Landsréttur neitar að viðurkenna faðerni þrátt fyrir jákvæða erfðafræðirannsókn Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. febrúar 2021 19:00 Í dómnum er meðal annars rakin saga barnalaga. Áhugaverður dómur féll í Landsrétti á dögunum þar sem niðurstaðan var sú að ekki væri mögulegt að fallast á kröfu systkina um að faðir þeirra hefði verið sonur ákveðins manns, jafnvel þótt mannerfðafræðileg rannsókn hefði leitt í ljós að 99 prósent líkur væru á að hann væri það sannarlega. Málið er þannig vaxið að fram til ársins 2017 var L skráður faðir K. Það ár viðurkenndi Héraðsdómur Norðurlands eystra hins vegar, að kröfu móður K, að hann væri ekki sonur L. K og L voru báðir látnir. Móðir K, sem er kölluð J í dómnum, hugðist höfða barnfaðernismál á hendur erfingum M, sem lést árið 2016, en lést sjálf áður en til þess kom. Dánarbú hennar freistaði þess að taka við aðild að málinu en ekki var fallist á að lagaskilyrði væru til þess og var málinu vísað frá. H og I, börn K, höfðuðu þá mál á hendur öðrum börnum M; A, B, C, D, E, F og G, og kröfðust þess að viðurkennt yrði að M heitinn væri faðir föður þeirra, K. Hagsmunir H og I ekki sambærilegir við hagsmuni manns og barns Sem fyrr segir var það niðurstaða mannerfðafræðilegrar rannsóknar að allar líkur væru á að K væri sannarlega sonur M og Héraðsdómur Norðurlands eystra viðurkenndi þá niðurstöðu. A, B, C, D, E, F og G áfrýjuðu hins vegar dómnum, á þeirri forsendu að H og I gætu ekki átt aðild að máli til viðurkenningar á faðerni föður þeirra. Landsréttur reyndist sammála og rekur meðal annars sögu barnalaga. Í dómnum segir að takmarkanir á aðild að barnsfaðernismálum byggist upphaflega á hagsmunum móður og barns af því að hafa ákvörðunarvald um höfðun farðernismáls og síðar af beinum hagsmunum barnsins af því að vera rétt feðrað og réttar þess til að njóta umgengni og samvista við föður. Í umræddu máli séu þeir menn sem málið hverfist um ekki aðeins látnir, heldur standi aðilar málsins hvor öðrum mun fær en vera myndi um líffræðilegan föður og ætlað barn hans. „Verður að telja að hagsmunir stefndu af því að fá faðerni föður síns viðurkennt séu ekki sambærilegir við hagsmuni manns, og eftir atvikum barns, af því að fá dóm um að hann sé faðir barnsins. Þegar þetta er haft í huga og jafnframt litið til þeirra sjónarmiða og hagsmuna sem aðildarreglur í faðernismálum byggjast á verður ekki talið að stefndu hafi sýnt fram á að haldbær rök standi til þess, að óbreyttum lögum, að unnt sé að fallast á kröfur þeirra um viðurkenningu á því að M hafi verið faðir föður þeirra, K.“ Dómurinn í heild. Réttindi barna Dómsmál Fjölskyldumál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
Málið er þannig vaxið að fram til ársins 2017 var L skráður faðir K. Það ár viðurkenndi Héraðsdómur Norðurlands eystra hins vegar, að kröfu móður K, að hann væri ekki sonur L. K og L voru báðir látnir. Móðir K, sem er kölluð J í dómnum, hugðist höfða barnfaðernismál á hendur erfingum M, sem lést árið 2016, en lést sjálf áður en til þess kom. Dánarbú hennar freistaði þess að taka við aðild að málinu en ekki var fallist á að lagaskilyrði væru til þess og var málinu vísað frá. H og I, börn K, höfðuðu þá mál á hendur öðrum börnum M; A, B, C, D, E, F og G, og kröfðust þess að viðurkennt yrði að M heitinn væri faðir föður þeirra, K. Hagsmunir H og I ekki sambærilegir við hagsmuni manns og barns Sem fyrr segir var það niðurstaða mannerfðafræðilegrar rannsóknar að allar líkur væru á að K væri sannarlega sonur M og Héraðsdómur Norðurlands eystra viðurkenndi þá niðurstöðu. A, B, C, D, E, F og G áfrýjuðu hins vegar dómnum, á þeirri forsendu að H og I gætu ekki átt aðild að máli til viðurkenningar á faðerni föður þeirra. Landsréttur reyndist sammála og rekur meðal annars sögu barnalaga. Í dómnum segir að takmarkanir á aðild að barnsfaðernismálum byggist upphaflega á hagsmunum móður og barns af því að hafa ákvörðunarvald um höfðun farðernismáls og síðar af beinum hagsmunum barnsins af því að vera rétt feðrað og réttar þess til að njóta umgengni og samvista við föður. Í umræddu máli séu þeir menn sem málið hverfist um ekki aðeins látnir, heldur standi aðilar málsins hvor öðrum mun fær en vera myndi um líffræðilegan föður og ætlað barn hans. „Verður að telja að hagsmunir stefndu af því að fá faðerni föður síns viðurkennt séu ekki sambærilegir við hagsmuni manns, og eftir atvikum barns, af því að fá dóm um að hann sé faðir barnsins. Þegar þetta er haft í huga og jafnframt litið til þeirra sjónarmiða og hagsmuna sem aðildarreglur í faðernismálum byggjast á verður ekki talið að stefndu hafi sýnt fram á að haldbær rök standi til þess, að óbreyttum lögum, að unnt sé að fallast á kröfur þeirra um viðurkenningu á því að M hafi verið faðir föður þeirra, K.“ Dómurinn í heild.
Réttindi barna Dómsmál Fjölskyldumál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira