Covid er sama um þig Guðmundur Kári Þorgrímsson skrifar 7. febrúar 2021 14:37 Það er Covid hjá mér, fjölskyldu minni og alls staðar í kring. Líka hjá þér. Ég þarf að vera með andlitsgrímu í almennum rýmum, ég kemst takmarkað í heita pottinn í lauginni, ég þarf að skrá fyrir fram hvenær ég vil mæta í ræktina, ég kemst ekki í jarðarför vegna fjöldatakmarkana, ég þarf ætíð að huga að tveggja metra reglunni og ég þarf endalaust að pæla í því hvort ég megi stíga inn í rými eða ekki vegna fjöldatakmarkana. Og ég er þreyttur á því. Það sem ég þarf hins vegar að átta mig á er það að þú ert líka þreytt(ur). Þú þarft líka að bera grímu, húma í köldu lauginni þegar ekki er pláss í pottinum, horfa á jarðarfarir í gegnum tölvuna og telja fólk í almennum rýmum. Covid er ekki persónuleg árás á mig. Covid er ekki að gera mér neitt, eða eyðileggja mitt líf, eða hafa áhrif á mína fjölskyldu. Því það er Covid hjá öllum, ekki bara mér og þér. Það voru margir sem náðu að hreyfa sig þrátt fyrir lokanir líkamsræktarstöðva. Það eru í dag margir sem ná að bera grímu á hverjum degi, oft heilu vinnudagana. Það eru margir sem komast á fætur á morgnanna þó svo að Covid standi á þröskuldinum, starandi og ögrandi. Covid er ekki ástæðan fyrir því að ég nenni ekki í ræktina. Covid er ekki ástæðan fyrir því að ég er ekki í jafn góðu formi í dag og fyrir ári. Covid er ekki ástæðan fyrir því að ég nenni ekki í sund. Covid er ekki afsökunin en hún má vera skýringin, eða alla vega hluti af henni. Ég nenni ekki í ræktina af því ég nenni því ekki. Ég er ekki í jafn góðu formi í dag af því ég hef ekki nennt að hreyfa mig jafn mikið og ég gerði. Ég fer ekki jafn oft í sund því ég nenni ekki að taka sénsinn á pottinum. Þetta nennuleysi mitt mætti kannski skýra með Covid en staðreyndin er samt einfaldlega sú að ég nenni ekki. Það er eitthvað sem ég verð að eiga við mig því ég hef jú fulla stjórn á minni nennu og það er það sem ég, og jafnvel þú, hef verið að hunsa. Til eru ýmis dæmi um að fólk mæti seint vegna Covid, gleymi að svara tölvupósti vegna Covid og borði meiri sætindi vegna Covid. En lífið er til allrar hamingju/því miður mun einfaldara en það. Oftast er það bara ég á móti heiminum og ábyrgðin hvílir á mér. En þannig er það víst líka hjá þér. Sama hvað ég blóta og pirrast út í Covid hefur það engin áhrif á heimsfaraldurinn. Pirringur getur hins vegar haft meiriháttar áhrif á líf mitt og skap þeirra í kringum mig. En á engum tímapunkti mun Covid biðja mig afsökunar. Því að Covid er sama um mig. Og þig líka. Höfundur er landsliðsmaður í hópfimleikum og fimleikaþjálfari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Það er Covid hjá mér, fjölskyldu minni og alls staðar í kring. Líka hjá þér. Ég þarf að vera með andlitsgrímu í almennum rýmum, ég kemst takmarkað í heita pottinn í lauginni, ég þarf að skrá fyrir fram hvenær ég vil mæta í ræktina, ég kemst ekki í jarðarför vegna fjöldatakmarkana, ég þarf ætíð að huga að tveggja metra reglunni og ég þarf endalaust að pæla í því hvort ég megi stíga inn í rými eða ekki vegna fjöldatakmarkana. Og ég er þreyttur á því. Það sem ég þarf hins vegar að átta mig á er það að þú ert líka þreytt(ur). Þú þarft líka að bera grímu, húma í köldu lauginni þegar ekki er pláss í pottinum, horfa á jarðarfarir í gegnum tölvuna og telja fólk í almennum rýmum. Covid er ekki persónuleg árás á mig. Covid er ekki að gera mér neitt, eða eyðileggja mitt líf, eða hafa áhrif á mína fjölskyldu. Því það er Covid hjá öllum, ekki bara mér og þér. Það voru margir sem náðu að hreyfa sig þrátt fyrir lokanir líkamsræktarstöðva. Það eru í dag margir sem ná að bera grímu á hverjum degi, oft heilu vinnudagana. Það eru margir sem komast á fætur á morgnanna þó svo að Covid standi á þröskuldinum, starandi og ögrandi. Covid er ekki ástæðan fyrir því að ég nenni ekki í ræktina. Covid er ekki ástæðan fyrir því að ég er ekki í jafn góðu formi í dag og fyrir ári. Covid er ekki ástæðan fyrir því að ég nenni ekki í sund. Covid er ekki afsökunin en hún má vera skýringin, eða alla vega hluti af henni. Ég nenni ekki í ræktina af því ég nenni því ekki. Ég er ekki í jafn góðu formi í dag af því ég hef ekki nennt að hreyfa mig jafn mikið og ég gerði. Ég fer ekki jafn oft í sund því ég nenni ekki að taka sénsinn á pottinum. Þetta nennuleysi mitt mætti kannski skýra með Covid en staðreyndin er samt einfaldlega sú að ég nenni ekki. Það er eitthvað sem ég verð að eiga við mig því ég hef jú fulla stjórn á minni nennu og það er það sem ég, og jafnvel þú, hef verið að hunsa. Til eru ýmis dæmi um að fólk mæti seint vegna Covid, gleymi að svara tölvupósti vegna Covid og borði meiri sætindi vegna Covid. En lífið er til allrar hamingju/því miður mun einfaldara en það. Oftast er það bara ég á móti heiminum og ábyrgðin hvílir á mér. En þannig er það víst líka hjá þér. Sama hvað ég blóta og pirrast út í Covid hefur það engin áhrif á heimsfaraldurinn. Pirringur getur hins vegar haft meiriháttar áhrif á líf mitt og skap þeirra í kringum mig. En á engum tímapunkti mun Covid biðja mig afsökunar. Því að Covid er sama um mig. Og þig líka. Höfundur er landsliðsmaður í hópfimleikum og fimleikaþjálfari.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun