Sextán milljarða króna hagnaður á krefjandi ári Eiður Þór Árnason skrifar 4. febrúar 2021 11:44 Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel. Marel Hagnaður Marel nam 102,6 milljónum evra eða um 16 milljörðum króna á síðasta ári og dróst saman um 6,8% frá árinu 2019. Alls námu tekjur félagsins 1.237,8 milljónum evra í fyrra eða um 191 milljarði króna og drógust þær saman um 3,6% í evrum talið. Þetta kemur fram í ársreikningi Marel sem birtur var eftir lokun markaða í gær. Þar kemur fram að markaðsaðstæður hafi verið krefjandi á árinu í ljósi umróts á heimsmörkuðum og yfirstandandi heimsfaraldurs. EBIT rekstrarhagnaður nam á síðasta ári 166,8 milljónum evra, ígildi 26 milljarða króna, og var 13,5% af tekjum. Heildareignir félagsins voru 283 milljörðum króna um síðustu áramót og lækkuðu aðeins milli ára. Eigið fé nam 150 milljörðum og eiginfjárhlutfall því 53%. Stjórn Marel hyggst leggja til á næsta aðalfundi að greiddir verði 6,4 milljarðar króna í arð fyrir síðasta rekstrarár. Nemur það 5,45 evrusentum á hlut og samsvarar áætluð heildargreiðsla um það bil 40% af hagnaði ársins. Afkoman ásættanleg Að sögn Árna Odds Þórðarsonar, forstjóra Marel, lögðu skjótar ákvarðanir í byrjun árs grunninn að áframhaldandi nýsköpun og stöðugum rekstri á tímum heimsfaraldurs. Hann segir að afkoma ársins sé „vel ásættanleg.“ Mótteknar pantanir hafi verið á pari við fyrra ár en tekjur og rekstrarhagnaður lækkað um 4% á milli ára. Á móti komi að þjónustu- og varahlutatekjur hækkuðu nokkuð og námu 40% af heildartekjum ársins. „Við enduðum árið með afar góðum fjórðungi þar sem tekjur voru 343 milljónir evra og rekstrarframlegð var yfir 15%. Við nutum meðvindar frá kaupunum á TREIF, en vöru- og þjónustuframboð þeirra var hluti af uppgjöri Marel frá byrjun fjórða ársfjórðungs og hafði jákvæð áhrif á bæði tekjur og framlegð. Staða pantana var góð í árslok og fjárhagsstaða Marel er sterk með hreinar skuldir undir eins árs EBITDA-framlegð,“ segir Árni í tilkynningu frá félaginu. Samningur um kaup á TREIF, þýskum framleiðanda skurðtæknilausna var undirritaður í október í fyrra. Beina sjónum sínum frekar að Kína og Brasilíu Stjórnendur félagsins gera ráð fyrir áframhaldandi sveiflum á milli ársfjórðunga, „sérstaklega nú á tímum umbreytinga og óvissu.“ „Til að þjóna þörfum viðskiptavina Marel enn betur mun áhersla á stafræna vegferð og þjónustulipurð aukast enn frekar á næstu árum, sem mun leiða til aukinnar fjárfestingar. Marel sér jafnframt tækifæri í aukinni sjálfvirkni og stafrænni þróun í framleiðslueiningum og þjónustuneti félagsins í þeim tilgangi að bæta enn frekar þjónustu við viðskiptavini, sem þurfa að geta aðlagað framleiðslu og dreifingu hratt að breyttu markaðsumhverfi og kauphegðun neytenda,“ segir í tilkynningu frá félaginu. Áfram verði lögð áhersla á aukna fjárfestingu í framlínu félagsins í sölu og þjónustu til viðskiptavina til að styðja við frekari vöxt, sem og hagræðingu í framleiðslu og á stoðsviðum. Á árinu 2021, hyggst Marel opna sölu- og þjónustuskrifstofur og sýningarhús í Sjanghæ í Kína og borginni Campinas í Brasilíu. Er þeim ætlað að styðja við „markaðsstarf til að umbylta matvælavinnslu í þessum heimshlutum með framboði af háþróuðum sjálfvirkum kerfum og lausnum,“ að sögn Marel. Markaðir Matvælaframleiðsla Tækni Tengdar fréttir Marel kaupir PMJ Marel hefur lokið kaupum á fyrirtækinu PMJ, alþjóðlegum framleiðanda hátæknilausna fyrir andaiðnað. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Marel en þar kemur fram að PMJ sé í forystu hvað varðar þróun lausna í anda- og gæsaiðnaði. Kaupverðs er ekki getið í tilkynningunni. PMJ var stofnað sem fjölskyldufyrirtæki árið 1998 en nú nema árstekjur fyrirtækisins um fimm miljónum evra og starfa fjörutíu starfsmenn hjá fyrirtækinu í Opmeer í Hollandi. 