Þrjú þúsund úr elsta aldurshópnum bólusett í vikunni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. janúar 2021 12:30 Einstaklingar úr elstu aldurshópum verða bólusettir í þessari viku. Vísir/Vilhelm Bólusetningar á landinu halda áfram í vikunni þegar tæplega fimm þúsund manns á hjúkrunarheimilum og framlínustarfsmenn fá sína seinni bóluefnasprautu við Covid-19. Þá kom skammtur með bóluefni fyrir þrjú þúsund manns til landsins í morgun að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Einstaklingar í elstu aldurshópum landsins fá skammtana og sömuleiðis þá skammta sem berast næstu vikurnar. Það var þann 29. desember sem fyrstu Íslendingarnir fengu fyrir sprautu sína í bólusetningu vegna Covid-19. Síðan eru liðnar þrjár vikur og komið að síðari sprautunni. Um var að ræða fólk í fyrstu forgangshópum sem er framlínustarfsfólk og einstaklingar á dvalar- og hjúkrunarheimilum. Á myndinni að neðan má sjá forgangsröðunina. Svona lítur forgangsröðunin út samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðherra. Fólk sem er sjötíu ára og eldra fær þær bólusetningar sem fram undan eru næstu vikurnar. Samkvæmt dreifingaráætlun lyfjafyrirtækja er von á bóluefni fyrir um þrjátíu þúsund manns á fyrsta ársfjórðungi og því er ekki talið líklegt að aðrir verði bólusettir fyrr en eftir mars. Næsti hópur á eftir einstaklingum sjötíu ára og eldri verða einstaklingar sextíu ára og eldri með undirliggjandi sjúkdóma. Í framhaldinu verður farið áfram niður forgangslistann. Þórólfur Guðnason tjáði fréttastofu þann 6. janúar að yngra fólk í áhættuhópum yrði varla bólusett fyrr en eftir mars. Samkvæmt dreifingaráætlun Pfizer var von á 3000 skömmtum til Íslands á viku næstu vikurnar. Fram kom á föstudaginn á vef Lýðheilsustofnunar Noregs að von væri á færri skömmtum af bóluefni lyfjaframleiðandans Pfizer til Evrópu frá og með þessari viku en áætlað var. Um tímabundna breytingu á afhendingaráætlun væri að ræða. Þar sagði einnig að breytingin hafi áhrif á öll lönd í Evrópu. Þórólfur ræddi þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Það er ekki ljóst hvaða áhrif þetta hefur hér, við vitum að við fáum umræddan skammt í næstu viku eins og talað var um en eftir það er ekki alveg ljóst þannig að við eigum eftir að fá betri fregnir af því en þetta helgast af því að þeir eru að breyta ferlunum en síðan ætla þeir að vinna það upp aftur. Jafnvel í mars munu þeir geta bætt fyrir þetta tapaða magn sem þeir áætla fram að því.“ Hvað býstu við mörgum skömmtum frá Pfizer fram til mars? „Út mars erum við að tala um að í heildina verðum við búin að fá um 50 þúsund skammta, við erum búin að fá 10 þúsund skammta nú þegar þannig að ég býst við því og vona að það standist.“ 1200 skammtar af bóluefni frá Moderna kom til landsins í síðustu viku en ekkert liggur fyrir um frekara bóluefni þaðan að svo stöddu. Von er á niðurstöðu sérfræðingahóps Lyfjastofnunar Evrópu varðandi bóluefni AstraZeneca þann 29. janúar að sögn Þórólfs. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Við getum ekki farið að slaka á meira núna“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir ekki tímabært að fara að ræða tilslakanir á núverandi samkomutakmörkunum þrátt fyrir að reglur á landamærum hafi verið hertar og fáir hafi greinst með kórónuveiruna innanlands undanfarna daga. 18. janúar 2021 08:01 Evrópuríki lýsa yfir óánægju með breytingar Pfizer Nokkur Evrópuríki hafa lýst yfir óánægju vegna fyrirhugaðra breytinga á afhendingaráætlun Pfizer. Færri skammtar af bóluefni lyfjaframleiðandans munu berast til Evrópu frá og með næstu viku vegna þess að Bandaríkjadeild framleiðandans ætlar að hægja á flutningi efnisins til Evrópu. 15. janúar 2021 21:50 Fáum Pfizer-skammtana í næstu viku þrátt fyrir breytingar hjá fyrirtækinu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir segir að Ísland muni fá þá skammta af bóluefni Pfizer í næstu viku sem samið hafði verið um þrátt fyrir að fyrirtækið hafi tilkynnt um breytingar á afhendingaráætlun í Evrópu. 15. janúar 2021 16:44 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Fleiri fréttir Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Sjá meira
Einstaklingar í elstu aldurshópum landsins fá skammtana og sömuleiðis þá skammta sem berast næstu vikurnar. Það var þann 29. desember sem fyrstu Íslendingarnir fengu fyrir sprautu sína í bólusetningu vegna Covid-19. Síðan eru liðnar þrjár vikur og komið að síðari sprautunni. Um var að ræða fólk í fyrstu forgangshópum sem er framlínustarfsfólk og einstaklingar á dvalar- og hjúkrunarheimilum. Á myndinni að neðan má sjá forgangsröðunina. Svona lítur forgangsröðunin út samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðherra. Fólk sem er sjötíu ára og eldra fær þær bólusetningar sem fram undan eru næstu vikurnar. Samkvæmt dreifingaráætlun lyfjafyrirtækja er von á bóluefni fyrir um þrjátíu þúsund manns á fyrsta ársfjórðungi og því er ekki talið líklegt að aðrir verði bólusettir fyrr en eftir mars. Næsti hópur á eftir einstaklingum sjötíu ára og eldri verða einstaklingar sextíu ára og eldri með undirliggjandi sjúkdóma. Í framhaldinu verður farið áfram niður forgangslistann. Þórólfur Guðnason tjáði fréttastofu þann 6. janúar að yngra fólk í áhættuhópum yrði varla bólusett fyrr en eftir mars. Samkvæmt dreifingaráætlun Pfizer var von á 3000 skömmtum til Íslands á viku næstu vikurnar. Fram kom á föstudaginn á vef Lýðheilsustofnunar Noregs að von væri á færri skömmtum af bóluefni lyfjaframleiðandans Pfizer til Evrópu frá og með þessari viku en áætlað var. Um tímabundna breytingu á afhendingaráætlun væri að ræða. Þar sagði einnig að breytingin hafi áhrif á öll lönd í Evrópu. Þórólfur ræddi þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Það er ekki ljóst hvaða áhrif þetta hefur hér, við vitum að við fáum umræddan skammt í næstu viku eins og talað var um en eftir það er ekki alveg ljóst þannig að við eigum eftir að fá betri fregnir af því en þetta helgast af því að þeir eru að breyta ferlunum en síðan ætla þeir að vinna það upp aftur. Jafnvel í mars munu þeir geta bætt fyrir þetta tapaða magn sem þeir áætla fram að því.“ Hvað býstu við mörgum skömmtum frá Pfizer fram til mars? „Út mars erum við að tala um að í heildina verðum við búin að fá um 50 þúsund skammta, við erum búin að fá 10 þúsund skammta nú þegar þannig að ég býst við því og vona að það standist.“ 1200 skammtar af bóluefni frá Moderna kom til landsins í síðustu viku en ekkert liggur fyrir um frekara bóluefni þaðan að svo stöddu. Von er á niðurstöðu sérfræðingahóps Lyfjastofnunar Evrópu varðandi bóluefni AstraZeneca þann 29. janúar að sögn Þórólfs.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir „Við getum ekki farið að slaka á meira núna“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir ekki tímabært að fara að ræða tilslakanir á núverandi samkomutakmörkunum þrátt fyrir að reglur á landamærum hafi verið hertar og fáir hafi greinst með kórónuveiruna innanlands undanfarna daga. 18. janúar 2021 08:01 Evrópuríki lýsa yfir óánægju með breytingar Pfizer Nokkur Evrópuríki hafa lýst yfir óánægju vegna fyrirhugaðra breytinga á afhendingaráætlun Pfizer. Færri skammtar af bóluefni lyfjaframleiðandans munu berast til Evrópu frá og með næstu viku vegna þess að Bandaríkjadeild framleiðandans ætlar að hægja á flutningi efnisins til Evrópu. 15. janúar 2021 21:50 Fáum Pfizer-skammtana í næstu viku þrátt fyrir breytingar hjá fyrirtækinu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir segir að Ísland muni fá þá skammta af bóluefni Pfizer í næstu viku sem samið hafði verið um þrátt fyrir að fyrirtækið hafi tilkynnt um breytingar á afhendingaráætlun í Evrópu. 15. janúar 2021 16:44 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Fleiri fréttir Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Sjá meira
„Við getum ekki farið að slaka á meira núna“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir ekki tímabært að fara að ræða tilslakanir á núverandi samkomutakmörkunum þrátt fyrir að reglur á landamærum hafi verið hertar og fáir hafi greinst með kórónuveiruna innanlands undanfarna daga. 18. janúar 2021 08:01
Evrópuríki lýsa yfir óánægju með breytingar Pfizer Nokkur Evrópuríki hafa lýst yfir óánægju vegna fyrirhugaðra breytinga á afhendingaráætlun Pfizer. Færri skammtar af bóluefni lyfjaframleiðandans munu berast til Evrópu frá og með næstu viku vegna þess að Bandaríkjadeild framleiðandans ætlar að hægja á flutningi efnisins til Evrópu. 15. janúar 2021 21:50
Fáum Pfizer-skammtana í næstu viku þrátt fyrir breytingar hjá fyrirtækinu Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir segir að Ísland muni fá þá skammta af bóluefni Pfizer í næstu viku sem samið hafði verið um þrátt fyrir að fyrirtækið hafi tilkynnt um breytingar á afhendingaráætlun í Evrópu. 15. janúar 2021 16:44