Þórólfur bjartsýnn og útilokar ekki að slaka fyrr á aðgerðum Kolbeinn Tumi Daðason og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 22. janúar 2021 11:37 Þórólfur og aðrir Íslendingar hafa tilefni til að brosa í dag en ekkert smit greindist innanlands í gær. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að ef fram haldi sem horfir í fjölda innanlandssmita hér á landi muni hann taka frekari afléttingar til skoðunar. Hann leggur þó enn áherslu á að grunnreglan sé að flýta sér hægt. Erlendir miðlar sýna stöðunni á Íslandi áhuga enda ástandið í mörgum nágrannalöndunum afar erfitt. Enginn greindist smitaður innanlands í gær en hátt í sjö hundruð fóru í sýnatöku. „Það var tekinn dágóður fjöldi sýna svo þetta eru fínar tölur náttúrulega,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Hann er hæstánægður með stöðu mála. „Þetta hefur gengið ótrúlega vel með jól og áramót þegar við sjáum að aðrar þjóðir eru að fá mikið bakslag í sína faraldra í kringum þessar hátíðir. Við höfum ekki gert það. Það sýnir að fólk hefur virkilega verið að vanda sig. Þrátt fyrir einhverjar fréttir um annað er hægt að segja að fólk hefur tekið þetta virkilega alvarlega og gert vel.“ Hann segist ánægður með þátttöku almennings í aðgerðum nú sem áður. Veiran sé þó enn á sveimi og ekki horfin úr samfélaginu. „En hún nær sér ekki á strik því fólk er duglegt að fara eftir þeim leiðbeiningum sem eru í gangi. Svo erum við að herða eftirlit á landamærum til að tryggja að hún komist ekki inn. Allt þeta hjálpast að. Ef við höldum áfram á þessari leið þá mun okkur takast vel.“ Núverandi aðgerðir verða í gildi til 17. febrúar en margir velta fyrir sér hvort hægt verði að slaka á aðgerðum fyrr. „Ef þetta heldur svona áfram þá getum við virkilega farið að hugsa um hvort við eigum að fara að slaka meira á. En ég minni á að það er varla nema rúm vika liðin síðan síðustu afléttingar tóku gildi. Við þurfum að flýta okkur hægt,“ segir Þórólfur. Fróðlegt verði að sjá tölur í næstu viku og hvort við getum farið að hugsa okkur til hreyfings, við léttingu aðgerða. „En ég minni á það líka að menn hafa verið kallað eftir fyrirsjáanleika og að fólk viti að hverju það gangi. Menn hafa fengið fyrirsjáanleika með reglugerð sem gildir til 17. febrúar. en ég held það yrðu allir voða glaðir ef við myndum slaka meira á. En ég minni á að slakað var á verulega í skólunum. Sjáum hvað næsta vika leiðir í ljós,“ segir Þórólfur og bætir við: „Ég held að ef við verðum áfram með mjög lítið af smitum þá mun ég taka það til endurskoðunar. En eftir sem áður er grunnreglan að flýta sér hægt.“ Þórólfur var á leiðinni í viðtal við Bloomberg fréttastofuna í framhaldi af spjalli sínu við Vísi. „Það eru margir erlendis frá að hafa samband við mig. Þetta er mjög ánægjulegt hjá okkur. Að sama skapi er sorglegt að sjá hvernig ástandið er í mörgum nálægum löndum. Til hvaða ráða er verið að grípa. Þessar miklu lokanir. Þar sem menn eru að grípa til aðgerða nú á landamærum sem við höfum verið að nota alveg síðan síðastliðið sumar. Ég fullyrði að það hafi að mörgu leyti skipt sköpum að við höfum náð tökum á þessu. Plús aðgerðir sem hafa verið innanlands. Ég held að fólk sé að sjá það núna hve mikilvægt er að halda landamærum hreinum. Held það sé bara í mörgum löndum of seint í rassinn gripið með það.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira
Enginn greindist smitaður innanlands í gær en hátt í sjö hundruð fóru í sýnatöku. „Það var tekinn dágóður fjöldi sýna svo þetta eru fínar tölur náttúrulega,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Hann er hæstánægður með stöðu mála. „Þetta hefur gengið ótrúlega vel með jól og áramót þegar við sjáum að aðrar þjóðir eru að fá mikið bakslag í sína faraldra í kringum þessar hátíðir. Við höfum ekki gert það. Það sýnir að fólk hefur virkilega verið að vanda sig. Þrátt fyrir einhverjar fréttir um annað er hægt að segja að fólk hefur tekið þetta virkilega alvarlega og gert vel.“ Hann segist ánægður með þátttöku almennings í aðgerðum nú sem áður. Veiran sé þó enn á sveimi og ekki horfin úr samfélaginu. „En hún nær sér ekki á strik því fólk er duglegt að fara eftir þeim leiðbeiningum sem eru í gangi. Svo erum við að herða eftirlit á landamærum til að tryggja að hún komist ekki inn. Allt þeta hjálpast að. Ef við höldum áfram á þessari leið þá mun okkur takast vel.“ Núverandi aðgerðir verða í gildi til 17. febrúar en margir velta fyrir sér hvort hægt verði að slaka á aðgerðum fyrr. „Ef þetta heldur svona áfram þá getum við virkilega farið að hugsa um hvort við eigum að fara að slaka meira á. En ég minni á að það er varla nema rúm vika liðin síðan síðustu afléttingar tóku gildi. Við þurfum að flýta okkur hægt,“ segir Þórólfur. Fróðlegt verði að sjá tölur í næstu viku og hvort við getum farið að hugsa okkur til hreyfings, við léttingu aðgerða. „En ég minni á það líka að menn hafa verið kallað eftir fyrirsjáanleika og að fólk viti að hverju það gangi. Menn hafa fengið fyrirsjáanleika með reglugerð sem gildir til 17. febrúar. en ég held það yrðu allir voða glaðir ef við myndum slaka meira á. En ég minni á að slakað var á verulega í skólunum. Sjáum hvað næsta vika leiðir í ljós,“ segir Þórólfur og bætir við: „Ég held að ef við verðum áfram með mjög lítið af smitum þá mun ég taka það til endurskoðunar. En eftir sem áður er grunnreglan að flýta sér hægt.“ Þórólfur var á leiðinni í viðtal við Bloomberg fréttastofuna í framhaldi af spjalli sínu við Vísi. „Það eru margir erlendis frá að hafa samband við mig. Þetta er mjög ánægjulegt hjá okkur. Að sama skapi er sorglegt að sjá hvernig ástandið er í mörgum nálægum löndum. Til hvaða ráða er verið að grípa. Þessar miklu lokanir. Þar sem menn eru að grípa til aðgerða nú á landamærum sem við höfum verið að nota alveg síðan síðastliðið sumar. Ég fullyrði að það hafi að mörgu leyti skipt sköpum að við höfum náð tökum á þessu. Plús aðgerðir sem hafa verið innanlands. Ég held að fólk sé að sjá það núna hve mikilvægt er að halda landamærum hreinum. Held það sé bara í mörgum löndum of seint í rassinn gripið með það.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira