Óttast að Samfylkingin fremji ódæðisverk gegn óvirkum alkóhólistum Eiður Þór Árnason skrifar 18. janúar 2021 18:08 Birgir Dýrfjörð segir mikla illsku komna í uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar. Samfylkingin Birgir Dýrfjörð, sem situr í flokksstjórn Samfylkingarinnar, segir að hans eigin reynsla af alkóhólisma og vanmætti sínum gagnvart áfengi hafi litað ákvörðun hans um að segja sig úr uppstillingarnefnd flokksins. Hann segist óttast að Samfylkingin „fremji nú það ódæðisverk gegn óvirkum alkóhólistum“ að dæma þá brottræka og vanhæfa með þeim rökum að þeir séu ekki traustsins verðir vegna fyrri hegðunar í ölæði. Þetta segir hann í yfirlýsingu þar sem hann greinir frá því hvers vegna hann hætti í uppstillingarnefnd flokksins fyrir næstu alþingiskosningar. Hann vill þó ekki gefa upp hvað leiddi nákvæmlega til þess að hann gekk á dyr og ber fyrir sig þagnarskyldu. Átök innan flokksins Vísir greindi frá því fyrr í dag að veruleg ólga væri innan Samfylkingarinnar í tengslum við stöðu Ágústs Ólafs Ágústssonar þingmanns á lista flokksins í komandi kosningum. Þess ber að geta að skjalið með yfirlýsingu Birgis til fjölmiðla ber titilinn „Yfirlýsing v. Ág.Ól.“ Má gera fastlega ráð fyrir því að þar sé átt við Ágúst. Ágúst Ólafur hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni, sem hann gekkst við og leitaði hann sér svo hjálpar hjá SÁÁ vegna áfengisvanda síns. Birgir yfirgaf fund uppstillingarnefndarinnar á laugardaginn. „Það var komin svo mikil illska í þetta að ég þoldi ekki við og fór út. Þetta var orðið svo ljótt og illt að ég gat ekki setið í þessu hópi lengur,“ sagði Birgir í samtali við Vísi fyrr í dag en vildi þá líkt og nú ekki staðfesta hvort málið snúist um stöðu Ágústs Ólafs í flokknum. Fram hefur komið að hann var ekki á meðal fimm efstu í skoðanakönnun sem haldin var meðal félaga í Samfylkingunni í Reykjavík í desember. Uppstillingarnefnd hefur niðurstöðurnar til hliðsjónar við uppröðun sína. Verið edrú í 40 ár Birgir segir í yfirlýsingu að hann taki þróun mála mjög nærri sér. „Ég hef oft lent í því að drekka mig úr karakter, og ausa svívirðingum og tilhæfulausum ásökunum yfir fólk,“ segir hann í yfirlýsingu. Birgir bætir við að á komandi sumri séu liðin 40 ár frá því hann viðurkenndi vanmátt sinn gagnvart áfengi. Í kjölfarið hafi hann leitað sér aðstoðar vegna vanda síns sem hafi dugað honum í 40 óslitin áfengislaus ár. „Ég er svo lánsamur að hafa umgengist gott fólk, sem aldrei hefur núið mér því um nasir, hve oft ég varð mér til skammar drukkinn. En það breytir ekki því að ég tek mjög nærri mér þegar væn manneskja hefur leitað sér lækningar, og sannanlega náð góðum bata, og bætt ráð sitt, er dæmd vanhæf og brottrekin með þeim rökum, að hún sé ekki traustsins verð vegna fyrri hegðunar í ölæði. Það finnst mér skelfilegt ódæðisverk gegn óvirkum alkóhólistum,“ segir Birgir. Hann segist óttast að Samfylkingin fremji nú það ódæðisverk. „Þar vil ég ekki vera. Því segi ég af mér - og get ekki annað.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Fíkn Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Hann segist óttast að Samfylkingin „fremji nú það ódæðisverk gegn óvirkum alkóhólistum“ að dæma þá brottræka og vanhæfa með þeim rökum að þeir séu ekki traustsins verðir vegna fyrri hegðunar í ölæði. Þetta segir hann í yfirlýsingu þar sem hann greinir frá því hvers vegna hann hætti í uppstillingarnefnd flokksins fyrir næstu alþingiskosningar. Hann vill þó ekki gefa upp hvað leiddi nákvæmlega til þess að hann gekk á dyr og ber fyrir sig þagnarskyldu. Átök innan flokksins Vísir greindi frá því fyrr í dag að veruleg ólga væri innan Samfylkingarinnar í tengslum við stöðu Ágústs Ólafs Ágústssonar þingmanns á lista flokksins í komandi kosningum. Þess ber að geta að skjalið með yfirlýsingu Birgis til fjölmiðla ber titilinn „Yfirlýsing v. Ág.Ól.“ Má gera fastlega ráð fyrir því að þar sé átt við Ágúst. Ágúst Ólafur hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni, sem hann gekkst við og leitaði hann sér svo hjálpar hjá SÁÁ vegna áfengisvanda síns. Birgir yfirgaf fund uppstillingarnefndarinnar á laugardaginn. „Það var komin svo mikil illska í þetta að ég þoldi ekki við og fór út. Þetta var orðið svo ljótt og illt að ég gat ekki setið í þessu hópi lengur,“ sagði Birgir í samtali við Vísi fyrr í dag en vildi þá líkt og nú ekki staðfesta hvort málið snúist um stöðu Ágústs Ólafs í flokknum. Fram hefur komið að hann var ekki á meðal fimm efstu í skoðanakönnun sem haldin var meðal félaga í Samfylkingunni í Reykjavík í desember. Uppstillingarnefnd hefur niðurstöðurnar til hliðsjónar við uppröðun sína. Verið edrú í 40 ár Birgir segir í yfirlýsingu að hann taki þróun mála mjög nærri sér. „Ég hef oft lent í því að drekka mig úr karakter, og ausa svívirðingum og tilhæfulausum ásökunum yfir fólk,“ segir hann í yfirlýsingu. Birgir bætir við að á komandi sumri séu liðin 40 ár frá því hann viðurkenndi vanmátt sinn gagnvart áfengi. Í kjölfarið hafi hann leitað sér aðstoðar vegna vanda síns sem hafi dugað honum í 40 óslitin áfengislaus ár. „Ég er svo lánsamur að hafa umgengist gott fólk, sem aldrei hefur núið mér því um nasir, hve oft ég varð mér til skammar drukkinn. En það breytir ekki því að ég tek mjög nærri mér þegar væn manneskja hefur leitað sér lækningar, og sannanlega náð góðum bata, og bætt ráð sitt, er dæmd vanhæf og brottrekin með þeim rökum, að hún sé ekki traustsins verð vegna fyrri hegðunar í ölæði. Það finnst mér skelfilegt ódæðisverk gegn óvirkum alkóhólistum,“ segir Birgir. Hann segist óttast að Samfylkingin fremji nú það ódæðisverk. „Þar vil ég ekki vera. Því segi ég af mér - og get ekki annað.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Fíkn Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira