Illska hlaupin í uppstillingarnefnd Samfylkingar Jakob Bjarnar skrifar 18. janúar 2021 10:48 Ágúst Ólafur Ágústsson á Alþingi. Tekist er á um stöðu hans innan flokksins. visir/vilhelm Birgir Dýrfjörð hefur sagt sig frá uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar en veruleg ólga er innan Samfylkingarinnar í tengslum við uppstillingu á lista fyrir komandi Alþingiskosningar. Átökin hverfast um stöðu Ágústs Ólafs Ágústssonar þingmanns. Birgir Dýrfjörð, sem er formaður landsmálafélagsins Rósarinnar og situr sem slíkur í uppstillingarnefndinni, gekk á dyr á fundi á laugardaginn. Hann telur þingmanninn grátt leikinn. „Það var komin svo mikil illska í þetta að ég þoldi ekki við og fór út. Þetta var orðið svo ljótt og illt að ég gat ekki setið í þessu hópi lengur,“ segir Birgir í samtali við Vísi. Þrumuræða um stöðu alkóhólista Meira vill Birgir ekki segja við blaðamann né tilgreina nánar ástæður fyrir því að hann gekk á dyr. Birgir vísar til þess að þeir sem sitja í uppstillingarnefnd hafi gengist undir sérstakan þagnareið. En ekki sé hægt að meina honum að segja frá því hvernig honum líður. Birgir Dýrfjörð segir mikla illsku komna í uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar. Hann vill ekki tilgreina ástæður þess að hann gekk þar á dyr um helgina en samkvæmt heimildum Vísis telur hann það vond skilaboð Samfykingar til kjósenda að úthýsa Ágústi Ólafi Ágústssyni þingmanni.Samfylkingin Samkvæmt heimildum Vísis hélt Birgir skammaræðu áður en hann yfirgaf fundinn. Að efni til var hún um hvort það væri virkilega svo að Samfylkingin ætlaði að standa fyrir það að þeim sem orðið hefur á vegna áfengissjúkdóms síns, og hefðu gert eitthvað í sínum málum, ættu ekki afturkvæmt? Þarna er vísað til þess þegar Ágúst Ólafur var sakaður um kynferðislega áreitni, sem hann gekkst við og leitaði sér þá hjálpar hjá SÁÁ vegna áfengisvanda síns. Sérstök siðanefnd Samfylkingarinnar fjallaði um málið og virtist sem helstu flokksstofnanir hafi talið málið afgreitt en það var geymt en ekki gleymt samkvæmt þessu. Ungliðarnir vilja Ágúst Ólaf út Heimildir Vísis herma að Birgir telji það ekki vænlegt til árangurs er Samfylkingin ætlar sér að senda þau skilaboð til þeirra þúsunda áfengissjúklinga, og fjölskyldna þeirra, fyrir komandi kosningar. Eftir því sem Vísir kemst næst er uppi eindregin krafa, einkum meðal ungliðahreyfingarinnar og femínista sem studdu Heiðu B. Hilmarsdóttur eindregið í varaformannskjöri þar sem hún hafði betur gegn Helgu Völu Helgadóttur, að Ágúst Ólafur verði látinn taka poka sinn. Farin var sú leið að uppstillinganefndin setti saman hóp fólks og efndi til skoðanakönnunar meðal félaga í Samfylkingunni um hverja þeir vildi helst sjá í efstu sætum. Ekki stóð til að birta niðurstöður þeirrar könnunar en það hlýtur að teljast nokkur bjartsýni að ætla að niðurstaðan myndi ekki leka til fjölmiðla, sem og varð raunin. Í þeirri könnun var Ágúst Ólafur ekki einn hinna fimm efstu. Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Ekkert prófkjör hjá Samfylkingunni í Reykjavík Samfylkingin í Reykjavík kallar eftir tilnefningum fyrir framboðslista flokksins í Reykjavík fyrir alþingiskosningarnar á næsta ári. Ákveðið hefur verið að listi verði ákvarðaður með uppstillingu en ekki prófkjöri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samfylkingunni í Reykjavík. 