23. janúar 2021 12:35 Samstarfsverkefni Marel og Rauða krossins um bætt fæðuöryggi í Suður-Súdan Marel mun styrkja Rauða krossinn um 162 milljónir íslenskra króna. Framlagið verður nýtt til að bæta fæðuöryggi viðkvæmra samfélaga í Suður-Súdan 19. nóvember 2020 10:42 Mest lesið Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Þetta kemur fram í ársreikningi Marel sem birtur var eftir lokun markaða í gær. Þar kemur fram að markaðsaðstæður hafi verið krefjandi á árinu í ljósi umróts á heimsmörkuðum og yfirstandandi heimsfaraldurs. EBIT rekstrarhagnaður nam á síðasta ári 166,8 milljónum evra, ígildi 26 milljarða króna, og var 13,5% af tekjum. Heildareignir félagsins voru 283 milljörðum króna um síðustu áramót og lækkuðu aðeins milli ára. Eigið fé nam 150 milljörðum og eiginfjárhlutfall því 53%. Stjórn Marel hyggst leggja til á næsta aðalfundi að greiddir verði 6,4 milljarðar króna í arð fyrir síðasta rekstrarár. Nemur það 5,45 evrusentum á hlut og samsvarar áætluð heildargreiðsla um það bil 40% af hagnaði ársins. Afkoman ásættanleg Að sögn Árna Odds Þórðarsonar, forstjóra Marel, lögðu skjótar ákvarðanir í byrjun árs grunninn að áframhaldandi nýsköpun og stöðugum rekstri á tímum heimsfaraldurs. Hann segir að afkoma ársins sé „vel ásættanleg.“ Mótteknar pantanir hafi verið á pari við fyrra ár en tekjur og rekstrarhagnaður lækkað um 4% á milli ára. Á móti komi að þjónustu- og varahlutatekjur hækkuðu nokkuð og námu 40% af heildartekjum ársins. „Við enduðum árið með afar góðum fjórðungi þar sem tekjur voru 343 milljónir evra og rekstrarframlegð var yfir 15%. Við nutum meðvindar frá kaupunum á TREIF, en vöru- og þjónustuframboð þeirra var hluti af uppgjöri Marel frá byrjun fjórða ársfjórðungs og hafði jákvæð áhrif á bæði tekjur og framlegð. Staða pantana var góð í árslok og fjárhagsstaða Marel er sterk með hreinar skuldir undir eins árs EBITDA-framlegð,“ segir Árni í tilkynningu frá félaginu. Samningur um kaup á TREIF, þýskum framleiðanda skurðtæknilausna var undirritaður í október í fyrra. Beina sjónum sínum frekar að Kína og Brasilíu Stjórnendur félagsins gera ráð fyrir áframhaldandi sveiflum á milli ársfjórðunga, „sérstaklega nú á tímum umbreytinga og óvissu.“ „Til að þjóna þörfum viðskiptavina Marel enn betur mun áhersla á stafræna vegferð og þjónustulipurð aukast enn frekar á næstu árum, sem mun leiða til aukinnar fjárfestingar. Marel sér jafnframt tækifæri í aukinni sjálfvirkni og stafrænni þróun í framleiðslueiningum og þjónustuneti félagsins í þeim tilgangi að bæta enn frekar þjónustu við viðskiptavini, sem þurfa að geta aðlagað framleiðslu og dreifingu hratt að breyttu markaðsumhverfi og kauphegðun neytenda,“ segir í tilkynningu frá félaginu. Áfram verði lögð áhersla á aukna fjárfestingu í framlínu félagsins í sölu og þjónustu til viðskiptavina til að styðja við frekari vöxt, sem og hagræðingu í framleiðslu og á stoðsviðum. Á árinu 2021, hyggst Marel opna sölu- og þjónustuskrifstofur og sýningarhús í Sjanghæ í Kína og borginni Campinas í Brasilíu. Er þeim ætlað að styðja við „markaðsstarf til að umbylta matvælavinnslu í þessum heimshlutum með framboði af háþróuðum sjálfvirkum kerfum og lausnum,“ að sögn Marel.
Markaðir Matvælaframleiðsla Tækni Tengdar fréttir Marel kaupir PMJ Marel hefur lokið kaupum á fyrirtækinu PMJ, alþjóðlegum framleiðanda hátæknilausna fyrir andaiðnað. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Marel en þar kemur fram að PMJ sé í forystu hvað varðar þróun lausna í anda- og gæsaiðnaði. Kaupverðs er ekki getið í tilkynningunni. PMJ var stofnað sem fjölskyldufyrirtæki árið 1998 en nú nema árstekjur fyrirtækisins um fimm miljónum evra og starfa fjörutíu starfsmenn hjá fyrirtækinu í Opmeer í Hollandi. 23. janúar 2021 12:35 Samstarfsverkefni Marel og Rauða krossins um bætt fæðuöryggi í Suður-Súdan Marel mun styrkja Rauða krossinn um 162 milljónir íslenskra króna. Framlagið verður nýtt til að bæta fæðuöryggi viðkvæmra samfélaga í Suður-Súdan 19. nóvember 2020 10:42 Mest lesið Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Marel kaupir PMJ Marel hefur lokið kaupum á fyrirtækinu PMJ, alþjóðlegum framleiðanda hátæknilausna fyrir andaiðnað. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Marel en þar kemur fram að PMJ sé í forystu hvað varðar þróun lausna í anda- og gæsaiðnaði. Kaupverðs er ekki getið í tilkynningunni. PMJ var stofnað sem fjölskyldufyrirtæki árið 1998 en nú nema árstekjur fyrirtækisins um fimm miljónum evra og starfa fjörutíu starfsmenn hjá fyrirtækinu í Opmeer í Hollandi. 23. janúar 2021 12:35
Samstarfsverkefni Marel og Rauða krossins um bætt fæðuöryggi í Suður-Súdan Marel mun styrkja Rauða krossinn um 162 milljónir íslenskra króna. Framlagið verður nýtt til að bæta fæðuöryggi viðkvæmra samfélaga í Suður-Súdan 19. nóvember 2020 10:42