Þrjú skip til loðnumælinga eftir að torfur sáust á Austfjarðamiðum Kristján Már Unnarsson skrifar 18. janúar 2021 12:21 Staðsetning leitarskipanna í hádeginu í dag. Hvítur er Polar Amaroq, bleikur Ásgrímur Halldórsson og blár Bjarni Ólafsson. Hafrannsóknastofnun Þrjú loðnuskip hafa verið send til loðnumælinga út af miðjum Austfjörðum eftir að fréttist af loðnutorfum á stóru svæði um helgina. Sérfræðingar Hafrannsóknastofnunar eru um borð til að kanna hvort þarna séu nýjar loðnugöngur á ferð. Það var á laugardag sem togveiðiskip tilkynntu um loðnu í kantinum út af miðjum Austfjörðum. Uppsjávarveiðiskipið Víkingur AK 100 var þá á leið til löndunar á Vopnafirði af kolmunnamiðum og var ákveðið að hann færi yfir svæðið. Staðfesti áhöfn Víkings að þarna væri loðna í einhverju magni „..sem væri að sjá við kantinn frá Hvalbakshalla og allavega um 50 sjómílur þaðan í norður,“ að því er fram kemur í tilkynningu frá Hafrannsóknastofnun. Fyrirhugaðar leiðarlínur skipanna þriggja þar sem rauða línan er ætluð Bjarna Ólafssyni til að afmarka dreifinguna.Hafrannsóknastofnun Því var ákveðið að hefja þegar nýjan loðnuleitarleiðangur og voru loðnuskipin Ásgrímur Halldórsson og Polar Amaroq send til mælinga á svæðið og eru þrír sérfræðingar Hafrannsóknastofnunar um borð í hvoru skipi. Þriðja skipið, Bjarni Ólafsson, er jafnframt með í verkefninu og hefur það hlutverk að afmarka dreifingu loðnunnar til að flýta fyrir mælingum en hér má sjá staðsetningu skipanna. Hafrannsóknastofnun segir stefnt á að ná mælingu þarna á næstu dögum og fá meðal annars mat á hvort þetta sé hrein viðbót við síðustu mælingar frá því í byrjun janúar eða hvort þetta sé hluti af þeirri loðnu sem fannst norður af Langanesi á þeim tíma og gengið hafi þetta langt í suður síðan þá. Framhald þessara mælinga fyrir austan verður metið á næstu dögum með tilliti til veðurs og loðnumagns á svæðinu. Sjávarútvegur Tengdar fréttir Forstjóri Hafrannsóknastofnunar heldur í vonina um loðnuvertíð Ekki er grundvöllur til að hefja loðnuveiðar þar sem mun minna mældist af loðnu í nýafstöðnum loðnuleiðangri en í desember. Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, er þó ekki tilbúinn að afskrifa loðnuvertíð í vetur. 12. janúar 2021 20:38 Minna fannst af loðnu og bið eftir loðnuvertíð Hafrannsóknastofnun telur ekki ástæðu til að breyta ráðgjöf um loðnuveiðar eftir loðnuleiðangur fimm skipa, sem lauk nú um helgina. Stofnunin hafði áður lagt til 22 þúsund tonna kvóta, sem gengur til Norðmanna, en nægir ekki til að íslenski loðnuflotinn geti hafið veiðar. 12. janúar 2021 17:37 Mest lesið Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Það var á laugardag sem togveiðiskip tilkynntu um loðnu í kantinum út af miðjum Austfjörðum. Uppsjávarveiðiskipið Víkingur AK 100 var þá á leið til löndunar á Vopnafirði af kolmunnamiðum og var ákveðið að hann færi yfir svæðið. Staðfesti áhöfn Víkings að þarna væri loðna í einhverju magni „..sem væri að sjá við kantinn frá Hvalbakshalla og allavega um 50 sjómílur þaðan í norður,“ að því er fram kemur í tilkynningu frá Hafrannsóknastofnun. Fyrirhugaðar leiðarlínur skipanna þriggja þar sem rauða línan er ætluð Bjarna Ólafssyni til að afmarka dreifinguna.Hafrannsóknastofnun Því var ákveðið að hefja þegar nýjan loðnuleitarleiðangur og voru loðnuskipin Ásgrímur Halldórsson og Polar Amaroq send til mælinga á svæðið og eru þrír sérfræðingar Hafrannsóknastofnunar um borð í hvoru skipi. Þriðja skipið, Bjarni Ólafsson, er jafnframt með í verkefninu og hefur það hlutverk að afmarka dreifingu loðnunnar til að flýta fyrir mælingum en hér má sjá staðsetningu skipanna. Hafrannsóknastofnun segir stefnt á að ná mælingu þarna á næstu dögum og fá meðal annars mat á hvort þetta sé hrein viðbót við síðustu mælingar frá því í byrjun janúar eða hvort þetta sé hluti af þeirri loðnu sem fannst norður af Langanesi á þeim tíma og gengið hafi þetta langt í suður síðan þá. Framhald þessara mælinga fyrir austan verður metið á næstu dögum með tilliti til veðurs og loðnumagns á svæðinu.
Sjávarútvegur Tengdar fréttir Forstjóri Hafrannsóknastofnunar heldur í vonina um loðnuvertíð Ekki er grundvöllur til að hefja loðnuveiðar þar sem mun minna mældist af loðnu í nýafstöðnum loðnuleiðangri en í desember. Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, er þó ekki tilbúinn að afskrifa loðnuvertíð í vetur. 12. janúar 2021 20:38 Minna fannst af loðnu og bið eftir loðnuvertíð Hafrannsóknastofnun telur ekki ástæðu til að breyta ráðgjöf um loðnuveiðar eftir loðnuleiðangur fimm skipa, sem lauk nú um helgina. Stofnunin hafði áður lagt til 22 þúsund tonna kvóta, sem gengur til Norðmanna, en nægir ekki til að íslenski loðnuflotinn geti hafið veiðar. 12. janúar 2021 17:37 Mest lesið Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Atvinnulíf Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Sjá meira
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar heldur í vonina um loðnuvertíð Ekki er grundvöllur til að hefja loðnuveiðar þar sem mun minna mældist af loðnu í nýafstöðnum loðnuleiðangri en í desember. Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, er þó ekki tilbúinn að afskrifa loðnuvertíð í vetur. 12. janúar 2021 20:38
Minna fannst af loðnu og bið eftir loðnuvertíð Hafrannsóknastofnun telur ekki ástæðu til að breyta ráðgjöf um loðnuveiðar eftir loðnuleiðangur fimm skipa, sem lauk nú um helgina. Stofnunin hafði áður lagt til 22 þúsund tonna kvóta, sem gengur til Norðmanna, en nægir ekki til að íslenski loðnuflotinn geti hafið veiðar. 12. janúar 2021 17:37