Hundruð viðbótarskammta með tilkomu betri sprautna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. janúar 2021 13:53 Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, er að vonum himinlifandi með nýju sprauturnar. Vísir/Sigurjón Nýjar sprautur gera það að verkum að hægt verður að ná aukaskammti upp úr hverju bóluefnaglasi sem kemur til landsins. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir nýju sprauturnar tryggja að ekki einn einasti dropi fari til spillis. Við bætast því um 440 skammtar aukalega miðað við það efni sem komið var til landsins og hefur verið notað. Mbl.is greindi fyrst frá. „Við erum að ná sjötta skammtinum upp úr hverju glasi með þessum nýja búnaði,“ segir Ragnheiður hæstánægð með nýju sprauturnar sem fylgja nú bóluefninu við dreifingu. Því ættu hjúkrunarfræðingar um allt land að geta í framhaldinu fullnýtt hvern einasta dropa úr glösunum þegar bóluefni berst til landsins. Um er að ræða svokallaðar „dead volume“ sprautur sem skila hverjum einasta dropa úr sprautunni. Áður hafi að sögn Ragnheiðar alltaf þurft að draga smá umframmagn í sprautuna því smá efni varð eftir í sprautunni og nálinni. Ragnheiður segir að bólusetningu hafa verið í gangi í morgun og áfram fram eftir degi. Fókusinn sé á dagdvalir, dagþjálfanir og gamla fólkið í heimahjúkrun. Aldraðir og hrumir sem komist lítið sjálfir og eru bólusettir í heimahúsum. Fólk á hjúkrunarheimilum sé þessa dagana að fá seinni sprautuna sína en dagdvalir og fólk í heimahjúkrun sína fyrstu. Á föstudaginn verður kortlagt hvert nýju skammtanir fara og áfram miðað við forgangsröð eins og hún er skilgreind hjá heilbrigðisráðuneytinu. Sjötíu ára og eldri eru næstir á dagskrá. Opnaður hefur verið vefurinn boluefni.is þar sem hægt er að fylgjast með framgangi bólusetningar hér á landi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Eldri borgarar Heilbrigðismál Heilsugæsla Tengdar fréttir Kaflaskil þegar fyrstu Íslendingarnir fá seinni sprautuna í vikunni Það var þann 29. desember sem fyrstu Íslendingarnir fengu fyrri sprautuna fyrir Covid-19. Síðan eru liðnar þrjár vikur og á fimmtudag verður hafist handa við að gefa tæplega fimm þúsund manns seinni sprautuna. 19. janúar 2021 11:41 Ísland hefur skuldbundið sig til að kaupa ekki bóluefni utan samnings Evrópusambandsins Sóttvarnalæknir segir að búið verði að bólusetja um 30 þúsund manns gegn kórónuveirunni í lok mars. Hann segir að Ísland hafi skuldbundið sig til að kaupa bóluefni samkvæmt samningum Evrópusambandsins. Því sé ekki hægt að kaupa bóluefni framhjá þeim samningum. 18. janúar 2021 20:22 Þrjú þúsund úr elsta aldurshópnum bólusett í vikunni Bólusetningar á landinu halda áfram í vikunni þegar tæplega fimm þúsund manns á hjúkrunarheimilum og framlínustarfsmenn fá sína seinni bóluefnasprautu við Covid-19. Þá kom skammtur með bóluefni fyrir þrjú þúsund manns til landsins í morgun að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. 18. janúar 2021 12:30 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira
Við bætast því um 440 skammtar aukalega miðað við það efni sem komið var til landsins og hefur verið notað. Mbl.is greindi fyrst frá. „Við erum að ná sjötta skammtinum upp úr hverju glasi með þessum nýja búnaði,“ segir Ragnheiður hæstánægð með nýju sprauturnar sem fylgja nú bóluefninu við dreifingu. Því ættu hjúkrunarfræðingar um allt land að geta í framhaldinu fullnýtt hvern einasta dropa úr glösunum þegar bóluefni berst til landsins. Um er að ræða svokallaðar „dead volume“ sprautur sem skila hverjum einasta dropa úr sprautunni. Áður hafi að sögn Ragnheiðar alltaf þurft að draga smá umframmagn í sprautuna því smá efni varð eftir í sprautunni og nálinni. Ragnheiður segir að bólusetningu hafa verið í gangi í morgun og áfram fram eftir degi. Fókusinn sé á dagdvalir, dagþjálfanir og gamla fólkið í heimahjúkrun. Aldraðir og hrumir sem komist lítið sjálfir og eru bólusettir í heimahúsum. Fólk á hjúkrunarheimilum sé þessa dagana að fá seinni sprautuna sína en dagdvalir og fólk í heimahjúkrun sína fyrstu. Á föstudaginn verður kortlagt hvert nýju skammtanir fara og áfram miðað við forgangsröð eins og hún er skilgreind hjá heilbrigðisráðuneytinu. Sjötíu ára og eldri eru næstir á dagskrá. Opnaður hefur verið vefurinn boluefni.is þar sem hægt er að fylgjast með framgangi bólusetningar hér á landi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Eldri borgarar Heilbrigðismál Heilsugæsla Tengdar fréttir Kaflaskil þegar fyrstu Íslendingarnir fá seinni sprautuna í vikunni Það var þann 29. desember sem fyrstu Íslendingarnir fengu fyrri sprautuna fyrir Covid-19. Síðan eru liðnar þrjár vikur og á fimmtudag verður hafist handa við að gefa tæplega fimm þúsund manns seinni sprautuna. 19. janúar 2021 11:41 Ísland hefur skuldbundið sig til að kaupa ekki bóluefni utan samnings Evrópusambandsins Sóttvarnalæknir segir að búið verði að bólusetja um 30 þúsund manns gegn kórónuveirunni í lok mars. Hann segir að Ísland hafi skuldbundið sig til að kaupa bóluefni samkvæmt samningum Evrópusambandsins. Því sé ekki hægt að kaupa bóluefni framhjá þeim samningum. 18. janúar 2021 20:22 Þrjú þúsund úr elsta aldurshópnum bólusett í vikunni Bólusetningar á landinu halda áfram í vikunni þegar tæplega fimm þúsund manns á hjúkrunarheimilum og framlínustarfsmenn fá sína seinni bóluefnasprautu við Covid-19. Þá kom skammtur með bóluefni fyrir þrjú þúsund manns til landsins í morgun að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. 18. janúar 2021 12:30 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira
Kaflaskil þegar fyrstu Íslendingarnir fá seinni sprautuna í vikunni Það var þann 29. desember sem fyrstu Íslendingarnir fengu fyrri sprautuna fyrir Covid-19. Síðan eru liðnar þrjár vikur og á fimmtudag verður hafist handa við að gefa tæplega fimm þúsund manns seinni sprautuna. 19. janúar 2021 11:41
Ísland hefur skuldbundið sig til að kaupa ekki bóluefni utan samnings Evrópusambandsins Sóttvarnalæknir segir að búið verði að bólusetja um 30 þúsund manns gegn kórónuveirunni í lok mars. Hann segir að Ísland hafi skuldbundið sig til að kaupa bóluefni samkvæmt samningum Evrópusambandsins. Því sé ekki hægt að kaupa bóluefni framhjá þeim samningum. 18. janúar 2021 20:22
Þrjú þúsund úr elsta aldurshópnum bólusett í vikunni Bólusetningar á landinu halda áfram í vikunni þegar tæplega fimm þúsund manns á hjúkrunarheimilum og framlínustarfsmenn fá sína seinni bóluefnasprautu við Covid-19. Þá kom skammtur með bóluefni fyrir þrjú þúsund manns til landsins í morgun að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. 18. janúar 2021 12:30