Tveir pappakassar, móttökustaður: óþekktur Ragnheiður Finnbogadóttir skrifar 23. janúar 2021 08:30 Ég sá frétt í vikunni að hlutfall kvenna sem færu í skimun fyrir krabbameini annars vegar í brjóstum og hins vegar í leghálsi væri ekki nógu hátt. Af hverju skyldi það vera? Ég fór í skimun fyrir krabbameini í leghálsi í byrjun desember hjá kvensjúkdómalækninum mínum. Það voru komin þrjú ár síðan ég fór síðast, því kerfið býður ekki upp á að fara oftar vegna kostnaðar. Læknirinn minn hefði frekar viljað skima oftar, því oft eru frumubreytingar mjög hraðar og eins og dæmin sýna hefur leghálskrabbamein dregið ungar konur til dauða langt fyrir aldur fram. Biðin mun þó verða lengri en þrjú ár hjá mér í þetta skiptið, því þegar sýnið var tekið voru samningar lausir við Krabbameinsfélagið og læknar höfðu enn ekki fengið að vita hvað myndi verða um sýnin, hvert ætti að senda þau eða hvort þau yrðu yfir höfuð skoðuð hérlendis. Traustvekjandi. Hefði kannski verið skynsamlegra að hálfu yfirvalda að ganga úr skugga um það áður en samningum var slitið við Krabbameinsfélagið? Ég bara spyr, því núna liggja yfir 2000 sýni frá konum í sömu stöðu og ég sem bíða eftir að verða skoðuð... í tveimur pappakössum, móttökustaður óþekktur. Miðað við fréttir er líklegast að sýnin verði send úr landi. Í miðjum heimsfaraldri og metatvinnuleysi eru þeir sérfræðingar sem störfuðu áður hérlendis við að greina sýnin orðnir atvinnulausir og vinnan send úr landi. Í ofan á lag bárust fréttir af því að hækka ætti lágmarksaldur í skimunum vegna krabbameins í brjóstum, og lengja tímann milli skimana vegna leghálskrabbameins úr þremur árum í fimm. Skiptir heilsa kvenna stjórnvöld svona litlu máli? Eru þær konur sem greinast fyrir fimmtugt með brjóstakrabbamein bara tölur á blaði? Eru þær konur sem fá hraðar frumubreytingar og skjótt illkynja krabbamein í leghálsi á innan við fimm árum bara tölur á blaði? Sanngjörn fórn fyrir hagræðingu í heilbrigðiskerfinu? Ég verð að segja að ég skil ekki alveg á hvaða vegferð heilbrigðisyfirvöld eru, en það er í öllu falli ekki til þess gert að efla traust kvenna á heilbrigðiskerfinu og kannski ekki að undra að hlutfall kvenna sem fer í skimun sé ekki hærra en raun ber vitni. Krabbamein er dauðans alvara og yfirvöld verða að taka þessi mál föstum tökum. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ég sá frétt í vikunni að hlutfall kvenna sem færu í skimun fyrir krabbameini annars vegar í brjóstum og hins vegar í leghálsi væri ekki nógu hátt. Af hverju skyldi það vera? Ég fór í skimun fyrir krabbameini í leghálsi í byrjun desember hjá kvensjúkdómalækninum mínum. Það voru komin þrjú ár síðan ég fór síðast, því kerfið býður ekki upp á að fara oftar vegna kostnaðar. Læknirinn minn hefði frekar viljað skima oftar, því oft eru frumubreytingar mjög hraðar og eins og dæmin sýna hefur leghálskrabbamein dregið ungar konur til dauða langt fyrir aldur fram. Biðin mun þó verða lengri en þrjú ár hjá mér í þetta skiptið, því þegar sýnið var tekið voru samningar lausir við Krabbameinsfélagið og læknar höfðu enn ekki fengið að vita hvað myndi verða um sýnin, hvert ætti að senda þau eða hvort þau yrðu yfir höfuð skoðuð hérlendis. Traustvekjandi. Hefði kannski verið skynsamlegra að hálfu yfirvalda að ganga úr skugga um það áður en samningum var slitið við Krabbameinsfélagið? Ég bara spyr, því núna liggja yfir 2000 sýni frá konum í sömu stöðu og ég sem bíða eftir að verða skoðuð... í tveimur pappakössum, móttökustaður óþekktur. Miðað við fréttir er líklegast að sýnin verði send úr landi. Í miðjum heimsfaraldri og metatvinnuleysi eru þeir sérfræðingar sem störfuðu áður hérlendis við að greina sýnin orðnir atvinnulausir og vinnan send úr landi. Í ofan á lag bárust fréttir af því að hækka ætti lágmarksaldur í skimunum vegna krabbameins í brjóstum, og lengja tímann milli skimana vegna leghálskrabbameins úr þremur árum í fimm. Skiptir heilsa kvenna stjórnvöld svona litlu máli? Eru þær konur sem greinast fyrir fimmtugt með brjóstakrabbamein bara tölur á blaði? Eru þær konur sem fá hraðar frumubreytingar og skjótt illkynja krabbamein í leghálsi á innan við fimm árum bara tölur á blaði? Sanngjörn fórn fyrir hagræðingu í heilbrigðiskerfinu? Ég verð að segja að ég skil ekki alveg á hvaða vegferð heilbrigðisyfirvöld eru, en það er í öllu falli ekki til þess gert að efla traust kvenna á heilbrigðiskerfinu og kannski ekki að undra að hlutfall kvenna sem fer í skimun sé ekki hærra en raun ber vitni. Krabbamein er dauðans alvara og yfirvöld verða að taka þessi mál föstum tökum. Höfundur er lögfræðingur.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun