Asos tekur yfir Topshop og skilur eftir sár í breskum verslunargötum Eiður Þór Árnason skrifar 1. febrúar 2021 13:36 Topshop er nýjasta breska fatamerkið sem fellur í skaut netverslunarrisa. GETTY/Marianna Massey Breska vefverslunin Asos hefur fest kaup á vörumerkjunum Topshop, Topman, Miss Selfridge og HIIT úr þrotabúi smásölurisans Arcadia. Auk þess að kaupa öll hugverk tengd fatakeðjunum mun Asos eignast vörubirgðir þeirra en stjórnendur hyggjast ekki taka yfir neinar verslanir. 70 verslunum verður þar með lokað og 2.500 starfsmenn eiga á hættu á að missa vinnuna en einhverjir gera sér veikar vonir um að annar kaupandi muni halda áfram að starfrækja hluta verslananna í breyttri mynd. Að sögn breska ríkisútvarpsins BBC greiðir Asos 265 milljónir breskra punda til að tryggja sér eignarhald á vörumerkjunum og aðrar 30 milljónir punda fyrir vörubirgðirnar. Nemur heildarupphæðin um 52,5 milljörðum íslenskra króna. Smásölufyrirtækið Arcadia var tekið til gjaldþrotaskipta í nóvember síðastliðnum en alls starfa um 13 þúsund manns hjá fyrirtækinu. Að sögn skiptastjóra Arcadia munu um 300 starfsmenn sem sinntu meðal annars hönnun og birgðainnkaupum hjá fatakeðjunum færast yfir til Asos en að sögn BBC hafa hvorki fulltrúar þrotabúsins né Asos minnst einu orði á framtíð verslunarstarfsfólks. Boohoo sýnt öðrum merkjum áhuga Enn á eftir að selja eignir tengdar fatakeðjunum Dorothy Perkins, Wallis og Burton úr þrotabúi Arcadia. Að sögn BBC hafa stjórnendur bresku netverslunarinnar Boohoo sýnt þeim áhuga en talið er fullvíst að þar muni enn og aftur koma í ljós að netverslanir hafi lítinn áhuga á því að starfrækja hefðbundnar verslanir. Greint var frá því í síðustu viku að Boohoo hafi fest kaup á vörumerki og vefsíðu breska vöruhússins Debenhams. Talið er að allt að tólf þúsund manns eigi eftir að missa vinnuna þegar 118 verslunum keðjunnar verður lokað fyrir fullt og allt. Viðskipti síðustu vikna eru hluti af blóðugu uppgjöri breskra smásölufyrirtækja sem hafa á síðustu árum mörg átt erfitt með að halda sjó í breyttu rekstrarumhverfi og eltast við hvikulan smekk bresku þjóðarinnar. Heimsfaraldur kórónuveiru og áhrif samkomutakmarkanna reyndist sumum þeirra vera síðasti naglinn í kistuna. Verslun Bretland Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Sjá meira
70 verslunum verður þar með lokað og 2.500 starfsmenn eiga á hættu á að missa vinnuna en einhverjir gera sér veikar vonir um að annar kaupandi muni halda áfram að starfrækja hluta verslananna í breyttri mynd. Að sögn breska ríkisútvarpsins BBC greiðir Asos 265 milljónir breskra punda til að tryggja sér eignarhald á vörumerkjunum og aðrar 30 milljónir punda fyrir vörubirgðirnar. Nemur heildarupphæðin um 52,5 milljörðum íslenskra króna. Smásölufyrirtækið Arcadia var tekið til gjaldþrotaskipta í nóvember síðastliðnum en alls starfa um 13 þúsund manns hjá fyrirtækinu. Að sögn skiptastjóra Arcadia munu um 300 starfsmenn sem sinntu meðal annars hönnun og birgðainnkaupum hjá fatakeðjunum færast yfir til Asos en að sögn BBC hafa hvorki fulltrúar þrotabúsins né Asos minnst einu orði á framtíð verslunarstarfsfólks. Boohoo sýnt öðrum merkjum áhuga Enn á eftir að selja eignir tengdar fatakeðjunum Dorothy Perkins, Wallis og Burton úr þrotabúi Arcadia. Að sögn BBC hafa stjórnendur bresku netverslunarinnar Boohoo sýnt þeim áhuga en talið er fullvíst að þar muni enn og aftur koma í ljós að netverslanir hafi lítinn áhuga á því að starfrækja hefðbundnar verslanir. Greint var frá því í síðustu viku að Boohoo hafi fest kaup á vörumerki og vefsíðu breska vöruhússins Debenhams. Talið er að allt að tólf þúsund manns eigi eftir að missa vinnuna þegar 118 verslunum keðjunnar verður lokað fyrir fullt og allt. Viðskipti síðustu vikna eru hluti af blóðugu uppgjöri breskra smásölufyrirtækja sem hafa á síðustu árum mörg átt erfitt með að halda sjó í breyttu rekstrarumhverfi og eltast við hvikulan smekk bresku þjóðarinnar. Heimsfaraldur kórónuveiru og áhrif samkomutakmarkanna reyndist sumum þeirra vera síðasti naglinn í kistuna.
Verslun Bretland Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Sjá meira