Óeirðirnar endurspegli ekki hug almennings Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 26. janúar 2021 19:01 Ásthildur Hjaltadóttir býr í Amsterdam. Skjáskot Lögreglan í Hollandi segir að óeirðirnar í landinu seinustu daga vegna hertra kórónuveirutakmarkana séu þær verstu í landinu í fjörutíu ár. Ófögur sýn blasti við starfsmönnum matvöruverslunar í borginni Den Bosch í morgun. Rusl á gólfinu, vörum velt um koll og allt í drasli. Á götum borgarinnar mátti svo sjá að sumir kaupmenn hafa byrgt fyrir rúður á meðan rúður hjá öðrum eru mölbrotnar. Lögregla hefur haft í nógu að snúast undanfarnar nætur, frá því útgöngubann um kvöld og nætur tók gildi. Í Haarlem kveiktu óeirðaseggir bál og flugust á við lögregluþjóna. Svipuð staða var í Rotterdam. Tugir voru handteknir í hvorri borg í nótt, sem og víðar, og lögregla hefur bæði beitt vatnsbyssum og táragasi. Lögreglumenn í Rotterdam, skömmu eftir átök við ungmenni í nótt.EPA/Marco de Swart Mark Rutte forsætisráðherra fordæmdi óeirðirnar. „Til að byrja með, þá er þetta alveg óþolandi. Þetta vekur óhug hjá venjulegu fólki og maður getur ekki annað en hugsað hvað vakti fyrir þessu fólki. Þetta hefur ekkert að gera með mótmæli. Þetta var glæpsamlegt ofbeldi og verður meðhöndlað í samræmi við það.“ Endurspeglar ekki hug almennings Ásthildur Hjaltadóttir býr í Amsterdam. Hún hefur þurft að vinna heima síðan í mars við borðstofuborðið og varð því sjálf lítið vör við það þegar útgöngubannið tók gildi. Um óeirðir síðustu daga hafði hún þetta að segja. „Þetta endurspeglar algjörlega ekki hug almennings í landinu. Ég held við séum öll að reyna að gera það sem við getum til að stemma stigu við útbreiðslunni,“ segir Ásthildur. Hún segir lætin ekki ná nokkurri átt og telur að flestir séu sammála sér að óeirðirnar tengist takmörkununum ekki sérstaklega. Fólk sé frekar að fá útrás fyrir „hooliganisma“. Íbúar Den Bosch hafa unnið hörðum höndum að því í dag að taka til eftir lætin í nótt.EÐA/Piroschka van de Wouw „Við erum í Amsterdam og búum nálægt söfnunum þannig við fórum að viðra okkur á sunnudaginn. Þá mættu okkur þar lögreglumenn á hestum og alls konar óeirðalögregla. Stuttu eftir að við forðuðum okkur voru teknar fram vatnskanónur þannig þetta er mjög óvenjuleg og óhugguleg sjón.“ Einnig mótmælt í Þýskalandi En hvernig er staðan í löndunum í kring? Sérfræðingar í Frakklandi kalla eftir hertum takmörkunum en nú þegar er í gildi útgöngubann frá sex að kvöldi til sex að morgni. Strangar takmarkanir eru í gildi í Belgíu líka og þar hefur staðan farið verið að batna. Ferðabann var þó kynnt í gær. Í Þýskalandi er flest lokað og voru takmarkanir framlengdar fyrir viku. Hvað varðar mótmæli hafa þau án efa verið umfangsmest í Þýskalandi. Tugir þúsunda hafa tekið þátt í misstórum mótmælum, fleiri en hundrað verið handtekin. Eitthvað hefur borið á mótmælum í Frakklandi og í Belgíu, þó minna en í Þýskalandi. Holland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Frakkland Þýskaland Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Verstu óeirðir í Hollandi í fjörutíu ár Lögreglan í Hollandi segir að óeirðirnar í landinu seinustu daga séu þær verstu í landinu í fjörutíu ár. Fjöldi mótmælenda hefur komið saman í hollenskum borgum til þess að mótmæla útgöngubanni sem yfirvöld hafa sett á til þess að reyna að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. 26. janúar 2021 07:33 Óeirðir í Hollandi vegna sóttvarnaaðgerða Óeirðalögregla var kölluð út í Eindhoven í Hollandi í gærkvöldi vegna mótmælenda sem hópuðust á götur borgarinnar til að mótmæla nýju útgöngubanni í borginni sem tók gildi í gærkvöldi vegna útbreiðslu Covid-19 á svæðinu. 25. janúar 2021 07:04 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Sjá meira
Ófögur sýn blasti við starfsmönnum matvöruverslunar í borginni Den Bosch í morgun. Rusl á gólfinu, vörum velt um koll og allt í drasli. Á götum borgarinnar mátti svo sjá að sumir kaupmenn hafa byrgt fyrir rúður á meðan rúður hjá öðrum eru mölbrotnar. Lögregla hefur haft í nógu að snúast undanfarnar nætur, frá því útgöngubann um kvöld og nætur tók gildi. Í Haarlem kveiktu óeirðaseggir bál og flugust á við lögregluþjóna. Svipuð staða var í Rotterdam. Tugir voru handteknir í hvorri borg í nótt, sem og víðar, og lögregla hefur bæði beitt vatnsbyssum og táragasi. Lögreglumenn í Rotterdam, skömmu eftir átök við ungmenni í nótt.EPA/Marco de Swart Mark Rutte forsætisráðherra fordæmdi óeirðirnar. „Til að byrja með, þá er þetta alveg óþolandi. Þetta vekur óhug hjá venjulegu fólki og maður getur ekki annað en hugsað hvað vakti fyrir þessu fólki. Þetta hefur ekkert að gera með mótmæli. Þetta var glæpsamlegt ofbeldi og verður meðhöndlað í samræmi við það.“ Endurspeglar ekki hug almennings Ásthildur Hjaltadóttir býr í Amsterdam. Hún hefur þurft að vinna heima síðan í mars við borðstofuborðið og varð því sjálf lítið vör við það þegar útgöngubannið tók gildi. Um óeirðir síðustu daga hafði hún þetta að segja. „Þetta endurspeglar algjörlega ekki hug almennings í landinu. Ég held við séum öll að reyna að gera það sem við getum til að stemma stigu við útbreiðslunni,“ segir Ásthildur. Hún segir lætin ekki ná nokkurri átt og telur að flestir séu sammála sér að óeirðirnar tengist takmörkununum ekki sérstaklega. Fólk sé frekar að fá útrás fyrir „hooliganisma“. Íbúar Den Bosch hafa unnið hörðum höndum að því í dag að taka til eftir lætin í nótt.EÐA/Piroschka van de Wouw „Við erum í Amsterdam og búum nálægt söfnunum þannig við fórum að viðra okkur á sunnudaginn. Þá mættu okkur þar lögreglumenn á hestum og alls konar óeirðalögregla. Stuttu eftir að við forðuðum okkur voru teknar fram vatnskanónur þannig þetta er mjög óvenjuleg og óhugguleg sjón.“ Einnig mótmælt í Þýskalandi En hvernig er staðan í löndunum í kring? Sérfræðingar í Frakklandi kalla eftir hertum takmörkunum en nú þegar er í gildi útgöngubann frá sex að kvöldi til sex að morgni. Strangar takmarkanir eru í gildi í Belgíu líka og þar hefur staðan farið verið að batna. Ferðabann var þó kynnt í gær. Í Þýskalandi er flest lokað og voru takmarkanir framlengdar fyrir viku. Hvað varðar mótmæli hafa þau án efa verið umfangsmest í Þýskalandi. Tugir þúsunda hafa tekið þátt í misstórum mótmælum, fleiri en hundrað verið handtekin. Eitthvað hefur borið á mótmælum í Frakklandi og í Belgíu, þó minna en í Þýskalandi.
Holland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Frakkland Þýskaland Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Verstu óeirðir í Hollandi í fjörutíu ár Lögreglan í Hollandi segir að óeirðirnar í landinu seinustu daga séu þær verstu í landinu í fjörutíu ár. Fjöldi mótmælenda hefur komið saman í hollenskum borgum til þess að mótmæla útgöngubanni sem yfirvöld hafa sett á til þess að reyna að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. 26. janúar 2021 07:33 Óeirðir í Hollandi vegna sóttvarnaaðgerða Óeirðalögregla var kölluð út í Eindhoven í Hollandi í gærkvöldi vegna mótmælenda sem hópuðust á götur borgarinnar til að mótmæla nýju útgöngubanni í borginni sem tók gildi í gærkvöldi vegna útbreiðslu Covid-19 á svæðinu. 25. janúar 2021 07:04 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Sjá meira
Verstu óeirðir í Hollandi í fjörutíu ár Lögreglan í Hollandi segir að óeirðirnar í landinu seinustu daga séu þær verstu í landinu í fjörutíu ár. Fjöldi mótmælenda hefur komið saman í hollenskum borgum til þess að mótmæla útgöngubanni sem yfirvöld hafa sett á til þess að reyna að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. 26. janúar 2021 07:33
Óeirðir í Hollandi vegna sóttvarnaaðgerða Óeirðalögregla var kölluð út í Eindhoven í Hollandi í gærkvöldi vegna mótmælenda sem hópuðust á götur borgarinnar til að mótmæla nýju útgöngubanni í borginni sem tók gildi í gærkvöldi vegna útbreiðslu Covid-19 á svæðinu. 25. janúar 2021 07:04