Vill að borgin taki á móti fórnarlömbum mansals líkt og rithöfundum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 19. janúar 2021 12:17 Sanna Magdalega Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalista. vísir/Vilhelm Borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins telur að Reykjavíkurborg ætti að beita sér fyrir móttöku fórnarlamba mansals í leit að vernd hér á landi. Sérstök umræða um mansal fer fram í borgarstjórn í dag. Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalista, fór fram á umræðuna í borgarstjórn. „Þó svo að Reykjavíkurborg fari ekki með málefni Útlendingastofnunar finnst mér mikilvægt að Reykjavíkborg, sem þá höfuðborg landsins og stærsta sveitarfélagið, láti heyra í sér varðandi þessi mál og þrýsti á að mannúð sé höfð að leiðarljósi í þessum málefnum.“ Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðustu viku var rætt við Blessing Newton sem búið hefur á Íslandi í tvö ár. Hún segist hafa verið seld mansali til Ítalíu 2016 og síðan flúið hingað til lands. Hún stendur nú frammi fyrir brottvísun og hefur verið synjað um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða, bæði hjá Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála. Verkefnastjóri hjá Bjarkarhlíð óttast að stór hluti kvenna frá Nígeríu sem óskað hefur eftir vernd hér á landi hafi einnig verið seldar í mansal. Sanna bendir á að sambærileg mál komi endurtekið upp. „Þarna er kona sem er að flýja þessar hörmulegu aðstæður og leitar hingað til lands. Það er svo ömurlegt að sjá að á landi sem kennir sig við jafnrétti sé síðan ekkert í boði. Við ættum að geta brugðist betur við í svona kringumstæðum.“ Hún leggur til að borgin taki upp viðræður við ríkið um mögulega aðstoð við fórnarlömb mansals í leit að alþjóðlegri vernd. Aðstoð sem væri þá veitt í samvinnu við ríkið og Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. „Til dæmis hefur Reykjavíkurborg verið með verkefni þar sem hún er að taka á móti rithöfundum sem ekki geta verið í sínu heimalandi. Það er spurning hvort borgin geti tekið upp svipað verkefni. Þetta er náttúrulega alls ekki eins. Staða þeirra sem eru að koma frá frá öðrum löndum í leit af öryggi vegna mansals er ekki eins, en við eigum að geta boðið fólki upp á aðstoð og þann stuðning sem það þarf á að halda.“ Hún telur að Reykjavíkurborg eigi að geta haft áhrif í málaflokknum. „Ég tel að við getum alveg látið í okkur heyra, um hvort okkur finnist þetta vera mannúðleg stefna sem rekin er a vegum ríkisins, persónulega finnst mér það ekki.“ Flóttamenn Reykjavík Hælisleitendur Borgarstjórn Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Fleiri fréttir Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Sjá meira
Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalista, fór fram á umræðuna í borgarstjórn. „Þó svo að Reykjavíkurborg fari ekki með málefni Útlendingastofnunar finnst mér mikilvægt að Reykjavíkborg, sem þá höfuðborg landsins og stærsta sveitarfélagið, láti heyra í sér varðandi þessi mál og þrýsti á að mannúð sé höfð að leiðarljósi í þessum málefnum.“ Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðustu viku var rætt við Blessing Newton sem búið hefur á Íslandi í tvö ár. Hún segist hafa verið seld mansali til Ítalíu 2016 og síðan flúið hingað til lands. Hún stendur nú frammi fyrir brottvísun og hefur verið synjað um alþjóðlega vernd og dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða, bæði hjá Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála. Verkefnastjóri hjá Bjarkarhlíð óttast að stór hluti kvenna frá Nígeríu sem óskað hefur eftir vernd hér á landi hafi einnig verið seldar í mansal. Sanna bendir á að sambærileg mál komi endurtekið upp. „Þarna er kona sem er að flýja þessar hörmulegu aðstæður og leitar hingað til lands. Það er svo ömurlegt að sjá að á landi sem kennir sig við jafnrétti sé síðan ekkert í boði. Við ættum að geta brugðist betur við í svona kringumstæðum.“ Hún leggur til að borgin taki upp viðræður við ríkið um mögulega aðstoð við fórnarlömb mansals í leit að alþjóðlegri vernd. Aðstoð sem væri þá veitt í samvinnu við ríkið og Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis. „Til dæmis hefur Reykjavíkurborg verið með verkefni þar sem hún er að taka á móti rithöfundum sem ekki geta verið í sínu heimalandi. Það er spurning hvort borgin geti tekið upp svipað verkefni. Þetta er náttúrulega alls ekki eins. Staða þeirra sem eru að koma frá frá öðrum löndum í leit af öryggi vegna mansals er ekki eins, en við eigum að geta boðið fólki upp á aðstoð og þann stuðning sem það þarf á að halda.“ Hún telur að Reykjavíkurborg eigi að geta haft áhrif í málaflokknum. „Ég tel að við getum alveg látið í okkur heyra, um hvort okkur finnist þetta vera mannúðleg stefna sem rekin er a vegum ríkisins, persónulega finnst mér það ekki.“
Flóttamenn Reykjavík Hælisleitendur Borgarstjórn Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Fleiri fréttir Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Sjá meira