Berst við heilaþoku og ofurþreytu eftir alvarlega Covid-sýkingu í vor Birgir Olgeirsson skrifar 27. janúar 2021 21:00 Kristinn Bjarnason, 66 ára smiður, er að ljúka endurhæfingu á Reykjalundi vegna Covid-19. Vísir/Arnar Einn þeirra sem er til meðferðar á Reykjalundi vegna eftirkasta Covid var meðvitundarlaus á Landspítalanum í þrjár vikur síðastliðið vor. Hann þjáist af síþreytu og hefur örmagnast við minnsta álag. Heilaþokan leikur hann grátt, kaffibragðið er ekki eins og áður - en hann er byrjaður að borða grænmeti eftir að bragðskynið breyttist. Kristinn Bjarnason er 66 ára gamall smiður sem smitaðist af kórónuveirunni í mars. Hann var í margar vikur á gjörgæsludeild Landspítalans vegna veikindanna. Þegar hann komst á fætur reyndi hann að ná þrekinu til baka. „Og var búinn að ná töluverðu upp aftur af þreki en þá fékk ég blæðingar úr nefinu sem tók fjóra sólarhringa að stoppa,“ segir Kristinn. Allt í einu ekki hægt að halda augunum opnum Með stuðningi frá vinnuveitanda og stéttarfélagi gat hann minnkað við sig vinnu. Hann á nú eina viku eftir af meðferð á Reykjalundi. „Og það er eitt í þessu, það er ofurþreyta sem kemur alltaf yfir mann öðru hvoru. Þá er maður nývaknaður og búinn að sofa vel og svoleiðis en svo allt í einu getur maður varla haldið augunum opnum,“ segir Kristinn. Heilaþokan hefur gert honum lífið leitt. „Ég hef lagt mig fram við það að muna nöfn á fólki en þá er eins og nafnið hverfi. Ég veit alveg hver manneskjan er og allt í kringum hana, og get nafngreint kannski börnin hennar og allt, en akkúrat á þessum tímapunkti man ég ekki nafnið. En svo kemur það kannski eftir klukkutíma,“ segir Kristinn. „Og eins í vinnunni. Ég er kannski að gera eitthvað og veit alveg hvað ég er að gera en ef ég ætti að útskýra það fyrir einhverjum öðrum þá er það stundum svolítið erfitt.“ Eins og einhver hefði ælt í koddann Hann finnur ólykt sem aðrir ekki finna og bragðskynið breytt. „Þegar ég vaknaði á spítalanum þá fannst mér svo vond lykt úr koddanum. Það var bara eins og einhver hefði ælt, eða súr mjólk eða svoleiðis. Og svo var skipt um koddann og það breyttist ekkert. En þetta er yfirleitt mjög vond lykt. Sumt finnst mér ekki gott í dag sem mér fannst gott áður, og svo öfugt.“ Geturðu nefnt dæmi um það? „Ég hef alltaf verið mikill kjötmaður og borðaði ekkert grænmeti. En nú er ég farinn að borða meira grænmeti og finnst það ekkert vont.“ Hann segir einu leiðina að fara ekki fram úr sér við að ná fyrri styrk. „Ekki kannski að taka því rólega en fara ekki fram úr sér. Um leið og þú ert orðinn þreyttur að slaka á en um að gera að reyna að hreyfa sig.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Sjá meira
Kristinn Bjarnason er 66 ára gamall smiður sem smitaðist af kórónuveirunni í mars. Hann var í margar vikur á gjörgæsludeild Landspítalans vegna veikindanna. Þegar hann komst á fætur reyndi hann að ná þrekinu til baka. „Og var búinn að ná töluverðu upp aftur af þreki en þá fékk ég blæðingar úr nefinu sem tók fjóra sólarhringa að stoppa,“ segir Kristinn. Allt í einu ekki hægt að halda augunum opnum Með stuðningi frá vinnuveitanda og stéttarfélagi gat hann minnkað við sig vinnu. Hann á nú eina viku eftir af meðferð á Reykjalundi. „Og það er eitt í þessu, það er ofurþreyta sem kemur alltaf yfir mann öðru hvoru. Þá er maður nývaknaður og búinn að sofa vel og svoleiðis en svo allt í einu getur maður varla haldið augunum opnum,“ segir Kristinn. Heilaþokan hefur gert honum lífið leitt. „Ég hef lagt mig fram við það að muna nöfn á fólki en þá er eins og nafnið hverfi. Ég veit alveg hver manneskjan er og allt í kringum hana, og get nafngreint kannski börnin hennar og allt, en akkúrat á þessum tímapunkti man ég ekki nafnið. En svo kemur það kannski eftir klukkutíma,“ segir Kristinn. „Og eins í vinnunni. Ég er kannski að gera eitthvað og veit alveg hvað ég er að gera en ef ég ætti að útskýra það fyrir einhverjum öðrum þá er það stundum svolítið erfitt.“ Eins og einhver hefði ælt í koddann Hann finnur ólykt sem aðrir ekki finna og bragðskynið breytt. „Þegar ég vaknaði á spítalanum þá fannst mér svo vond lykt úr koddanum. Það var bara eins og einhver hefði ælt, eða súr mjólk eða svoleiðis. Og svo var skipt um koddann og það breyttist ekkert. En þetta er yfirleitt mjög vond lykt. Sumt finnst mér ekki gott í dag sem mér fannst gott áður, og svo öfugt.“ Geturðu nefnt dæmi um það? „Ég hef alltaf verið mikill kjötmaður og borðaði ekkert grænmeti. En nú er ég farinn að borða meira grænmeti og finnst það ekkert vont.“ Hann segir einu leiðina að fara ekki fram úr sér við að ná fyrri styrk. „Ekki kannski að taka því rólega en fara ekki fram úr sér. Um leið og þú ert orðinn þreyttur að slaka á en um að gera að reyna að hreyfa sig.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Sjá meira