Finnur fyrir aukinni eftirsókn hjá Seyðfirðingum eftir sálrænum stuðningi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. janúar 2021 23:21 Sigríður Rún Tryggvadóttir, prestur á Seyðisfirði. Vísir Sigríður Rún Tryggvadóttir, prestur á Seyðisfirði, segir það stórt og mikilvægt skref að geðheilbrigðisþjónusta hafi verið aukin á Austfjörðum í kjölfar aurskriðanna sem féllu á Seyðisfirði í desember. Heilbrigðisráðherra samþykkti í liðinni viku að auka fjárframlag til Heilbrigðisstofnunar Austurlands um sautján milljónir króna og mun það renna til geðheilbrigðismála. Þegar hefur sú breyting tekið gildi að sálfræðingur muni vera á Seyðisfirði einu sinni í viku. „Svo hefur orðið sú breyting sem ég fagna mjög og er mjög dýrmæt í þessum aðstæðum sem við erum í núna, félagsþjónustan hefur sálfræðing á sínum snærum, sem er nýtilkomið, og það hefur orðin mjög aukin þjónusta geðheilsuteymis HSA. Mjög öflugur sálfræðingur leiðir það starf og þau eru líka komin með geðlækni sem við höfum aðgang að,“ segir Sigríður. Hún segist hafa fundið fyrir mikill aukinni þörf Seyðfirðinga eftir sáluhjálp. „Þetta er langtímaverkefni, það er engin úrvinnsla byrjuð. Fólk er rétt ennþá í yfirstandandi aðstæðum. Til dæmis var rýming um helgina og öllum var mjög brugðið þegar það var kannski einhver hætta á að það væri sprunga í skriðusárinu. Ástandið er ennþá yfirstandandi,“ segir Sigríður. Hún segir það hafa skipt miklu máli að strax þegar rigningarnar byrjuðu í desember og fyrstu skriðurnar féllu fundaði samráðshópur um áfallahjálp. Þar hafi fulltrúi kirkjunnar verið, félagsþjónustu, heilsugæslunnar, Rauða krossins og lögreglu. „Það hefur verið frá fyrstu stundu unnið í sálrænum stuðningi. Strax þegar einhver óvissa skapast, það er einhver rýming og viðvarandi rigning og ástand þá er strax alveg þörf fyrir sálgæslu. Svo þegar stóra skriðan fellur og það er rýming og allt sveitarfélagið í einhverjum ótrúlegum aðstæðum, þá er strax tryggð áfallahjálp,“ segir Sigríður. „Ýmsir aðilar eru betur búnir en fyrir örfáum árum, innan Rauða krossins hefur fólk markvisst verið þjálfað í því að veita sálrænan stuðning, eins og strax þarna í fjöldahjálparstöðinni á Egilsstöðum og svo áfram þegar við máttum fara heim aftur,“ segir Sigríður. Ástandið enn yfirstandandi Hún segir að fólki hafi verið mjög brugðið í vikunni þegar grunur var um að sprunga í skriðusári stóru skriðunnar væri óstöðug. „Ástandið er ennþá yfirstandandi. Þau sem misstu heimili sín og þau sem búa á ótryggum svæðum þurfa aðstoð og svo ýfir þetta upp gömul sár, fólk hefur upplifað skriður og snjóflóð og alls konar. Þetta er mjög stórt verkefni og við erum ótrúlega ánægð með allt sem er gert,“ segir Sigríður. Hún segir samstöðu Seyðfirðinga hafa skipt lykilmáli. Samtöl við fólk í sömu aðstæðum skipti miklu máli og það sé sú áfallahjálp sem flestir þurfi á að halda. „Maður fann það líka á milli hátíðanna og núna þegar fólk er að mæta í fjöldahjálparstöðina að það var ótrúlega mikilvægt að hitta fólk í sömu sporum og tala við það. Það er alveg ómetanlegt, það er áfallahjálp og sú áfallahjálp sem flestir þurfa. Við finnum alveg að það er þörf fyrir allan þennan stuðning,“ segir Sigríður. Hún segist mjög ánægð með viðbrögð yfirvalda. „Ég er mjög ánægð með það og svo sá ég stuttu seinna að það væri búið að tryggja að það yrði hérna sálfræðingur. Ég held að það sé mikil þörf fyrir þetta og þetta er mikils metið.“ Aurskriður á Seyðisfirði Geðheilbrigði Múlaþing Tengdar fréttir Rýmingu aflétt á Seyðisfirði Rýmingu á þeim húsum sem rýmd voru á Seyðisfirði á föstudag hefur nú verið aflétt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi. 17. janúar 2021 11:33 Allt með kyrrum kjörum á Seyðisfirði í nótt Fulltrúar almannavarna og sveitastjórnar Múlaþings funda um stöðuna á Seyðisfirði klukkan tíu. Á fimmta tug húsa voru rýmd á föstudaginn vegna úrkomuspár og óvissu um stöðugleika hlíðanna. 17. janúar 2021 09:49 Seyðfirðingar fá aukna sálfræðiþjónustu Heilbrigðisstofnun Austurlands hefur verið veitt 17 milljóna króna viðbótarfjárframlagi til þess að efla geðheilbrigðisþjónustu í þágu Seyðfirðinga vegna aurskriðanna sem féllu í desember. Þetta kemur fram á vef stjórnarráðsins. 15. janúar 2021 19:09 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Sjá meira
Þegar hefur sú breyting tekið gildi að sálfræðingur muni vera á Seyðisfirði einu sinni í viku. „Svo hefur orðið sú breyting sem ég fagna mjög og er mjög dýrmæt í þessum aðstæðum sem við erum í núna, félagsþjónustan hefur sálfræðing á sínum snærum, sem er nýtilkomið, og það hefur orðin mjög aukin þjónusta geðheilsuteymis HSA. Mjög öflugur sálfræðingur leiðir það starf og þau eru líka komin með geðlækni sem við höfum aðgang að,“ segir Sigríður. Hún segist hafa fundið fyrir mikill aukinni þörf Seyðfirðinga eftir sáluhjálp. „Þetta er langtímaverkefni, það er engin úrvinnsla byrjuð. Fólk er rétt ennþá í yfirstandandi aðstæðum. Til dæmis var rýming um helgina og öllum var mjög brugðið þegar það var kannski einhver hætta á að það væri sprunga í skriðusárinu. Ástandið er ennþá yfirstandandi,“ segir Sigríður. Hún segir það hafa skipt miklu máli að strax þegar rigningarnar byrjuðu í desember og fyrstu skriðurnar féllu fundaði samráðshópur um áfallahjálp. Þar hafi fulltrúi kirkjunnar verið, félagsþjónustu, heilsugæslunnar, Rauða krossins og lögreglu. „Það hefur verið frá fyrstu stundu unnið í sálrænum stuðningi. Strax þegar einhver óvissa skapast, það er einhver rýming og viðvarandi rigning og ástand þá er strax alveg þörf fyrir sálgæslu. Svo þegar stóra skriðan fellur og það er rýming og allt sveitarfélagið í einhverjum ótrúlegum aðstæðum, þá er strax tryggð áfallahjálp,“ segir Sigríður. „Ýmsir aðilar eru betur búnir en fyrir örfáum árum, innan Rauða krossins hefur fólk markvisst verið þjálfað í því að veita sálrænan stuðning, eins og strax þarna í fjöldahjálparstöðinni á Egilsstöðum og svo áfram þegar við máttum fara heim aftur,“ segir Sigríður. Ástandið enn yfirstandandi Hún segir að fólki hafi verið mjög brugðið í vikunni þegar grunur var um að sprunga í skriðusári stóru skriðunnar væri óstöðug. „Ástandið er ennþá yfirstandandi. Þau sem misstu heimili sín og þau sem búa á ótryggum svæðum þurfa aðstoð og svo ýfir þetta upp gömul sár, fólk hefur upplifað skriður og snjóflóð og alls konar. Þetta er mjög stórt verkefni og við erum ótrúlega ánægð með allt sem er gert,“ segir Sigríður. Hún segir samstöðu Seyðfirðinga hafa skipt lykilmáli. Samtöl við fólk í sömu aðstæðum skipti miklu máli og það sé sú áfallahjálp sem flestir þurfi á að halda. „Maður fann það líka á milli hátíðanna og núna þegar fólk er að mæta í fjöldahjálparstöðina að það var ótrúlega mikilvægt að hitta fólk í sömu sporum og tala við það. Það er alveg ómetanlegt, það er áfallahjálp og sú áfallahjálp sem flestir þurfa. Við finnum alveg að það er þörf fyrir allan þennan stuðning,“ segir Sigríður. Hún segist mjög ánægð með viðbrögð yfirvalda. „Ég er mjög ánægð með það og svo sá ég stuttu seinna að það væri búið að tryggja að það yrði hérna sálfræðingur. Ég held að það sé mikil þörf fyrir þetta og þetta er mikils metið.“
Aurskriður á Seyðisfirði Geðheilbrigði Múlaþing Tengdar fréttir Rýmingu aflétt á Seyðisfirði Rýmingu á þeim húsum sem rýmd voru á Seyðisfirði á föstudag hefur nú verið aflétt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi. 17. janúar 2021 11:33 Allt með kyrrum kjörum á Seyðisfirði í nótt Fulltrúar almannavarna og sveitastjórnar Múlaþings funda um stöðuna á Seyðisfirði klukkan tíu. Á fimmta tug húsa voru rýmd á föstudaginn vegna úrkomuspár og óvissu um stöðugleika hlíðanna. 17. janúar 2021 09:49 Seyðfirðingar fá aukna sálfræðiþjónustu Heilbrigðisstofnun Austurlands hefur verið veitt 17 milljóna króna viðbótarfjárframlagi til þess að efla geðheilbrigðisþjónustu í þágu Seyðfirðinga vegna aurskriðanna sem féllu í desember. Þetta kemur fram á vef stjórnarráðsins. 15. janúar 2021 19:09 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Sjá meira
Rýmingu aflétt á Seyðisfirði Rýmingu á þeim húsum sem rýmd voru á Seyðisfirði á föstudag hefur nú verið aflétt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi. 17. janúar 2021 11:33
Allt með kyrrum kjörum á Seyðisfirði í nótt Fulltrúar almannavarna og sveitastjórnar Múlaþings funda um stöðuna á Seyðisfirði klukkan tíu. Á fimmta tug húsa voru rýmd á föstudaginn vegna úrkomuspár og óvissu um stöðugleika hlíðanna. 17. janúar 2021 09:49
Seyðfirðingar fá aukna sálfræðiþjónustu Heilbrigðisstofnun Austurlands hefur verið veitt 17 milljóna króna viðbótarfjárframlagi til þess að efla geðheilbrigðisþjónustu í þágu Seyðfirðinga vegna aurskriðanna sem féllu í desember. Þetta kemur fram á vef stjórnarráðsins. 15. janúar 2021 19:09