Bjó á flugvellinum í Chicago í þrjá mánuði Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. janúar 2021 07:21 Að því er virðist tókst manninum að búa á flugvellinum í þrjá mánuði án þess að nokkur tæki eftir honum. Getty/Scott Olson Aditya Singh, 36 ára gamall maður frá Kaliforníu, var handtekinn um helgina á O‘Hare-alþjóðaflugvellinum í Chicago og ákærður fyrir ýmis brot, meðal annars þjófnað og að hafa farið í leyfisleysi inn á lokað svæði á vellinum. Í frétt Guardian um málið segir að maðurinn hafi búið á flugvellinum í þrjá mánuði. Hann á að hafa sagt lögreglunni að hann hafi ákveðið að halda kyrru fyrir á vellinum því hann hafi ekki þorað að fara heim til Los Angeles af ótta við Covid-19. Singh mun hafa lent á O‘Hare-flugvelli þann 19. október í fyrra og var þá að koma frá Los Angeles. Næstum þremur mánuðum seinna báðu tveir starfsmenn flugfélagsins United Airlines Singh um að sýna sér skilríki. Hann sýndi þeim þá aðgangskort að flugvellinum. Eigandi kortsins, starfsmaður á flugvellinum, hafði tilkynnt í lok október að kortinu hefði verið stolið. Kathleen Hagerty, saksóknari, sagði dómaranum í málinu, Susan Ortiz, að aðrir farþegar hefðu gefið Singh mat. Hann hefði ekki áður komist í kast við lögin. „Ertu að segja mér að maður sem hvorki er í vinnu á flugvellinum né hefur leyfi til að vera þar hafi búið á öryggissvæði vallarins í þrjá mánuði án þess að nokkur tæki eftir honum? Ég vil vera viss um að ég skilji þig rétt,“ spurði Ortiz dómari þegar málið var tekið fyrir um helgina. Hún sagði staðreyndir málsins ansi sjokkerandi enda legðu flugvellir gríðarlega áherslu á öryggi farþega. Þarna hefði hins vegar manni tekist að dvelja á öryggissvæði flugvallarins í marga mánuði með stolnum skilríkjum. Taldi dómarinn Singh ógn við almenning og úrskurðaði hann í varðhald. Flugmálayfirvöld í Chicago hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Sagði meðal annars í yfirlýsingunni að eftir því sem yfirvöld kæmust næst hefði Singh ekki stofnað neinum í hættu á meðan hann dvaldi á flugvellinum. Bandaríkin Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Sjá meira
Í frétt Guardian um málið segir að maðurinn hafi búið á flugvellinum í þrjá mánuði. Hann á að hafa sagt lögreglunni að hann hafi ákveðið að halda kyrru fyrir á vellinum því hann hafi ekki þorað að fara heim til Los Angeles af ótta við Covid-19. Singh mun hafa lent á O‘Hare-flugvelli þann 19. október í fyrra og var þá að koma frá Los Angeles. Næstum þremur mánuðum seinna báðu tveir starfsmenn flugfélagsins United Airlines Singh um að sýna sér skilríki. Hann sýndi þeim þá aðgangskort að flugvellinum. Eigandi kortsins, starfsmaður á flugvellinum, hafði tilkynnt í lok október að kortinu hefði verið stolið. Kathleen Hagerty, saksóknari, sagði dómaranum í málinu, Susan Ortiz, að aðrir farþegar hefðu gefið Singh mat. Hann hefði ekki áður komist í kast við lögin. „Ertu að segja mér að maður sem hvorki er í vinnu á flugvellinum né hefur leyfi til að vera þar hafi búið á öryggissvæði vallarins í þrjá mánuði án þess að nokkur tæki eftir honum? Ég vil vera viss um að ég skilji þig rétt,“ spurði Ortiz dómari þegar málið var tekið fyrir um helgina. Hún sagði staðreyndir málsins ansi sjokkerandi enda legðu flugvellir gríðarlega áherslu á öryggi farþega. Þarna hefði hins vegar manni tekist að dvelja á öryggissvæði flugvallarins í marga mánuði með stolnum skilríkjum. Taldi dómarinn Singh ógn við almenning og úrskurðaði hann í varðhald. Flugmálayfirvöld í Chicago hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins. Sagði meðal annars í yfirlýsingunni að eftir því sem yfirvöld kæmust næst hefði Singh ekki stofnað neinum í hættu á meðan hann dvaldi á flugvellinum.
Bandaríkin Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent