Lítur lífið öðrum augum eftir brunann í Kaldaseli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. janúar 2021 10:47 Slökkviliðsmenn við störf í Kaldaseli á mánudag. Vísir/Vilhelm Karlmaður sem missti húsið sitt í eldsvoða í Breiðholti á mánudagsmorgun segir atburðinn hafa markað mikil og djúpstæð áhrif á sig. Litlu hafi munað að hann yrði sjálfur bráð eldsins. Altjón varð þegar einbýlishús sem maðurinn hafði nýverið fest kaup á brann til kaldra kola. Haraldur Rafn Pálsson, eigandi hússins og lögfræðingur, segist í færslu á Facebook vilja koma ákveðnum hlutum á framfæri vegna atburða seinustu daga. „Eins og eflaust margir vita þá lenti ég í þeirri óskemmtilegu lífsreynslu að missa húsið mitt sem ég hafði nýlega fest kaup á, ásamt öllu mínu innbúi í eldsvoða þann 25. jan s.l. Þessi atburður markaði mikil og djúpstæð áhrif á mig þar sem litlu munaði að ég yrði sjálfur bráð eldsins. Fyrir einhverja óskiljanlega ástæðu vaknaði ég uppúr værum svefni og náði naumlega að átta mig á aðstæðum og koma mér út, án teljandi meiðsla, fyrir utan væga reykeitrun og nokkrar skrámur. Aðeins nokkrar sekúndur réðu þar úrslitum og á tímabili hélt ég að þetta væru mín örlög og endir,“ segir Haraldur í færslu sinni. Færsla Haraldar Rafns á Facebook. „Fyrir það eitt að vera hér frásögufærandi er ég gífurlega þakklátur og get sagt það með heilum hug að ég kann að meta lífið betur og horfi á það með öðrum augum nú en áður.“ Haraldur var fluttur á slysadeild til aðhlynningar en útskrifaður síðar um morguninn. „Engin orð eru til sem lýsa því hversu þakklátur ég er fyrir það að eiga góða fjölskyldu að og allra bestu vini sem völ eru á. Án ykkar væri ég ekki heill heilsu í dag og verð ég ykkur ævinlega þakklátur fyrir allt það sem þið hafið gert fyrir mig.“ Afþakkar framlög Haraldur segist fyrst og fremst tjá sig um málið í forvarnarskyni og biður fólk um að kanna stöðu mála á reykskynjurum og öðrum reykvörnum á heimilum og gera ráðstafanir samkvæmt því. „Þetta er eitthvað sem engin á von á að gerist hjá sér en getur gerst fyrir alla. Eldsvoði gerir ekki boð á undan sér.“ Þá langar hann að þakka öllum fyrir hugheilar kveðjur en afþakkar öll framlög. Hvetur hann fólk til að fjárfesta í eigin öryggi og hlúa að sínum nánustu. „Að lokum vil eg taka fram að eg afþakka öll framlög og þess háttar en bið ykkur þess i stað að fjárfesta í ykkar eigin öryggi og hlúa að ykkar nánustu. Það er alls ekki sjálfgefið að eiga gott fólk i kringum sig.“ Ekki náðist í Harald við vinnslu fréttarinnar. Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Eiga von á því að húsið verði rifið að hluta á morgun Slökkvistarfi við Kaldasel í Seljahverfi í Breiðholti lauk nú á ellefta tímanum í kvöld. Mikill eldur kom upp í þaki hússins fyrr í kvöld, en þar hafði eldur komið upp í morgun og altjón orðið. 25. janúar 2021 22:54 Aftur logar í þaki hússins við Kaldasel Eldur er aftur kominn upp í þaki hússins sem varð alelda í morgun. Húsið er í Kaldaseli í Seljahverfi í Breiðholti, en mikill eldur kom upp í húsinu í morgun og varð altjón eftir brunann. 25. janúar 2021 20:28 Íbúinn útskrifaður af slysadeild Altjón varð þegar eldur kom upp í einbýlishúsi við Kaldasel snemma í morgun. Varðstjóri telur að eldurinn hafi verið búinn að malla lengi því efri hluti hússins hafi verið nánast alelda. Einn íbúi var fluttur á slysadeild með reykeitrun. Hann hefur verið útskrifaður. 25. janúar 2021 11:48 Svona voru aðstæður í Kaldaseli í morgun Slökkvistarfi er nú að ljúka við einbýlishús í Kaldaseli sem varð miklum eldi að bráð í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins er dagvaktin nú tekin við af næturvaktinni sem fór fyrst á vettvang í morgun. 25. janúar 2021 10:30 „Húsið var í rauninni alelda þegar við komum“ Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sinnir nú útkalli í Seljahverfi í Breiðholti þar sem einbýlishús í Kaldaseli varð alelda í morgun. Altjón virðist hafa orðið í brunanum. Um er að ræða 240 fermetra einbýlishús. 25. janúar 2021 06:55 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Haraldur Rafn Pálsson, eigandi hússins og lögfræðingur, segist í færslu á Facebook vilja koma ákveðnum hlutum á framfæri vegna atburða seinustu daga. „Eins og eflaust margir vita þá lenti ég í þeirri óskemmtilegu lífsreynslu að missa húsið mitt sem ég hafði nýlega fest kaup á, ásamt öllu mínu innbúi í eldsvoða þann 25. jan s.l. Þessi atburður markaði mikil og djúpstæð áhrif á mig þar sem litlu munaði að ég yrði sjálfur bráð eldsins. Fyrir einhverja óskiljanlega ástæðu vaknaði ég uppúr værum svefni og náði naumlega að átta mig á aðstæðum og koma mér út, án teljandi meiðsla, fyrir utan væga reykeitrun og nokkrar skrámur. Aðeins nokkrar sekúndur réðu þar úrslitum og á tímabili hélt ég að þetta væru mín örlög og endir,“ segir Haraldur í færslu sinni. Færsla Haraldar Rafns á Facebook. „Fyrir það eitt að vera hér frásögufærandi er ég gífurlega þakklátur og get sagt það með heilum hug að ég kann að meta lífið betur og horfi á það með öðrum augum nú en áður.