Það er stuð í rafmagninu Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar 20. janúar 2021 13:00 Það verður sífellt erfiðara fyrir ungt fólk að velja sér starfsvettvang. Sumir hafa ástríðu fyrir einhverju frá unga aldri eins og sjá má í áratuga gömlum klippum í auglýsingu sem flestir hafa séð. Þar er Hermann Gunnarsson heitinn að spyrja börn hvað þau ætli að verða þegar þau eru orðin stór. Þessi börn eru í dag fullorðið fólk sem er landsþekkt fyrir afrek sín, en það eru ekki allir svo gæfusamir, að sjá fyrir sér að keppa fyrir hönd Íslands á stórmótum og framkvæma það síðan með afburða árangri. Það er úr ákaflega mörgum leiðum að velja í lífinu í dag, þeir sem ætluðu að ganga menntaveginn fyrir hundrað árum gátu ekki valið um mikið meira en iðngreinar, guðfræði, lögfræði, læknisfræði og hjúkrun. Fyrstu verkfræðingarnir eins og Sigurður Thoroddsen voru að ljúka námi á þriðja áratug síðustu aldar. Síðan þá hefur ótrúlega margt breyst í samfélaginu okkar og við stukkum úr bændasamfélagi inn í tækniöldina á ógnar hraða. Samfélagið okkar er orðið mjög flókið og hver tæknibyltingin tekur við af annarri. Fyrir hundrað árum voru bílar, flugvélar og útvarp nýjung. Nú hlustum við á útvarp í snjalltækjum,, flugleiðsögumenn eru löngu orðnir óþarfir og flugstjórarnir fylgjast mikið með flugvélunum á sjálfstýringu. Sjálfvirkni og snjallar lausnir verður sífellt meira áberandi. Bílarnir okkar eru óðum að verða sjálfkeyrandi og svona mætti lengi telja. Allar þessar nýjungar byggja á rafboðum og stýringum, sem byggja á rafmagni. Þekking á þessu víðtæka sviði rafmagnsfræða er verðmæt og gæti orðið útflutningsvara og tekjulind í margumræddri nauðsynlegri viðspyrnu fyrir hagkerfið okkar. Við erum nánast öll með snjalltæki í höndunum, bæði ungir og aldnir. Þessi tæki ganga fyrir rafmagni, eiga samskipti sem byggja á merkjafræði sem er fag innan rafmagnsverkfræðinnar. Við þurfum ljós, það þarf að framleiða rafmagn, flytja það dreifa því. Leggja raflagnir í hús, endurnýja fjarskiptakerfi. Forrita stýribúnað og hugbúnað margvíslegan sem tengist rafdrifnum tækjum. Rafvirkjun, rafeindavirkjun, rafmagnstæknifræði og rafmagnsverkfræði eru allt saman fög sem fjalla um rafmagn. Innan rafmagnsfræðinnar er úr margvíslegum störfum að velja, það er líka hægt að byrja á því að verða rafvirki og bæta síðan við sig tæknifræði og svo verkfræði. Snjallvæðingin er nýjast tæknibyltingin sem við erum enn að átta okkur á hvernig við munum nýta. Við sjáum að hægt er að lágmarka kostnað við sorphirðu með snjöllum sorptunnum, sem láta vita þegar þær eru að fyllast. Við getum fengið stýringar fyrir ljós og hita á heimilin okkar þannig að við séum með lægri hita á nóttunni þegar við sofum eða þegar við erum ekki heima. Þessar stýringar geta svo hækkað hitann aftur áður en við komum heim úr vinnu eða vöknum. Rafmagnstækni er sívaxandi þáttur í heilbrigðisþjónustu og má þar nefna segulómtæki, aðgerðarþjarkar og margvísleg fleiri tæki. Fjölbreytileiki starfa innan rafmagnsgeirans er mikill og verkefnin verða sífellt fleiri og margvíslegri með aukinni sjálfvirkni og margvíslegum snjöllum lausnum. Það er vel þess virði fyrir uppalendur og alla þá sem eru að velta því fyrir sér í dag hvaða menntun þeir eiga að velja að skoða námsleiðir í rafmagnsfræðum. Það er úr mjög mörgu spennandi að velja á þessu sviði og því það má með sanni segja að það er stuð í rafmagninu og þá sérstaklega í háspennunni. Höfundur er rafmagnsverkfræðingur og framkvæmdastjóri Verkfræðistofunnar Afl og Orku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Skóla - og menntamál Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Það verður sífellt erfiðara fyrir ungt fólk að velja sér starfsvettvang. Sumir hafa ástríðu fyrir einhverju frá unga aldri eins og sjá má í áratuga gömlum klippum í auglýsingu sem flestir hafa séð. Þar er Hermann Gunnarsson heitinn að spyrja börn hvað þau ætli að verða þegar þau eru orðin stór. Þessi börn eru í dag fullorðið fólk sem er landsþekkt fyrir afrek sín, en það eru ekki allir svo gæfusamir, að sjá fyrir sér að keppa fyrir hönd Íslands á stórmótum og framkvæma það síðan með afburða árangri. Það er úr ákaflega mörgum leiðum að velja í lífinu í dag, þeir sem ætluðu að ganga menntaveginn fyrir hundrað árum gátu ekki valið um mikið meira en iðngreinar, guðfræði, lögfræði, læknisfræði og hjúkrun. Fyrstu verkfræðingarnir eins og Sigurður Thoroddsen voru að ljúka námi á þriðja áratug síðustu aldar. Síðan þá hefur ótrúlega margt breyst í samfélaginu okkar og við stukkum úr bændasamfélagi inn í tækniöldina á ógnar hraða. Samfélagið okkar er orðið mjög flókið og hver tæknibyltingin tekur við af annarri. Fyrir hundrað árum voru bílar, flugvélar og útvarp nýjung. Nú hlustum við á útvarp í snjalltækjum,, flugleiðsögumenn eru löngu orðnir óþarfir og flugstjórarnir fylgjast mikið með flugvélunum á sjálfstýringu. Sjálfvirkni og snjallar lausnir verður sífellt meira áberandi. Bílarnir okkar eru óðum að verða sjálfkeyrandi og svona mætti lengi telja. Allar þessar nýjungar byggja á rafboðum og stýringum, sem byggja á rafmagni. Þekking á þessu víðtæka sviði rafmagnsfræða er verðmæt og gæti orðið útflutningsvara og tekjulind í margumræddri nauðsynlegri viðspyrnu fyrir hagkerfið okkar. Við erum nánast öll með snjalltæki í höndunum, bæði ungir og aldnir. Þessi tæki ganga fyrir rafmagni, eiga samskipti sem byggja á merkjafræði sem er fag innan rafmagnsverkfræðinnar. Við þurfum ljós, það þarf að framleiða rafmagn, flytja það dreifa því. Leggja raflagnir í hús, endurnýja fjarskiptakerfi. Forrita stýribúnað og hugbúnað margvíslegan sem tengist rafdrifnum tækjum. Rafvirkjun, rafeindavirkjun, rafmagnstæknifræði og rafmagnsverkfræði eru allt saman fög sem fjalla um rafmagn. Innan rafmagnsfræðinnar er úr margvíslegum störfum að velja, það er líka hægt að byrja á því að verða rafvirki og bæta síðan við sig tæknifræði og svo verkfræði. Snjallvæðingin er nýjast tæknibyltingin sem við erum enn að átta okkur á hvernig við munum nýta. Við sjáum að hægt er að lágmarka kostnað við sorphirðu með snjöllum sorptunnum, sem láta vita þegar þær eru að fyllast. Við getum fengið stýringar fyrir ljós og hita á heimilin okkar þannig að við séum með lægri hita á nóttunni þegar við sofum eða þegar við erum ekki heima. Þessar stýringar geta svo hækkað hitann aftur áður en við komum heim úr vinnu eða vöknum. Rafmagnstækni er sívaxandi þáttur í heilbrigðisþjónustu og má þar nefna segulómtæki, aðgerðarþjarkar og margvísleg fleiri tæki. Fjölbreytileiki starfa innan rafmagnsgeirans er mikill og verkefnin verða sífellt fleiri og margvíslegri með aukinni sjálfvirkni og margvíslegum snjöllum lausnum. Það er vel þess virði fyrir uppalendur og alla þá sem eru að velta því fyrir sér í dag hvaða menntun þeir eiga að velja að skoða námsleiðir í rafmagnsfræðum. Það er úr mjög mörgu spennandi að velja á þessu sviði og því það má með sanni segja að það er stuð í rafmagninu og þá sérstaklega í háspennunni. Höfundur er rafmagnsverkfræðingur og framkvæmdastjóri Verkfræðistofunnar Afl og Orku.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun