Útboðsgjald á innfluttar landbúnaðarvörur hækkar um allt að 2.840 prósent Heimir Már Pétursson skrifar 26. janúar 2021 19:20 Fyrir jól kynntu margar matvöruverslanir lækkað verð á innfluttum kjötvörum frá Evrópusambandinu sem voru með lægra útboðsgjaldi en nú hefur tekið gildi. Stöð 2/Arnar Dæmi eru um að útboðsgjald vegna innflutnings á landbúnaðarafurðum innan tollakvóta Evrópusambandsins hafi tuttugu og níu faldast eftir að eldri álagning var tekin upp á ný um áramót. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir þessar hækkanir skila sér út í verðlagið bæði á innfluttum og innlendum landbúnaðarvörum. Rétt fyrir jól samþykkti Alþingi frumvarp landbúnaðarráðherra þar sem horfið var frá nýlegum breytingum á gjaldi á innfluttar landbúnaðarvörur innan tollakvóta frá Evrópusambandinu. Nú er kvótunum úthlutað til hæstbjóðenda en ný aðferð á síðasta ári studdist við jafnvægisverð sem lækkaði álögur töluvert. Ólafur Stephensen segir að það hafi verið meðvituð ákvörðun hjá landbúnaðarráðherra að hækka matarverð á Íslandi með breytingum á álögum á tollkvóta.Vísir/Vilhelm Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir niðurstöður fyrsta útboðsins á þessu ári hafa verið kynntar í dag. „Þær sýna náttúrlega að það gengur eftir sem við höfðum áhyggjur af. Því miður hækkar útboðsgjaldið í mörgum tilvikum gríðarlega. Til dæmis um 65 prósent á nautakjötskvóta og115 prósent á lífrænum kjúklingi. Tuttugu og níu faldast á innfluttum hráskinkum og öðru slíku.“ Eða um tvöþúsund áttahundruð og fjörutíu prósent. Grafík/HÞ Ólafur segir þetta leiða til hækkunar á verði innfluttrar landbúnaðarvöru. „Í skjóli þess verður innlend vara líka dýrari. En ég er hræddur um að það hafi allan tímann verið meiningin. Það hafi verið ætlun landbúnaðarráðherrans að hækka hérna matarverð meðvitað,“ segir Ólafur. Landbúnaðarráðherra sagði breytt fyrirkomulag í fyrra hins vegar ekki hafa tryggt lækkun vöruverðs þar sem lækkanir á verði vörunnar í Evrópu hafi ekki skilað sér til neytenda. „Við erum bara alveg ósammála þeirri greiningu. Ég held að skýrsla Alþýðusambandsins til dæmis sem var unnin á matarverði og afleiðingum af tollasamningi við Evrópusambandið og þessari nýju útboðsaðferð hafi einmitt sýnt að þetta skilaði sér,“ segir Ólafur Stephensen. Skattar og tollar Evrópusambandið Matvælaframleiðsla Neytendur Landbúnaður Tengdar fréttir Meirihluti atvinnuveganefndar bakkar í tollkvótamálinu Meirihluti atvinnuveganefndar hefur fallið frá fyrri tillögu sinni um auknar álögur á tollkvóta á innfluttar landbúnaðarvörur frá evrópusambandsríkjunum í þrjú ár og leggur nú til að álögurnar verði auknar um eitt og hálft ár. 18. desember 2020 11:59 Utanríkisráðherra fer fram á endurskoðun tollasamninga við ESB Utanríkisráðherra hefur formlega óskað eftir því við Evrópusambandið að tollasamningur Íslands og sambandsins um landbúnaðarvörur verði endurskoðaður. Þá hafa Bretar og Íslendingar gert með sér nýjan loftferðasamning sem tryggir flugsamgöngur milli þjóðanna til framtíðar. 17. desember 2020 19:21 Kúabændur segja verðlækkun á innfluttu kjöti ekki hafa skilað sér til neytenda Landsamband kúabænda segir verð á innfluttu kjöti ekki hafa lækkað hér á landi frá því álögur á tollkvóta voru lækkaðar um síðustu áramót þrátt fyrir að meðalverð til innflutningsaðila hafi lækkað. 17. desember 2020 15:43 Sakar þingmenn um að taka sérhagsmuni framyfir hagsmuni neytenda Verð á innfluttum landbúnaðarvörum frá ríkjum Evrópusambandsins mun að öllum líkindum hækka töluvert í verði upp úr áramótum vegna lagabreytinga sem verið er að ganga frá á Alþingi. Fjölmörg samtök leggjast gegn breytingunni en hún er rökstudd með stuðningi við innlendan landbúnað. 16. desember 2020 19:21 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Rétt fyrir jól samþykkti Alþingi frumvarp landbúnaðarráðherra þar sem horfið var frá nýlegum breytingum á gjaldi á innfluttar landbúnaðarvörur innan tollakvóta frá Evrópusambandinu. Nú er kvótunum úthlutað til hæstbjóðenda en ný aðferð á síðasta ári studdist við jafnvægisverð sem lækkaði álögur töluvert. Ólafur Stephensen segir að það hafi verið meðvituð ákvörðun hjá landbúnaðarráðherra að hækka matarverð á Íslandi með breytingum á álögum á tollkvóta.Vísir/Vilhelm Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir niðurstöður fyrsta útboðsins á þessu ári hafa verið kynntar í dag. „Þær sýna náttúrlega að það gengur eftir sem við höfðum áhyggjur af. Því miður hækkar útboðsgjaldið í mörgum tilvikum gríðarlega. Til dæmis um 65 prósent á nautakjötskvóta og115 prósent á lífrænum kjúklingi. Tuttugu og níu faldast á innfluttum hráskinkum og öðru slíku.“ Eða um tvöþúsund áttahundruð og fjörutíu prósent. Grafík/HÞ Ólafur segir þetta leiða til hækkunar á verði innfluttrar landbúnaðarvöru. „Í skjóli þess verður innlend vara líka dýrari. En ég er hræddur um að það hafi allan tímann verið meiningin. Það hafi verið ætlun landbúnaðarráðherrans að hækka hérna matarverð meðvitað,“ segir Ólafur. Landbúnaðarráðherra sagði breytt fyrirkomulag í fyrra hins vegar ekki hafa tryggt lækkun vöruverðs þar sem lækkanir á verði vörunnar í Evrópu hafi ekki skilað sér til neytenda. „Við erum bara alveg ósammála þeirri greiningu. Ég held að skýrsla Alþýðusambandsins til dæmis sem var unnin á matarverði og afleiðingum af tollasamningi við Evrópusambandið og þessari nýju útboðsaðferð hafi einmitt sýnt að þetta skilaði sér,“ segir Ólafur Stephensen.
Skattar og tollar Evrópusambandið Matvælaframleiðsla Neytendur Landbúnaður Tengdar fréttir Meirihluti atvinnuveganefndar bakkar í tollkvótamálinu Meirihluti atvinnuveganefndar hefur fallið frá fyrri tillögu sinni um auknar álögur á tollkvóta á innfluttar landbúnaðarvörur frá evrópusambandsríkjunum í þrjú ár og leggur nú til að álögurnar verði auknar um eitt og hálft ár. 18. desember 2020 11:59 Utanríkisráðherra fer fram á endurskoðun tollasamninga við ESB Utanríkisráðherra hefur formlega óskað eftir því við Evrópusambandið að tollasamningur Íslands og sambandsins um landbúnaðarvörur verði endurskoðaður. Þá hafa Bretar og Íslendingar gert með sér nýjan loftferðasamning sem tryggir flugsamgöngur milli þjóðanna til framtíðar. 17. desember 2020 19:21 Kúabændur segja verðlækkun á innfluttu kjöti ekki hafa skilað sér til neytenda Landsamband kúabænda segir verð á innfluttu kjöti ekki hafa lækkað hér á landi frá því álögur á tollkvóta voru lækkaðar um síðustu áramót þrátt fyrir að meðalverð til innflutningsaðila hafi lækkað. 17. desember 2020 15:43 Sakar þingmenn um að taka sérhagsmuni framyfir hagsmuni neytenda Verð á innfluttum landbúnaðarvörum frá ríkjum Evrópusambandsins mun að öllum líkindum hækka töluvert í verði upp úr áramótum vegna lagabreytinga sem verið er að ganga frá á Alþingi. Fjölmörg samtök leggjast gegn breytingunni en hún er rökstudd með stuðningi við innlendan landbúnað. 16. desember 2020 19:21 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Meirihluti atvinnuveganefndar bakkar í tollkvótamálinu Meirihluti atvinnuveganefndar hefur fallið frá fyrri tillögu sinni um auknar álögur á tollkvóta á innfluttar landbúnaðarvörur frá evrópusambandsríkjunum í þrjú ár og leggur nú til að álögurnar verði auknar um eitt og hálft ár. 18. desember 2020 11:59
Utanríkisráðherra fer fram á endurskoðun tollasamninga við ESB Utanríkisráðherra hefur formlega óskað eftir því við Evrópusambandið að tollasamningur Íslands og sambandsins um landbúnaðarvörur verði endurskoðaður. Þá hafa Bretar og Íslendingar gert með sér nýjan loftferðasamning sem tryggir flugsamgöngur milli þjóðanna til framtíðar. 17. desember 2020 19:21
Kúabændur segja verðlækkun á innfluttu kjöti ekki hafa skilað sér til neytenda Landsamband kúabænda segir verð á innfluttu kjöti ekki hafa lækkað hér á landi frá því álögur á tollkvóta voru lækkaðar um síðustu áramót þrátt fyrir að meðalverð til innflutningsaðila hafi lækkað. 17. desember 2020 15:43
Sakar þingmenn um að taka sérhagsmuni framyfir hagsmuni neytenda Verð á innfluttum landbúnaðarvörum frá ríkjum Evrópusambandsins mun að öllum líkindum hækka töluvert í verði upp úr áramótum vegna lagabreytinga sem verið er að ganga frá á Alþingi. Fjölmörg samtök leggjast gegn breytingunni en hún er rökstudd með stuðningi við innlendan landbúnað. 16. desember 2020 19:21