“ Haraldur var fluttur á slysadeild til aðhlynningar en útskrifaður síðar um morguninn. „Engin orð eru til sem lýsa því hversu þakklátur ég er fyrir það að eiga góða fjölskyldu að og allra bestu vini sem völ eru á. Án ykkar væri ég ekki heill heilsu í dag og verð ég ykkur ævinlega þakklátur fyrir allt það sem þið hafið gert fyrir mig.“ Afþakkar framlög Haraldur segist fyrst og fremst tjá sig um málið í forvarnarskyni og biður fólk um að kanna stöðu mála á reykskynjurum og öðrum reykvörnum á heimilum og gera ráðstafanir samkvæmt því. „Þetta er eitthvað sem engin á von á að gerist hjá sér en getur gerst fyrir alla. Eldsvoði gerir ekki boð á undan sér.“ Þá langar hann að þakka öllum fyrir hugheilar kveðjur en afþakkar öll framlög. Hvetur hann fólk til að fjárfesta í eigin öryggi og hlúa að sínum nánustu. „Að lokum vil eg taka fram að eg afþakka öll framlög og þess háttar en bið ykkur þess i stað að fjárfesta í ykkar eigin öryggi og hlúa að ykkar nánustu. Það er alls ekki sjálfgefið að eiga gott fólk i kringum sig.“ Ekki náðist í Harald við vinnslu fréttarinnar.
Reykjavík Slökkvilið Tengdar fréttir Eiga von á því að húsið verði rifið að hluta á morgun Slökkvistarfi við Kaldasel í Seljahverfi í Breiðholti lauk nú á ellefta tímanum í kvöld. Mikill eldur kom upp í þaki hússins fyrr í kvöld, en þar hafði eldur komið upp í morgun og altjón orðið. 25. janúar 2021 22:54 Aftur logar í þaki hússins við Kaldasel Eldur er aftur kominn upp í þaki hússins sem varð alelda í morgun. Húsið er í Kaldaseli í Seljahverfi í Breiðholti, en mikill eldur kom upp í húsinu í morgun og varð altjón eftir brunann. 25. janúar 2021 20:28 Íbúinn útskrifaður af slysadeild Altjón varð þegar eldur kom upp í einbýlishúsi við Kaldasel snemma í morgun. Varðstjóri telur að eldurinn hafi verið búinn að malla lengi því efri hluti hússins hafi verið nánast alelda. Einn íbúi var fluttur á slysadeild með reykeitrun. Hann hefur verið útskrifaður. 25. janúar 2021 11:48 Svona voru aðstæður í Kaldaseli í morgun Slökkvistarfi er nú að ljúka við einbýlishús í Kaldaseli sem varð miklum eldi að bráð í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins er dagvaktin nú tekin við af næturvaktinni sem fór fyrst á vettvang í morgun. 25. janúar 2021 10:30 „Húsið var í rauninni alelda þegar við komum“ Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sinnir nú útkalli í Seljahverfi í Breiðholti þar sem einbýlishús í Kaldaseli varð alelda í morgun. Altjón virðist hafa orðið í brunanum. Um er að ræða 240 fermetra einbýlishús. 25. janúar 2021 06:55 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Eiga von á því að húsið verði rifið að hluta á morgun Slökkvistarfi við Kaldasel í Seljahverfi í Breiðholti lauk nú á ellefta tímanum í kvöld. Mikill eldur kom upp í þaki hússins fyrr í kvöld, en þar hafði eldur komið upp í morgun og altjón orðið. 25. janúar 2021 22:54
Aftur logar í þaki hússins við Kaldasel Eldur er aftur kominn upp í þaki hússins sem varð alelda í morgun. Húsið er í Kaldaseli í Seljahverfi í Breiðholti, en mikill eldur kom upp í húsinu í morgun og varð altjón eftir brunann. 25. janúar 2021 20:28
Íbúinn útskrifaður af slysadeild Altjón varð þegar eldur kom upp í einbýlishúsi við Kaldasel snemma í morgun. Varðstjóri telur að eldurinn hafi verið búinn að malla lengi því efri hluti hússins hafi verið nánast alelda. Einn íbúi var fluttur á slysadeild með reykeitrun. Hann hefur verið útskrifaður. 25. janúar 2021 11:48
Svona voru aðstæður í Kaldaseli í morgun Slökkvistarfi er nú að ljúka við einbýlishús í Kaldaseli sem varð miklum eldi að bráð í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins er dagvaktin nú tekin við af næturvaktinni sem fór fyrst á vettvang í morgun. 25. janúar 2021 10:30
„Húsið var í rauninni alelda þegar við komum“ Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sinnir nú útkalli í Seljahverfi í Breiðholti þar sem einbýlishús í Kaldaseli varð alelda í morgun. Altjón virðist hafa orðið í brunanum. Um er að ræða 240 fermetra einbýlishús. 25. janúar 2021 06:55