Segir smithættuna meiri á íþróttaviðburðum Anton Ingi Leifsson skrifar 5. febrúar 2021 19:28 Ekki verða neinir áhorfendur á leikjum á Íslandi til 8. mars hið minnsta. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir, segir að smithætta sé meiri á íþróttaviðburðum en til að mynda í leikhúsi. Þetta sagði hann í samtali við Reykjavík síðdegis þar sem hann fór yfir nýjustu breytingar á sóttvarnar takmörkunum. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagðist hafa fallist á allar tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis og ný reglugerð tekur gildi á mánudaginn, 8. febrúar. Hún mun gilda til 3. mars. Meðal breytinga sem verða gerðar á sóttvarnarreglum eru að hámarksfjöldi er varðar sviðslistir, útfarir og fleira fara úr hundrað manns í 150. Þá verða fjöldatakmörk í söfnum og verslunum hækkuð sömuleiðis en ekkert verður þó af áhorfendum á íþróttaviðburðum. Margt íþróttaáhugafólk klóraði sér í höfðinu yfir áframhaldandi áhorfendabanni, sérstaklega þar sem fleiri mega vera viðstaddir sviðslistasýningar, og lýsti yfir óánægju sinni á Twitter. Þórólfur fór yfir málið í Reykjavík síðdegis í dag. „Eins og við höfum oft sagt áður að þegar það er létt á einhverju þá verða einhverjir óánægðir. Það er gjarnan þannig,“ sagði Þórólfur og hélt áfram. „Það er að mínu mati bara öðruvísi þegar fólk er að fara á viðburði sem það situr niðri og er skráð í sæti. Það er með grímur og situr kjurrt. Á miðað við íþróttaviðburði þar sem fólk er á ferðinni og blandast miklu meira, að mínu mati. Þannig er smithættan meiri.“ Hann segir að grímunotkun á íþróttaviðburðum myndi ekki gera útslagið. „Það er sama. Í íþróttaviðburðum er ekki vísað í sæti. Það er ekki númeruð sæti. Það eru ekki skráð og það er þessi hreyfing milli fólks. Grímurnar eru ekki hundrað prósent vörn þó þær hjálpi mikið og geri mikið. Það er það sem skilur á milli.“ Umræðuna um íþróttir má heyra eftir rúmlega eina mínútu og fimmtíu sekúndur. Íslenski körfuboltinn Íslenski handboltinn Íslenski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Íþróttaáhugafólk ósátt við áframhaldandi áhorfendabann Áhorfendur verða áfram óheimilaðir á íþróttaviðburðum þegar ný reglugerð um fjöldatakmarkanir tekur gildi á mánudaginn, 8. febrúar. 5. febrúar 2021 14:01 Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Í beinni: Grindavík - Haukar | Reyna að halda í við toppliðið og mæta meisturunum í kvöld Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Man United ósátt við Marokkó og FIFA Tryggvi og Sara best á árinu „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Karlarnir þremur áratugum á eftir konunum með nýjar reglur Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ New York Knicks vann titil í nótt Dauðaslys í maraþonhlaupi Dagskráin í dag: Áhugaverðir leikir í Bónus deildinni og HM í pílu Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagðist hafa fallist á allar tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis og ný reglugerð tekur gildi á mánudaginn, 8. febrúar. Hún mun gilda til 3. mars. Meðal breytinga sem verða gerðar á sóttvarnarreglum eru að hámarksfjöldi er varðar sviðslistir, útfarir og fleira fara úr hundrað manns í 150. Þá verða fjöldatakmörk í söfnum og verslunum hækkuð sömuleiðis en ekkert verður þó af áhorfendum á íþróttaviðburðum. Margt íþróttaáhugafólk klóraði sér í höfðinu yfir áframhaldandi áhorfendabanni, sérstaklega þar sem fleiri mega vera viðstaddir sviðslistasýningar, og lýsti yfir óánægju sinni á Twitter. Þórólfur fór yfir málið í Reykjavík síðdegis í dag. „Eins og við höfum oft sagt áður að þegar það er létt á einhverju þá verða einhverjir óánægðir. Það er gjarnan þannig,“ sagði Þórólfur og hélt áfram. „Það er að mínu mati bara öðruvísi þegar fólk er að fara á viðburði sem það situr niðri og er skráð í sæti. Það er með grímur og situr kjurrt. Á miðað við íþróttaviðburði þar sem fólk er á ferðinni og blandast miklu meira, að mínu mati. Þannig er smithættan meiri.“ Hann segir að grímunotkun á íþróttaviðburðum myndi ekki gera útslagið. „Það er sama. Í íþróttaviðburðum er ekki vísað í sæti. Það er ekki númeruð sæti. Það eru ekki skráð og það er þessi hreyfing milli fólks. Grímurnar eru ekki hundrað prósent vörn þó þær hjálpi mikið og geri mikið. Það er það sem skilur á milli.“ Umræðuna um íþróttir má heyra eftir rúmlega eina mínútu og fimmtíu sekúndur.
Íslenski körfuboltinn Íslenski handboltinn Íslenski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Íþróttaáhugafólk ósátt við áframhaldandi áhorfendabann Áhorfendur verða áfram óheimilaðir á íþróttaviðburðum þegar ný reglugerð um fjöldatakmarkanir tekur gildi á mánudaginn, 8. febrúar. 5. febrúar 2021 14:01 Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Í beinni: Grindavík - Haukar | Reyna að halda í við toppliðið og mæta meisturunum í kvöld Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Fjórir frá hjá Blikum á morgun Rýndu í gamlar myndir: „Svakalega ertu kringlóttur í framan“ Spáir því að Joshua vinni með hrikalegu rothöggi Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Guðbjörg fyrsta konan í fjögur hundruð leikina Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Stjarnan og Grindavík mætast í bikarnum Kona vann Ísmaraþonið á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Man United ósátt við Marokkó og FIFA Tryggvi og Sara best á árinu „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Karlarnir þremur áratugum á eftir konunum með nýjar reglur Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ New York Knicks vann titil í nótt Dauðaslys í maraþonhlaupi Dagskráin í dag: Áhugaverðir leikir í Bónus deildinni og HM í pílu Sjá meira
Íþróttaáhugafólk ósátt við áframhaldandi áhorfendabann Áhorfendur verða áfram óheimilaðir á íþróttaviðburðum þegar ný reglugerð um fjöldatakmarkanir tekur gildi á mánudaginn, 8. febrúar. 5. febrúar 2021 14:01