt svo, svo ég valdi nú engum misskilningi hér. Raunverulega staðan Ég lék mér að því eina kvöldstund að teikna upp reksturinn á sambærilegu búi og ég er alin upp á. Tíndi til alla innkomu sem saman stendur af greiðslu frá ríki sem tekur mið af fjölda fjár, ærgilda og auðvitað gæðastýringar. Allt telur og allt gefur einhvern aur. Í formi beingreiðslna. Bú með um 400 ær skilar af sér um 8 tonn af kjöti ár hvert. Það er afurðin sem skapar innkomuna, lífsviðurværið og framfærsluna. Fyrir það greiðir afurðastöðin sem skipt er við um 4 milljónir. Stuðningur ríkisins í formi beingreiðslna eru svo rétt rúmlega 4 milljónir. Við þetta bætast greiðslur fyrir ull og túnhirðu upp á rúmlega hálfa milljón. Heilt yfir gefur býlið um 9 milljónir á ári, með dyggum stuðningi ríkis og afleiddu verði afurðastöðva. Þegar búið er að greiða allan rekstrarkostnað, þá standa eftir um 350 þúsund kr. á mánuði fyrir að reka 400 áa fjárbú. Kallast vart rekstur sem borgar sig. Þannig birtist blákaldur veruleikinn. Ríkisstyrkir og sala til afurðastöðva halda sauðfjárbændum markvisst rétt yfir atvinnuleysisbótum. Þá er ekki nema von að spurt sé hvert sé stefnt með því landbúnaðarkerfi sem við búum við í dag. Við höfum skapað landbúnaðarkerfi sem skilur lítið sem heitið getur eftir í vasa bóndans. Það er raunveruleiki sem við getum varla látið óáreittan og hljótum að vilja breyta. Þegar um þetta kerfi er staðinn vörður skyldi engan undra þó spurt sé í þágu hvers? Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun