Verja tuttugu milljónum króna á dag í loðnuleit í von um tugmilljarða vertíð Kristján Már Unnarsson skrifar 28. janúar 2021 21:45 Átta skip leita nú ákaft að loðnu á Íslandsmiðum, tvö rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar og sex fiskiskip frá útgerðum, í umfangsmestu loðnuleit til þessa. Hver leitardagur kostar um tuttugu milljónir króna. Þessi áfangi leitarinnar fór á fullt á Austfjarðamiðum á mánudag og þar hafa rannsóknaskipið Árni Friðriksson ásamt fimm fiskiskipum verið að leita. Þessi floti hefur síðan verið að færa sig yfir á norðausturhornið en eitt skipanna, Jóna Eðvalds, leitar mun lengra úti af Austfjörðum, eins og lýst var í fréttum Stöðvar 2. Í gær sigldu svo rannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson og Hákon ÞH til Vestfjarða og þangað er Árni Friðriksson einnig kominn. Meðan Hákon heldur í austurátt til Norðurlands leita rannsóknaskipin tvö svæðið á Grænlandssundi sem var hulið hafís í byrjun janúar og mesta spennan er kannski hvort loðna finnist þar við ísjaðarinn. Fiskiskipin munu svo þræða hafsvæðin undan Norðurlandi næstu daga. Gert er ráð fyrir að leitinni ljúki um helgina og vonast eftir niðurstöðum eftir helgi. Á vef Hafrannsóknastofnunar má fylgjast með leitarferlum skipanna. Áætlaðar leiðarlínur skipanna sem eru nú við loðnumælingar.Hafrannsóknastofnun Þetta er umfangsmesta loðnuleit til þessa. Áætlað er hver leitardagur kosti um tuttugu milljónir króna fyrir öll skipin átta, en sérfræðingar Hafrannsóknastofnunar eru um borð í fimm skipanna. Gjaldeyristekjur sem meðalstór loðnuvertíð gæfi af sér eru hins vegar taldar geta orðið tuttugu til þrjátíu milljarðar króna og það á nokkrum vikum. Forsendurnar eru að næg loðna finnist til að auka veiðikvótann úr 61 þúsund tonnum upp í 200-300 þúsund tonn. Tekjurnar myndu einkum dreifast í þær byggðir sem veiða og vinna loðnu. Þær eru Þórshöfn, Vopnafjörður, Seyðisfjörður, Norðfjörður, Eskifjörður, Fáskrúðsfjörður, Hornafjörður, Vestmannaeyjar og Akranes. Sjávarútvegur Langanesbyggð Vopnafjörður Múlaþing Fjarðabyggð Hornafjörður Vestmannaeyjar Akranes Tengdar fréttir Átta skip í ákafri loðnuleit: „Nú á hún ekki að sleppa“ Loðnuleitin sem hófst um síðustu helgi er orðin mun umfangsmeiri en áður var gert ráð fyrir. Í fyrstu var miðað við þrjú til fjögur skip en núna eru þau orðin átta talsins, tvö rannsóknarskip Hafrannsóknastofnunar og sex uppsjávarveiðiskip frá útgerðum; öll að leita loðnunnar. 27. janúar 2021 17:32 Ráðherra fagnar að tekist hafi að afstýra loðnubresti Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, gerði á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun grein fyrir því að hann hefði í samræmi við ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar undirritað reglugerð um veiðar á loðnu. 26. janúar 2021 10:34 Klárir að taka loðnunótina um borð og halda til veiða Skipstjórinn sem fann þykkar loðnutorfur á Austfjarðamiðum um helgina segir áhöfnina tilbúna að hefja veiðar. Búist er við að það skýrist á morgun hvort Hafrannsóknastofnun gefi grænt ljós á loðnuvertíð. 20. janúar 2021 21:02 Mest lesið Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Þessi áfangi leitarinnar fór á fullt á Austfjarðamiðum á mánudag og þar hafa rannsóknaskipið Árni Friðriksson ásamt fimm fiskiskipum verið að leita. Þessi floti hefur síðan verið að færa sig yfir á norðausturhornið en eitt skipanna, Jóna Eðvalds, leitar mun lengra úti af Austfjörðum, eins og lýst var í fréttum Stöðvar 2. Í gær sigldu svo rannsóknaskipið Bjarni Sæmundsson og Hákon ÞH til Vestfjarða og þangað er Árni Friðriksson einnig kominn. Meðan Hákon heldur í austurátt til Norðurlands leita rannsóknaskipin tvö svæðið á Grænlandssundi sem var hulið hafís í byrjun janúar og mesta spennan er kannski hvort loðna finnist þar við ísjaðarinn. Fiskiskipin munu svo þræða hafsvæðin undan Norðurlandi næstu daga. Gert er ráð fyrir að leitinni ljúki um helgina og vonast eftir niðurstöðum eftir helgi. Á vef Hafrannsóknastofnunar má fylgjast með leitarferlum skipanna. Áætlaðar leiðarlínur skipanna sem eru nú við loðnumælingar.Hafrannsóknastofnun Þetta er umfangsmesta loðnuleit til þessa. Áætlað er hver leitardagur kosti um tuttugu milljónir króna fyrir öll skipin átta, en sérfræðingar Hafrannsóknastofnunar eru um borð í fimm skipanna. Gjaldeyristekjur sem meðalstór loðnuvertíð gæfi af sér eru hins vegar taldar geta orðið tuttugu til þrjátíu milljarðar króna og það á nokkrum vikum. Forsendurnar eru að næg loðna finnist til að auka veiðikvótann úr 61 þúsund tonnum upp í 200-300 þúsund tonn. Tekjurnar myndu einkum dreifast í þær byggðir sem veiða og vinna loðnu. Þær eru Þórshöfn, Vopnafjörður, Seyðisfjörður, Norðfjörður, Eskifjörður, Fáskrúðsfjörður, Hornafjörður, Vestmannaeyjar og Akranes.
Sjávarútvegur Langanesbyggð Vopnafjörður Múlaþing Fjarðabyggð Hornafjörður Vestmannaeyjar Akranes Tengdar fréttir Átta skip í ákafri loðnuleit: „Nú á hún ekki að sleppa“ Loðnuleitin sem hófst um síðustu helgi er orðin mun umfangsmeiri en áður var gert ráð fyrir. Í fyrstu var miðað við þrjú til fjögur skip en núna eru þau orðin átta talsins, tvö rannsóknarskip Hafrannsóknastofnunar og sex uppsjávarveiðiskip frá útgerðum; öll að leita loðnunnar. 27. janúar 2021 17:32 Ráðherra fagnar að tekist hafi að afstýra loðnubresti Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, gerði á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun grein fyrir því að hann hefði í samræmi við ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar undirritað reglugerð um veiðar á loðnu. 26. janúar 2021 10:34 Klárir að taka loðnunótina um borð og halda til veiða Skipstjórinn sem fann þykkar loðnutorfur á Austfjarðamiðum um helgina segir áhöfnina tilbúna að hefja veiðar. Búist er við að það skýrist á morgun hvort Hafrannsóknastofnun gefi grænt ljós á loðnuvertíð. 20. janúar 2021 21:02 Mest lesið Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Átta skip í ákafri loðnuleit: „Nú á hún ekki að sleppa“ Loðnuleitin sem hófst um síðustu helgi er orðin mun umfangsmeiri en áður var gert ráð fyrir. Í fyrstu var miðað við þrjú til fjögur skip en núna eru þau orðin átta talsins, tvö rannsóknarskip Hafrannsóknastofnunar og sex uppsjávarveiðiskip frá útgerðum; öll að leita loðnunnar. 27. janúar 2021 17:32
Ráðherra fagnar að tekist hafi að afstýra loðnubresti Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, gerði á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun grein fyrir því að hann hefði í samræmi við ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar undirritað reglugerð um veiðar á loðnu. 26. janúar 2021 10:34
Klárir að taka loðnunótina um borð og halda til veiða Skipstjórinn sem fann þykkar loðnutorfur á Austfjarðamiðum um helgina segir áhöfnina tilbúna að hefja veiðar. Búist er við að það skýrist á morgun hvort Hafrannsóknastofnun gefi grænt ljós á loðnuvertíð. 20. janúar 2021 21:02