Halda heræfingar og vara við köldu stríði Samúel Karl Ólason skrifar 26. janúar 2021 11:51 Kínverskri J-10 orrustuþotu flogið á flugsýningu. EPA/ALEKSANDAR PLAVEVSKI Yfirvöld í Kína opinberuðu í morgun að til stæði að halda heræfingar í Suður-Kínahafi í vikunni. Það er í kjölfar þess að Bandaríkjamenn sigldu flugmóðurskipi og öðrum herskipum í gegnum hafsvæðið umdeilda sem Kínverjar gera tilkall til. Þá varar Xi Jinping, forseti Kína, við nýju köldu stríði. Samkvæmt frétt Reuters liggur ekki fyrir hvers konar æfingar sé um að ræða. Þess í stað hafi bara verið tilkynnt að þeir muni fara fram. Kínverjar sendu út yfirlýsingu í gær um að Bandaríkin væru að „hnykla vöðvana“ í Suður-Kínahafi og það ýtti ekki undir frið og stöðugleika á svæðinu. Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs. Þar hafa þeir byggt upp heilu eyjarnar, flugvelli og flotastöðvar og komið eldflaugum þar fyrir. Auk Kína gera Víetnam, Filippseyjar, Brúnei, Malasía, Indónesía og Taívan tilkall til svæðisins. Rík fiskimið eru í Suður-Kínahafi og talið er að þar sé einnig að finna auðlindir eins og olíu. Þar að auki liggja mikilvægar siglingaleiðir um svæðið. Bandaríkin hafa haldið siglingum sínum um svæðið áfram í mótmælaskyni við tilkall Kína og til að tryggja frjálsar siglingar um svæðið. Ráðamenn í Kína hafa reglulega fordæmt þessar siglingar og sagt þær ógna friði á svæðinu. Einnig æfingar í Taívan Í Taívan er einnig verið að halda heræfingar, þó þær teljist varla umfangsmiklar. Það er gert eftir að Kínverjar flugu sprengjuvélum sem geta borið kjarnorkuvopn og orrustuþotum inn í loftvarnasvæði eyríkisins á bæði laugardag og sunnudag. Sjá einnig: Orrustuþotum og sprengjuvélum flogið yfir Taívansundi Kínverjar hafa verið að beita Taívan sífellt meiri þrýstingi að undanförnu. Flugmenn Taívan hafa verið undir sérstaklega miklu álagi vegna fjölda skipta sem Kínverjar fljúga inn í loftvarnasvæði þeirra. Þeim flugferðum hefur fjölgað mikið og það sama má segja um siglingar herskipa frá Kína. Samhliða þessari mikilli aukningu á álagi flugmanna og sjóliða, hefur ástand herafla Taívan versnað og geta hans dregist saman. Veruleg vandamál varðandi þjálfun varaliðs hers Taívan, sem er að mestu skipaður af sjálfboðaliðum. Þrýstingurinn er sagður vera liður í óhefðbundnum hernaði Kína gegn Taívan. Varaði við köldu stríði Í ræðu sinni á ársþingi Alþjóða efnahagsþingsins (World Economic Forum) í gær varaði Xi Jinping, forseti Kína við nýju köldu stríði, eins og áður hefur komið fram. Án þess að nefna Bandaríkin eða Joe Biden, nýjan forseta Bandaríkjanna, gaf Xi í skyn að Biden ætti að láta af verndarhyggju ríkisstjórnar Donalds Trump. Að Bandaríkin ættu ekki að ógna, útiloka eða reyna að einangra Kína. Það myndi leiða til kalds stríðs og mögulega átaka. Xi Jinping flutti ávarp á ársþingi Alþjóða efnahagsþingsins (World Economic Forum) í gær.EPA/Pascal Bitz Samkvæmt frétt Guardian gerði Xi einnig ljóst að Kínverjar myndu ekki sættast við gagnrýni vegna mannréttindabrota þar í landi. Gaf hann í skyn að slík gagnrýni byggi á fordómum gagnvart Kínverjum og menningu þeirra. Mike Pompeo, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sakaði Kínverja nýverið um þjóðarmorð gegn Úígúrum í vesturhluta Kína. Þar er um minnihlutahóp múslima að ræða og hafa Kínverjar nú í nokkur ár verið sakaðir um ofsóknir gegn þessu fólki. Sjá einnig: Sakar Kínverja um þjóðarmorð daginn fyrir stjórnarskiptin Hundruð þúsunda hafa verið send í fanga- og endurmenntunarbúðir í Xinjiang-héraði í Kína. Fólk sem hefur sloppið úr búðum þessum hefur sagt að þar séu þau þvinguð til þess að afneita trú þeirra og lýsa yfir hollustu við yfirvöld Kína. Fregnir af grimmilegri meðferð og jafnvel pyntingum og morðum hafa borist úr þessum búðum. Ráðamenn í Kína hafa haldið því fram að um einhverskonar endurmenntunarbúðir sé að ræða. Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bidens, tók nýverið undir sjónarmið Pompeo að um þjóðarmorð væri að ræða. Hann sagði að Trump hefði gert rétt með því að taka harðari afstöðu gagnvart Kína. Biden sjálfur hefur ekki gefið til kynna að hann muni draga úr harðri afstöðu Bandaríkjanna gagnvart Kína, sem mynduð var í stjórnartíð Trumps. Talskona hans sagði í gær að afstaða Bidens gagnvart Kína einkenndist af þolinmæði. Verið sé að skoða þá tolla sem Trump kom á laggirnar og aðrar aðgerðir ríkisstjórnar hans. Þá ætli Biden að auka samvinnu með bandamönnum Bandaríkjanna til að stöðva það sem hún kallaði efnahagslega misnotkun“. Sjá einnig: Kalla eftir aðgerðum vegna mannréttindabrota í Kína Í grein AP fréttaveitunnar segir að andstaðan við Kína hafi aldrei verið meiri í Washington. Þar spili margar deilur inn í, eins og deilurnar um Taívan og Suður-Kínahaf, og ásakanir um mannréttindabrot Kína í Hong Kong og Xinjiang, auk þess sem Bandaríkjamenn hafi sakað Kínverja um umfangsmiklar njósnir og stuld á leynigögnum og tækni. Kína Bandaríkin Taívan Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Segir Kína ætla að drottna yfir Bandaríkjunum og heiminum öllum John Ratcliffe, æðsti yfirmaður leyniþjónusta Bandaríkjanna, segir að ráðamenn í Kína séu að undirbúa sig fyrir átök við Bandaríkin. Hann segir að Bandaríkjamenn og lýðræðið hafi ekki staðið frammi fyrir jafn mikilli ógn síðan í seinni heimsstyrjöldinni. 4. desember 2020 13:31 Kínverjar hafna orðum páfa um Úígúra Kínverjar hafa hafnað ásökunum Frans páfa um að þeir fari illa með minnihlutahópinn Úígúra, sem búa í Xinjiang héraði í Kína. 25. nóvember 2020 08:30 Ofsóttir Úígúrar sagðir í nauðungarvinnu fyrir vestræn vörumerki Nike, Apple og Dell eru á meðal vestrænna fyrirtækja sem eiga í viðskiptum við kínverskar verksmiðjur sem eru sagðar nýta sér nauðungarvinnu ofsótts þjóðarbrots Úígúra. 2. mars 2020 11:36 Bandaríkin beita kínverska embættismenn viðskiptaþvingunum vegna mannréttindabrota Bandaríkin tilkynntu í dag að þau muni beita kínverska embættismenn, sem sakaðir eru um að bera ábyrgð á mannréttindabrotum gegn minnihlutahópi múslima í Xinjiang héraði, viðskiptaþvingunum. 9. júlí 2020 22:50 Takmarka fjölda kínverskra blaðamanna í Bandaríkjunum Yfirvöld Bandaríkjanna ætla að takmarka þann fjölda fólk sem vinna mega á skrifstofum kínverskra ríkismiðla í Bandaríkjunum. 3. mars 2020 10:35 Hóta að refsa Bandaríkjunum vegna Taívan Kínverjar hafa hótað Bandaríkjunum aðgerðum eftir að Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði að Taívan tilheyrði ekki Kína. 13. nóvember 2020 10:35 Ráðuneyti samþykkir að selja vopn til Taívan Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur samþykkt að selja ýmiss háþróuð vopn til Taívan. Málið hefur þó ekki enn verið formlega sent til þingsins til staðfestingar en það hefur þegar reitt ráðmenn í Peking til reiði. 13. október 2020 13:46 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Sjá meira
Samkvæmt frétt Reuters liggur ekki fyrir hvers konar æfingar sé um að ræða. Þess í stað hafi bara verið tilkynnt að þeir muni fara fram. Kínverjar sendu út yfirlýsingu í gær um að Bandaríkin væru að „hnykla vöðvana“ í Suður-Kínahafi og það ýtti ekki undir frið og stöðugleika á svæðinu. Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til nánast alls Suður-Kínahafs. Þar hafa þeir byggt upp heilu eyjarnar, flugvelli og flotastöðvar og komið eldflaugum þar fyrir. Auk Kína gera Víetnam, Filippseyjar, Brúnei, Malasía, Indónesía og Taívan tilkall til svæðisins. Rík fiskimið eru í Suður-Kínahafi og talið er að þar sé einnig að finna auðlindir eins og olíu. Þar að auki liggja mikilvægar siglingaleiðir um svæðið. Bandaríkin hafa haldið siglingum sínum um svæðið áfram í mótmælaskyni við tilkall Kína og til að tryggja frjálsar siglingar um svæðið. Ráðamenn í Kína hafa reglulega fordæmt þessar siglingar og sagt þær ógna friði á svæðinu. Einnig æfingar í Taívan Í Taívan er einnig verið að halda heræfingar, þó þær teljist varla umfangsmiklar. Það er gert eftir að Kínverjar flugu sprengjuvélum sem geta borið kjarnorkuvopn og orrustuþotum inn í loftvarnasvæði eyríkisins á bæði laugardag og sunnudag. Sjá einnig: Orrustuþotum og sprengjuvélum flogið yfir Taívansundi Kínverjar hafa verið að beita Taívan sífellt meiri þrýstingi að undanförnu. Flugmenn Taívan hafa verið undir sérstaklega miklu álagi vegna fjölda skipta sem Kínverjar fljúga inn í loftvarnasvæði þeirra. Þeim flugferðum hefur fjölgað mikið og það sama má segja um siglingar herskipa frá Kína. Samhliða þessari mikilli aukningu á álagi flugmanna og sjóliða, hefur ástand herafla Taívan versnað og geta hans dregist saman. Veruleg vandamál varðandi þjálfun varaliðs hers Taívan, sem er að mestu skipaður af sjálfboðaliðum. Þrýstingurinn er sagður vera liður í óhefðbundnum hernaði Kína gegn Taívan. Varaði við köldu stríði Í ræðu sinni á ársþingi Alþjóða efnahagsþingsins (World Economic Forum) í gær varaði Xi Jinping, forseti Kína við nýju köldu stríði, eins og áður hefur komið fram. Án þess að nefna Bandaríkin eða Joe Biden, nýjan forseta Bandaríkjanna, gaf Xi í skyn að Biden ætti að láta af verndarhyggju ríkisstjórnar Donalds Trump. Að Bandaríkin ættu ekki að ógna, útiloka eða reyna að einangra Kína. Það myndi leiða til kalds stríðs og mögulega átaka. Xi Jinping flutti ávarp á ársþingi Alþjóða efnahagsþingsins (World Economic Forum) í gær.EPA/Pascal Bitz Samkvæmt frétt Guardian gerði Xi einnig ljóst að Kínverjar myndu ekki sættast við gagnrýni vegna mannréttindabrota þar í landi. Gaf hann í skyn að slík gagnrýni byggi á fordómum gagnvart Kínverjum og menningu þeirra. Mike Pompeo, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sakaði Kínverja nýverið um þjóðarmorð gegn Úígúrum í vesturhluta Kína. Þar er um minnihlutahóp múslima að ræða og hafa Kínverjar nú í nokkur ár verið sakaðir um ofsóknir gegn þessu fólki. Sjá einnig: Sakar Kínverja um þjóðarmorð daginn fyrir stjórnarskiptin Hundruð þúsunda hafa verið send í fanga- og endurmenntunarbúðir í Xinjiang-héraði í Kína. Fólk sem hefur sloppið úr búðum þessum hefur sagt að þar séu þau þvinguð til þess að afneita trú þeirra og lýsa yfir hollustu við yfirvöld Kína. Fregnir af grimmilegri meðferð og jafnvel pyntingum og morðum hafa borist úr þessum búðum. Ráðamenn í Kína hafa haldið því fram að um einhverskonar endurmenntunarbúðir sé að ræða. Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bidens, tók nýverið undir sjónarmið Pompeo að um þjóðarmorð væri að ræða. Hann sagði að Trump hefði gert rétt með því að taka harðari afstöðu gagnvart Kína. Biden sjálfur hefur ekki gefið til kynna að hann muni draga úr harðri afstöðu Bandaríkjanna gagnvart Kína, sem mynduð var í stjórnartíð Trumps. Talskona hans sagði í gær að afstaða Bidens gagnvart Kína einkenndist af þolinmæði. Verið sé að skoða þá tolla sem Trump kom á laggirnar og aðrar aðgerðir ríkisstjórnar hans. Þá ætli Biden að auka samvinnu með bandamönnum Bandaríkjanna til að stöðva það sem hún kallaði efnahagslega misnotkun“. Sjá einnig: Kalla eftir aðgerðum vegna mannréttindabrota í Kína Í grein AP fréttaveitunnar segir að andstaðan við Kína hafi aldrei verið meiri í Washington. Þar spili margar deilur inn í, eins og deilurnar um Taívan og Suður-Kínahaf, og ásakanir um mannréttindabrot Kína í Hong Kong og Xinjiang, auk þess sem Bandaríkjamenn hafi sakað Kínverja um umfangsmiklar njósnir og stuld á leynigögnum og tækni.
Kína Bandaríkin Taívan Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Segir Kína ætla að drottna yfir Bandaríkjunum og heiminum öllum John Ratcliffe, æðsti yfirmaður leyniþjónusta Bandaríkjanna, segir að ráðamenn í Kína séu að undirbúa sig fyrir átök við Bandaríkin. Hann segir að Bandaríkjamenn og lýðræðið hafi ekki staðið frammi fyrir jafn mikilli ógn síðan í seinni heimsstyrjöldinni. 4. desember 2020 13:31 Kínverjar hafna orðum páfa um Úígúra Kínverjar hafa hafnað ásökunum Frans páfa um að þeir fari illa með minnihlutahópinn Úígúra, sem búa í Xinjiang héraði í Kína. 25. nóvember 2020 08:30 Ofsóttir Úígúrar sagðir í nauðungarvinnu fyrir vestræn vörumerki Nike, Apple og Dell eru á meðal vestrænna fyrirtækja sem eiga í viðskiptum við kínverskar verksmiðjur sem eru sagðar nýta sér nauðungarvinnu ofsótts þjóðarbrots Úígúra. 2. mars 2020 11:36 Bandaríkin beita kínverska embættismenn viðskiptaþvingunum vegna mannréttindabrota Bandaríkin tilkynntu í dag að þau muni beita kínverska embættismenn, sem sakaðir eru um að bera ábyrgð á mannréttindabrotum gegn minnihlutahópi múslima í Xinjiang héraði, viðskiptaþvingunum. 9. júlí 2020 22:50 Takmarka fjölda kínverskra blaðamanna í Bandaríkjunum Yfirvöld Bandaríkjanna ætla að takmarka þann fjölda fólk sem vinna mega á skrifstofum kínverskra ríkismiðla í Bandaríkjunum. 3. mars 2020 10:35 Hóta að refsa Bandaríkjunum vegna Taívan Kínverjar hafa hótað Bandaríkjunum aðgerðum eftir að Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði að Taívan tilheyrði ekki Kína. 13. nóvember 2020 10:35 Ráðuneyti samþykkir að selja vopn til Taívan Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur samþykkt að selja ýmiss háþróuð vopn til Taívan. Málið hefur þó ekki enn verið formlega sent til þingsins til staðfestingar en það hefur þegar reitt ráðmenn í Peking til reiði. 13. október 2020 13:46 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Sjá meira
Segir Kína ætla að drottna yfir Bandaríkjunum og heiminum öllum John Ratcliffe, æðsti yfirmaður leyniþjónusta Bandaríkjanna, segir að ráðamenn í Kína séu að undirbúa sig fyrir átök við Bandaríkin. Hann segir að Bandaríkjamenn og lýðræðið hafi ekki staðið frammi fyrir jafn mikilli ógn síðan í seinni heimsstyrjöldinni. 4. desember 2020 13:31
Kínverjar hafna orðum páfa um Úígúra Kínverjar hafa hafnað ásökunum Frans páfa um að þeir fari illa með minnihlutahópinn Úígúra, sem búa í Xinjiang héraði í Kína. 25. nóvember 2020 08:30
Ofsóttir Úígúrar sagðir í nauðungarvinnu fyrir vestræn vörumerki Nike, Apple og Dell eru á meðal vestrænna fyrirtækja sem eiga í viðskiptum við kínverskar verksmiðjur sem eru sagðar nýta sér nauðungarvinnu ofsótts þjóðarbrots Úígúra. 2. mars 2020 11:36
Bandaríkin beita kínverska embættismenn viðskiptaþvingunum vegna mannréttindabrota Bandaríkin tilkynntu í dag að þau muni beita kínverska embættismenn, sem sakaðir eru um að bera ábyrgð á mannréttindabrotum gegn minnihlutahópi múslima í Xinjiang héraði, viðskiptaþvingunum. 9. júlí 2020 22:50
Takmarka fjölda kínverskra blaðamanna í Bandaríkjunum Yfirvöld Bandaríkjanna ætla að takmarka þann fjölda fólk sem vinna mega á skrifstofum kínverskra ríkismiðla í Bandaríkjunum. 3. mars 2020 10:35
Hóta að refsa Bandaríkjunum vegna Taívan Kínverjar hafa hótað Bandaríkjunum aðgerðum eftir að Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði að Taívan tilheyrði ekki Kína. 13. nóvember 2020 10:35
Ráðuneyti samþykkir að selja vopn til Taívan Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna hefur samþykkt að selja ýmiss háþróuð vopn til Taívan. Málið hefur þó ekki enn verið formlega sent til þingsins til staðfestingar en það hefur þegar reitt ráðmenn í Peking til reiði. 13. október 2020 13:46