29. nóvember 2020 17:06 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Átökin hverfast um stöðu Ágústs Ólafs Ágústssonar þingmanns. Birgir Dýrfjörð, sem er formaður landsmálafélagsins Rósarinnar og situr sem slíkur í uppstillingarnefndinni, gekk á dyr á fundi á laugardaginn. Hann telur þingmanninn grátt leikinn. „Það var komin svo mikil illska í þetta að ég þoldi ekki við og fór út. Þetta var orðið svo ljótt og illt að ég gat ekki setið í þessu hópi lengur,“ segir Birgir í samtali við Vísi. Þrumuræða um stöðu alkóhólista Meira vill Birgir ekki segja við blaðamann né tilgreina nánar ástæður fyrir því að hann gekk á dyr. Birgir vísar til þess að þeir sem sitja í uppstillingarnefnd hafi gengist undir sérstakan þagnareið. En ekki sé hægt að meina honum að segja frá því hvernig honum líður. Birgir Dýrfjörð segir mikla illsku komna í uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar. Hann vill ekki tilgreina ástæður þess að hann gekk þar á dyr um helgina en samkvæmt heimildum Vísis telur hann það vond skilaboð Samfykingar til kjósenda að úthýsa Ágústi Ólafi Ágústssyni þingmanni.Samfylkingin Samkvæmt heimildum Vísis hélt Birgir skammaræðu áður en hann yfirgaf fundinn. Að efni til var hún um hvort það væri virkilega svo að Samfylkingin ætlaði að standa fyrir það að þeim sem orðið hefur á vegna áfengissjúkdóms síns, og hefðu gert eitthvað í sínum málum, ættu ekki afturkvæmt? Þarna er vísað til þess þegar Ágúst Ólafur var sakaður um kynferðislega áreitni, sem hann gekkst við og leitaði sér þá hjálpar hjá SÁÁ vegna áfengisvanda síns. Sérstök siðanefnd Samfylkingarinnar fjallaði um málið og virtist sem helstu flokksstofnanir hafi talið málið afgreitt en það var geymt en ekki gleymt samkvæmt þessu. Ungliðarnir vilja Ágúst Ólaf út Heimildir Vísis herma að Birgir telji það ekki vænlegt til árangurs er Samfylkingin ætlar sér að senda þau skilaboð til þeirra þúsunda áfengissjúklinga, og fjölskyldna þeirra, fyrir komandi kosningar. Eftir því sem Vísir kemst næst er uppi eindregin krafa, einkum meðal ungliðahreyfingarinnar og femínista sem studdu Heiðu B. Hilmarsdóttur eindregið í varaformannskjöri þar sem hún hafði betur gegn Helgu Völu Helgadóttur, að Ágúst Ólafur verði látinn taka poka sinn. Farin var sú leið að uppstillinganefndin setti saman hóp fólks og efndi til skoðanakönnunar meðal félaga í Samfylkingunni um hverja þeir vildi helst sjá í efstu sætum. Ekki stóð til að birta niðurstöður þeirrar könnunar en það hlýtur að teljast nokkur bjartsýni að ætla að niðurstaðan myndi ekki leka til fjölmiðla, sem og varð raunin. Í þeirri könnun var Ágúst Ólafur ekki einn hinna fimm efstu.
Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Tengdar fréttir Ekkert prófkjör hjá Samfylkingunni í Reykjavík Samfylkingin í Reykjavík kallar eftir tilnefningum fyrir framboðslista flokksins í Reykjavík fyrir alþingiskosningarnar á næsta ári. Ákveðið hefur verið að listi verði ákvarðaður með uppstillingu en ekki prófkjöri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samfylkingunni í Reykjavík. 29. nóvember 2020 17:06 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Ekkert prófkjör hjá Samfylkingunni í Reykjavík Samfylkingin í Reykjavík kallar eftir tilnefningum fyrir framboðslista flokksins í Reykjavík fyrir alþingiskosningarnar á næsta ári. Ákveðið hefur verið að listi verði ákvarðaður með uppstillingu en ekki prófkjöri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samfylkingunni í Reykjavík. 29. nóvember 2020 17:06