Hver vegur að heiman er vegurinn heim Jódís Skúladóttir skrifar 27. janúar 2021 11:30 Ein mikilvægasta forsenda vaxtar og velfarnaðar á landsbygðinni eru góðar samgöngur. Aðgengi allra íbúa landsins að verslun og þjónustu er hluti jafnréttisbaráttunnar. Grunnþjónustu þurfa íbúar á strjálbýlum svæðum oft að sækja um langan veg. Margt gott hefur gerst í samgöngumálum í kjördæminu, og um land allt, undanfarin ár en betur má ef duga skal. Mikilvægar úrbætur hafa verið gerðar á Borgarfjarðarvegi, Dettifossvegi og Langanesströnd milli Þórshafnar og Bakkafjarðar svo eitthvað sé nefnt. Mikilvægt er að þessum verkefnum ljúki hið fyrsta. Stóru verkefnin á Austurlandi eru Axarvegur og Fjarðarheiðagöng til að byrja með sem fyrsta áfanga að hringtengingu um Mið-Austurland. Hér viljum við hafa eitt atvinnusvæði og spila samgöngur þar lykilhlutverk. Hamfarirnar á Seyðisfirði sem dundu yfir 18. desember sýndu okkur hversu nauðsynlegt er að tryggja öruggar samgöngur. Bæði dagana fyrir og eftir hamfarirnar var Fjarðarheiði lokuð en sem betur fer ekki daginn sem hörmungarnar skullu á. Við getum ekki til þess hugsað hver staðan hefði verið ef ekki heiðin hefði verið lokuð og ekki hefði verið hægt að koma fólki burtu af hamfarasvæðinu þegar rýma varð bæinn með skömmum fyrirvara. Fjarðarheiðagöng eru á samgönguáætlun og það má ekkert klikka! Á Norðurlandi er úrbóta þörf og þá sér í lagi á Tröllaskaga. Hyggja þarf að göngum til að losna við hina miklu fyrirstöðu á Öxnadalsheiði. Fjallvegurinn um Öxnadalsheiði getur verið mikill farartálmi yfir vetrarmánuðina eins og hefur sýnt sig vel undanfarið. Þessu þarf að fylgja eftir og skoða hvaða leiðir eru heppilegastar varðandi gangnagerð á Tröllaskaga. Meðan enn er unnið að brýnum samgönguúrbótum er gríðarlega mikilvægt að vetrarþjónustu sé sinnt betur og að lífæðum innan sveitarfélaga sé haldið opnum eins og mögulegt er. Bæði fyrir íbúa en líka gesti, enda hefur vetrarumferð ferðamanna aukist mikið undanfarin ár þó vissulega setji Kófið strik í reikninginn þessi misserin. Ekki fékkst t.d. fjármagn í vetrarþjónustu á Demantshringnum þrátt fyrir að stutt sé í að Dettifossvegur klárist. Slíkar lokanir hafa áhrif á bæði íbúa, þjónustuaðila og ferðafólk sem kemur með tekjur inn á svæðið. Það er því mikilvægt að bæta fjármagni í málaflokkinn. Eftir sameiningu sveitarfélaga á Austurlandi í Fjarðabyggð og Múlaþing búa margir íbúar við það að þurfa að fara um langan veg innan síns sveitarfélags. Þessu er brýnt að breyta þar sem við á. Leiðina milli Egilsstaða og Djúpavogs má t.d. stytta um u.þ.b. 61 km með því að fara um Öxi. Það munar um minna þegar sækja á þjónustu, verslun eða tómstundir. Frá Djúpavogi til Egilsstaða eru 154 km ef ekið er um Fagradal. Til samanburðar er vegalengdin frá Búðardal til Reykjavíkur 153 km og ekki líklegt að fólki finnist boðlegt að vísa íbúum Búðardals í þann farveg til að sækja sér þjónustu. Að lokum má benda á að átaks er þörf í fækkun á hinum fjölmörgu einbreiðu brúm sem en eru í kjördæminu og skapa gríðarlega slysahættu. Almenningssamgöngur heyra nú undir Vegagerð ríkisins eftir að landshlutasamtökin sögðu sig frá verkefninu, fyrir utan Samband sveitarfélaga á Austurlandi sem heldur ennþá utan um akstur innan síns svæðis. Vegagerðin bauð út akstur almenningssamgangna á landsvísu á síðasta ári. Það er auðséð að auka verður fjármagn til málaflokksins og gefa fólki raunhæfan möguleika á því að ferðast á milli byggðakjarna með almenningssamgöngum með öryggi og umhverfisvernd að leiðarljósi. Vakin hefur verið athygli á því að með breyttu leiðakerfi hafa mikilvægar stoppistöðvar dottið út t.d í Þingeyjarsveit, á Laugum og á Fosshóli. Eins var áætlun milli Egilsstaða og Akureyrar breytt, ekki til hagsbóta fyrir notendur. Þegar slíkar ákvarðanir eru teknar er svo mikilvægt að það sé gert í samráði við nærsamfélagið og með hag íbúa að leiðarljósi. Við sem samfélag og íbúar verðum að standa saman að því að samgöngur innan Norðausturkjördæmis séu með þeim hætti að öryggi, hagkvæmni og umhverfissjónarmið njóti alltaf vafans. Höfundur er lögfræðingur og gefur kost á sér í 2. Sæti í forvali VG í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Norðausturkjördæmi Skoðun: Kosningar 2021 Jódís Skúladóttir Mest lesið Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Stjórnmálin verða að virka Bjarni Benediktsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári Skoðun Skoðun Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Ein mikilvægasta forsenda vaxtar og velfarnaðar á landsbygðinni eru góðar samgöngur. Aðgengi allra íbúa landsins að verslun og þjónustu er hluti jafnréttisbaráttunnar. Grunnþjónustu þurfa íbúar á strjálbýlum svæðum oft að sækja um langan veg. Margt gott hefur gerst í samgöngumálum í kjördæminu, og um land allt, undanfarin ár en betur má ef duga skal. Mikilvægar úrbætur hafa verið gerðar á Borgarfjarðarvegi, Dettifossvegi og Langanesströnd milli Þórshafnar og Bakkafjarðar svo eitthvað sé nefnt. Mikilvægt er að þessum verkefnum ljúki hið fyrsta. Stóru verkefnin á Austurlandi eru Axarvegur og Fjarðarheiðagöng til að byrja með sem fyrsta áfanga að hringtengingu um Mið-Austurland. Hér viljum við hafa eitt atvinnusvæði og spila samgöngur þar lykilhlutverk. Hamfarirnar á Seyðisfirði sem dundu yfir 18. desember sýndu okkur hversu nauðsynlegt er að tryggja öruggar samgöngur. Bæði dagana fyrir og eftir hamfarirnar var Fjarðarheiði lokuð en sem betur fer ekki daginn sem hörmungarnar skullu á. Við getum ekki til þess hugsað hver staðan hefði verið ef ekki heiðin hefði verið lokuð og ekki hefði verið hægt að koma fólki burtu af hamfarasvæðinu þegar rýma varð bæinn með skömmum fyrirvara. Fjarðarheiðagöng eru á samgönguáætlun og það má ekkert klikka! Á Norðurlandi er úrbóta þörf og þá sér í lagi á Tröllaskaga. Hyggja þarf að göngum til að losna við hina miklu fyrirstöðu á Öxnadalsheiði. Fjallvegurinn um Öxnadalsheiði getur verið mikill farartálmi yfir vetrarmánuðina eins og hefur sýnt sig vel undanfarið. Þessu þarf að fylgja eftir og skoða hvaða leiðir eru heppilegastar varðandi gangnagerð á Tröllaskaga. Meðan enn er unnið að brýnum samgönguúrbótum er gríðarlega mikilvægt að vetrarþjónustu sé sinnt betur og að lífæðum innan sveitarfélaga sé haldið opnum eins og mögulegt er. Bæði fyrir íbúa en líka gesti, enda hefur vetrarumferð ferðamanna aukist mikið undanfarin ár þó vissulega setji Kófið strik í reikninginn þessi misserin. Ekki fékkst t.d. fjármagn í vetrarþjónustu á Demantshringnum þrátt fyrir að stutt sé í að Dettifossvegur klárist. Slíkar lokanir hafa áhrif á bæði íbúa, þjónustuaðila og ferðafólk sem kemur með tekjur inn á svæðið. Það er því mikilvægt að bæta fjármagni í málaflokkinn. Eftir sameiningu sveitarfélaga á Austurlandi í Fjarðabyggð og Múlaþing búa margir íbúar við það að þurfa að fara um langan veg innan síns sveitarfélags. Þessu er brýnt að breyta þar sem við á. Leiðina milli Egilsstaða og Djúpavogs má t.d. stytta um u.þ.b. 61 km með því að fara um Öxi. Það munar um minna þegar sækja á þjónustu, verslun eða tómstundir. Frá Djúpavogi til Egilsstaða eru 154 km ef ekið er um Fagradal. Til samanburðar er vegalengdin frá Búðardal til Reykjavíkur 153 km og ekki líklegt að fólki finnist boðlegt að vísa íbúum Búðardals í þann farveg til að sækja sér þjónustu. Að lokum má benda á að átaks er þörf í fækkun á hinum fjölmörgu einbreiðu brúm sem en eru í kjördæminu og skapa gríðarlega slysahættu. Almenningssamgöngur heyra nú undir Vegagerð ríkisins eftir að landshlutasamtökin sögðu sig frá verkefninu, fyrir utan Samband sveitarfélaga á Austurlandi sem heldur ennþá utan um akstur innan síns svæðis. Vegagerðin bauð út akstur almenningssamgangna á landsvísu á síðasta ári. Það er auðséð að auka verður fjármagn til málaflokksins og gefa fólki raunhæfan möguleika á því að ferðast á milli byggðakjarna með almenningssamgöngum með öryggi og umhverfisvernd að leiðarljósi. Vakin hefur verið athygli á því að með breyttu leiðakerfi hafa mikilvægar stoppistöðvar dottið út t.d í Þingeyjarsveit, á Laugum og á Fosshóli. Eins var áætlun milli Egilsstaða og Akureyrar breytt, ekki til hagsbóta fyrir notendur. Þegar slíkar ákvarðanir eru teknar er svo mikilvægt að það sé gert í samráði við nærsamfélagið og með hag íbúa að leiðarljósi. Við sem samfélag og íbúar verðum að standa saman að því að samgöngur innan Norðausturkjördæmis séu með þeim hætti að öryggi, hagkvæmni og umhverfissjónarmið njóti alltaf vafans. Höfundur er lögfræðingur og gefur kost á sér í 2. Sæti í forvali VG í Norðausturkjördæmi.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun