Miðgarðsormur og lýðræðið Ágústa Ágústsdóttir skrifar 1. febrúar 2021 11:31 Það er stundum hollt að nálgast hluti út frá öðru sjónarhorni, en notast við sömu rökin. Hvers vegna ætti að breyta stórum hluta höfuðborgarsvæðisins í þjóðgarð gæti einhver spurt sig að eftir að hafa lesið síðasta pistil minn um „Miðborgarþjóðgarð“? Sú spurning er af sama meiði og spurningin „hvers vegna Miðhálendisþjóðgarð ?“. Rökin sem notast er við þar eru t.d. „náttúruvernd, komandi kynslóðir og óreiða“. Ef við tölum um óreiðu út frá stjórnsýslustigi sveitarfélaga, sem enginn hefur getað bent á hver sé nákvæmlega, svo það réttlæti slíka yfirtöku á landsvæðum þeirra, þá skulum við taka okkur tíma og skoða hlutina út frá jafnræði og lýðræði. Reykjavík er sameign þjóðarinnar rétt eins og landbyggðin er sameign þjóðarinnar. Reykjavíkurborg er eitt af sveitarfélögum landsins. Væri þá ekki eðlilegt að ætla stjórnsýslu landsbyggðar og stjórnsýslu höfuðborgarsvæðis að vera jafn rétthá. Ef það er talið réttlætanlegt að taka allt upp í 65% lands eins sveitarfélags og breyta því í ríkisstofnun með rökum um óreiðu, náttúru- og minjavernd, þá hljóta sömu rök að gilda fyrir öll sveitarfélög óháð þéttbýlni. Og af nægu er að taka þegar kemur að rökum fyrir náttúru- og minjavernd á höfuðborgarsvæðinu. Er hin margumtalaða óreiða til staðar á höfuðborgarsvæðinu ? Væri slík staðhæfing næg ein og sér til að leggja drög að yfirtöku stórs hluta höfuðborgarinnar, með orðunum „verndun náttúru og minja fyrir komandi kynslóðir“ að leiðarljósi ? Væri það ekki frekar eðlileg krafa til stjórnvalda lýðræðis að sýna þyrfti sannanlega fram á nauðsyn slíkrar yfirtöku á landi með öðru en slagorðum og staðhæfingum ? Þyrfti stjórnvaldið þá ekki að sýna fram á að allt annað hafi verið reynt til þrautar án árangurs, eins og t.d. samvinna ? En það er einmitt það form sem nú þegar er í gildi á þjólendum okkar. Ég er fædd og uppalinn í höfuðborginni. En ég valdi að búa fjarri borginni. Því verð ég að treysta höfuðborgarbúum til að hugsa vel um hana. Ég get haft skoðun á hlutum þar, en sætti mig við að íbúarnir haldi í taumana gegnum lýðræðið. Mér þykir vænt um höfuðborgina og ég vil geta sótt hana heim hvort sem það er til afþreyingar eða annars. Lykilorðið snýst einmitt um lýðræði og traus til þeirrar stjórnsýslu sem við kjósum okkur, hvort sem okkur líkar svo niðurstaða kosninga betur eða verr. Því nýti ég mér minn lýðræðislega taum sem mér er gefinn í mínu sveitarfélagi til að hafa áhrif til góðs þar. Því gæti ég aldrei stutt slíkt inngrip í lýðræðisvald sveitarfélags eins og Alþingi leyfir sér nú í nafni stofnanavæðingar án þess að fyrir lægi: A) beiðni viðkomandi sveitarfélags um yfirtöku ríkisins á ákveðnu landi samkvæmt umboði íbúa þess. B) að sýnt hafi verið frammá með óyggjandi hætti að allt annað hafi verið reynt til hlítar sem réttlæti inngrip ríkisins. Sveitarfélögin hafa nánast frá upphafi byggðar á Íslandi verið grundvallareining í stjórnskipan landsins og má segja að Goðorðin til forna hafi markað upphaf þeirra. Sveitarfélögin bera ábyrgð á framkvæmd hins staðbundna lýðræðis og eru kosin til að halda utan um réttindi og hagsmuni íbúa þeirra. Að taka lýðræðislega rekið land þar sem stjórnsýsla sveitarfélaga gildir ásamt þjóðlendulögum, því breytt í ríkisstofnun þar sem gilda önnur lög og halda því svo fram að áhrif stjórnsýslu sveitarfélaga muni áfram vera við lýði v. fjölda fulltrúa þeirra sem þar munu sitja í ráðum, stenst enga skoðun sama frá hvaða sjónarhorni þú skoðar þá fullyrðingu. Þarna inni er ekkert sem að mínu viti gæti komist nálægt því að kallast lýðræði. Í tillögu Umhverfisstofnunar árið 2003 um náttúruverndaráætlun 2004-2008 var gert ráð fyrir friðlýsingu lands við Öxarfjörð (mest allt land í umsjá Landgræðslu ríkisins). Heimamönnum leist ekki á enda ástand svæðisins mjög gott og því skorti rök fyrir friðlýsingunni. Rök UST voru m.a.: 1. Innfluttar og framandi tegundir, t.d. minkur og alaskalúpína, hafi raskað og ógnað lífríki svæðisins. 2. Sandfokshætta sé á svæðinu. 3. Aukin skógrækt norðan Ásbyrgis. Rökleysan í þessu máli er algjör og sýnir að ekki er nóg að bera fram fullyrðingar um nauðsysn friðunar og verndunar eins og í orðunum einum felist sönnunin. Skoðum þetta nánar til skýringar: 1. Minkur. Hvernig verndar friðun lands lífríkið frá minknum ? Ætla menn að setja niður skilti og kenna honum myndmál eða lestur svo hann haldi sig frá og angri þá lífríki annars staðar ? 2. Lúpínan. Henni var sáð af Langræðslu ríkisins á margra ára tímabili til þess að hefta það mikla sandfok sem þar geysaði og ógnaði einmitt lífríki og landi. Telst sú planta nú ógn við lífríkið á sama stað ? 3. Sandfokshætta. Ekkert sandfok er nú á svæðinu þökk sé lúpínunni og þeirri uppgræðslu sem átti sér stað á sínum tíma. Sandfok í dag er eingöngu bundið við ströndina og meðfram farvegi Jöklu og nær ekki yfirhöndinni vegna þess hve landið er vel uppgrætt. 4. Skógrækt norðan Ásbyrgis. Áður en skógrækt ríkisins hóf gróðursetningu trjáa á sandinum var sandfok töluvert vandamál í Ásbyrgi og víðar. Í dag vex þarna fallegur skógur og virkar sem mikið skjól fyrir vindi og veðrum. En þar sem þetta eru erlendar trjátegundir eru þær taldar ógn við lífríkið. Þessi gjörningur náðist ekki í gegn. Þess í stað óskaði Landgræðsla ríkisins eftir því árið 2014, að landeigendum yrði stefnt þar sem þeir gerðu nú kröfu til landsins. 2017 fengu landeigendur tilkynningu um fyrirhugaða málshöfðun. Nú í febrúar verður málið tekið fyrir í héraðsdómi í þriðja sinn, rekið af ríkissjóði Íslands fyrir fé skattgreiðenda. Með lögum skal land taka og með þeim mun hinn marghöfða Miðgarðsormur hringa sig um landið þar til hann nær í sjálfs sér skott ! Lýðræði byggist á því að völd ríkisins komi frá almenningi en ekki ríkinu sjálfu. Því tel ég það siðferðislega rangt og andstætt þeim lýðræðislegu gildum sem Alþingi og forseti Íslands eiga að vinna eftir þegar t.d. einstaklingur er skipaður í ráðherrastól án þess að hafa fengið til þess lýðræðislegt umboð almennings í gegnum kosningar og vekur upp spurningar um 15. gr. 2. kafla Stjórnarskrár Íslands sem fjallar um skipan ráðherra með forsetavaldi. Höfundur er íbúi og sauðfjár- og ferðaþjónustubóndi við Öxarfjörð Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágústa Ágústsdóttir Hálendisþjóðgarður Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Það er stundum hollt að nálgast hluti út frá öðru sjónarhorni, en notast við sömu rökin. Hvers vegna ætti að breyta stórum hluta höfuðborgarsvæðisins í þjóðgarð gæti einhver spurt sig að eftir að hafa lesið síðasta pistil minn um „Miðborgarþjóðgarð“? Sú spurning er af sama meiði og spurningin „hvers vegna Miðhálendisþjóðgarð ?“. Rökin sem notast er við þar eru t.d. „náttúruvernd, komandi kynslóðir og óreiða“. Ef við tölum um óreiðu út frá stjórnsýslustigi sveitarfélaga, sem enginn hefur getað bent á hver sé nákvæmlega, svo það réttlæti slíka yfirtöku á landsvæðum þeirra, þá skulum við taka okkur tíma og skoða hlutina út frá jafnræði og lýðræði. Reykjavík er sameign þjóðarinnar rétt eins og landbyggðin er sameign þjóðarinnar. Reykjavíkurborg er eitt af sveitarfélögum landsins. Væri þá ekki eðlilegt að ætla stjórnsýslu landsbyggðar og stjórnsýslu höfuðborgarsvæðis að vera jafn rétthá. Ef það er talið réttlætanlegt að taka allt upp í 65% lands eins sveitarfélags og breyta því í ríkisstofnun með rökum um óreiðu, náttúru- og minjavernd, þá hljóta sömu rök að gilda fyrir öll sveitarfélög óháð þéttbýlni. Og af nægu er að taka þegar kemur að rökum fyrir náttúru- og minjavernd á höfuðborgarsvæðinu. Er hin margumtalaða óreiða til staðar á höfuðborgarsvæðinu ? Væri slík staðhæfing næg ein og sér til að leggja drög að yfirtöku stórs hluta höfuðborgarinnar, með orðunum „verndun náttúru og minja fyrir komandi kynslóðir“ að leiðarljósi ? Væri það ekki frekar eðlileg krafa til stjórnvalda lýðræðis að sýna þyrfti sannanlega fram á nauðsyn slíkrar yfirtöku á landi með öðru en slagorðum og staðhæfingum ? Þyrfti stjórnvaldið þá ekki að sýna fram á að allt annað hafi verið reynt til þrautar án árangurs, eins og t.d. samvinna ? En það er einmitt það form sem nú þegar er í gildi á þjólendum okkar. Ég er fædd og uppalinn í höfuðborginni. En ég valdi að búa fjarri borginni. Því verð ég að treysta höfuðborgarbúum til að hugsa vel um hana. Ég get haft skoðun á hlutum þar, en sætti mig við að íbúarnir haldi í taumana gegnum lýðræðið. Mér þykir vænt um höfuðborgina og ég vil geta sótt hana heim hvort sem það er til afþreyingar eða annars. Lykilorðið snýst einmitt um lýðræði og traus til þeirrar stjórnsýslu sem við kjósum okkur, hvort sem okkur líkar svo niðurstaða kosninga betur eða verr. Því nýti ég mér minn lýðræðislega taum sem mér er gefinn í mínu sveitarfélagi til að hafa áhrif til góðs þar. Því gæti ég aldrei stutt slíkt inngrip í lýðræðisvald sveitarfélags eins og Alþingi leyfir sér nú í nafni stofnanavæðingar án þess að fyrir lægi: A) beiðni viðkomandi sveitarfélags um yfirtöku ríkisins á ákveðnu landi samkvæmt umboði íbúa þess. B) að sýnt hafi verið frammá með óyggjandi hætti að allt annað hafi verið reynt til hlítar sem réttlæti inngrip ríkisins. Sveitarfélögin hafa nánast frá upphafi byggðar á Íslandi verið grundvallareining í stjórnskipan landsins og má segja að Goðorðin til forna hafi markað upphaf þeirra. Sveitarfélögin bera ábyrgð á framkvæmd hins staðbundna lýðræðis og eru kosin til að halda utan um réttindi og hagsmuni íbúa þeirra. Að taka lýðræðislega rekið land þar sem stjórnsýsla sveitarfélaga gildir ásamt þjóðlendulögum, því breytt í ríkisstofnun þar sem gilda önnur lög og halda því svo fram að áhrif stjórnsýslu sveitarfélaga muni áfram vera við lýði v. fjölda fulltrúa þeirra sem þar munu sitja í ráðum, stenst enga skoðun sama frá hvaða sjónarhorni þú skoðar þá fullyrðingu. Þarna inni er ekkert sem að mínu viti gæti komist nálægt því að kallast lýðræði. Í tillögu Umhverfisstofnunar árið 2003 um náttúruverndaráætlun 2004-2008 var gert ráð fyrir friðlýsingu lands við Öxarfjörð (mest allt land í umsjá Landgræðslu ríkisins). Heimamönnum leist ekki á enda ástand svæðisins mjög gott og því skorti rök fyrir friðlýsingunni. Rök UST voru m.a.: 1. Innfluttar og framandi tegundir, t.d. minkur og alaskalúpína, hafi raskað og ógnað lífríki svæðisins. 2. Sandfokshætta sé á svæðinu. 3. Aukin skógrækt norðan Ásbyrgis. Rökleysan í þessu máli er algjör og sýnir að ekki er nóg að bera fram fullyrðingar um nauðsysn friðunar og verndunar eins og í orðunum einum felist sönnunin. Skoðum þetta nánar til skýringar: 1. Minkur. Hvernig verndar friðun lands lífríkið frá minknum ? Ætla menn að setja niður skilti og kenna honum myndmál eða lestur svo hann haldi sig frá og angri þá lífríki annars staðar ? 2. Lúpínan. Henni var sáð af Langræðslu ríkisins á margra ára tímabili til þess að hefta það mikla sandfok sem þar geysaði og ógnaði einmitt lífríki og landi. Telst sú planta nú ógn við lífríkið á sama stað ? 3. Sandfokshætta. Ekkert sandfok er nú á svæðinu þökk sé lúpínunni og þeirri uppgræðslu sem átti sér stað á sínum tíma. Sandfok í dag er eingöngu bundið við ströndina og meðfram farvegi Jöklu og nær ekki yfirhöndinni vegna þess hve landið er vel uppgrætt. 4. Skógrækt norðan Ásbyrgis. Áður en skógrækt ríkisins hóf gróðursetningu trjáa á sandinum var sandfok töluvert vandamál í Ásbyrgi og víðar. Í dag vex þarna fallegur skógur og virkar sem mikið skjól fyrir vindi og veðrum. En þar sem þetta eru erlendar trjátegundir eru þær taldar ógn við lífríkið. Þessi gjörningur náðist ekki í gegn. Þess í stað óskaði Landgræðsla ríkisins eftir því árið 2014, að landeigendum yrði stefnt þar sem þeir gerðu nú kröfu til landsins. 2017 fengu landeigendur tilkynningu um fyrirhugaða málshöfðun. Nú í febrúar verður málið tekið fyrir í héraðsdómi í þriðja sinn, rekið af ríkissjóði Íslands fyrir fé skattgreiðenda. Með lögum skal land taka og með þeim mun hinn marghöfða Miðgarðsormur hringa sig um landið þar til hann nær í sjálfs sér skott ! Lýðræði byggist á því að völd ríkisins komi frá almenningi en ekki ríkinu sjálfu. Því tel ég það siðferðislega rangt og andstætt þeim lýðræðislegu gildum sem Alþingi og forseti Íslands eiga að vinna eftir þegar t.d. einstaklingur er skipaður í ráðherrastól án þess að hafa fengið til þess lýðræðislegt umboð almennings í gegnum kosningar og vekur upp spurningar um 15. gr. 2. kafla Stjórnarskrár Íslands sem fjallar um skipan ráðherra með forsetavaldi. Höfundur er íbúi og sauðfjár- og ferðaþjónustubóndi við Öxarfjörð
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun