Tillögur skimunarráðs um fyrirkomulag skimana frá 2020 Skimunarráð skrifar 14. janúar 2021 16:00 Skimunarráð Skimunarráð var skipað af landlækni í maí 2018. Hlutverk skimunarráðs var í fyrstu að gera tillögur um framtíðarskipulag um skimun fyrir sjúkdómum og fyrirkomulag þeirra á landsvísu. Sérstaklega átti að huga að faglegum rökum fyrir hvernig stjórnun og skipulagi krabbameinsleitar verði háttað. Skimunarráð er skipað 7 sérfræðingum af mismunandi sviðum. Til aðstoðar skimunarráði voru 3 faghópar, skipaðir sérfræðingum á hverju sviði til að fjalla um skimun fyrir brjóstakrabbameini, leghálskrabbameini og ristilkrabbameini. Með skimun er átt við skipulagða hópleit þ.e. innköllun á skipulegan hátt á einkennalausu fólki til skoðunar. Ekki er átt við skoðanir af tilefni einkenna hjá fólki eða fólki í hárri áhættu til dæmis út frá vitneskju um erfðaþætti eða fjölskyldusögu. Skerpa þarf á fræðslu um hópleitir og skimanir og muninn á greiningu við hópleit (skimun) og greiningu við skoðun utan hópleitar. Eins þarf að leggjast í átak við bæta mætingu í skimanir því þátttaka í skimun fyrir brjóstakrabbameini er rétt um 60%. Til þess að skimanir skili árangri þarf þátttaka að ná yfir 75%. Hér þarf að bæta úr en áhuginn er greinilega fyrir hendi. Niðurstöður skimunarráðs 2020 Eftir störf skimunarráðs 2018-2020 er komin fram tillaga um að skimun fyrir leghálskrabbameini hefjist við 23. aldur og mælt eindregið með að HPV frumskimun verði tekin upp hér á landi eigi síðar en 1. janúar 2021. Það eru líka tíðindi að komin er tillaga að skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi (KRE) sem sátt er um. Lagt er til að hafin verði frumskimun fyrir KRE í aldurshópnum 50-74 ára samkvæmt evrópskum ráðleggingum. Byrja með aldurshópinn 60-69 ára í meðaláhættu með leit að duldu blóði í hægðum (svokallað FIT próf) annað hvert ár og ristilspeglun hjá þeim sem greinast með blóð í hægðum. Að auki leggur fagráðið til að einstaklingum sem eru á 51. aldursári verði boðin ristilspeglun sem frumskimun en annars val um að þiggja FIT próf einu sinni. Skimunarráð lagði til í samræmi við fyrri álit að konum á aldrinum 50-74 ára verði boðin skimun með brjóstamyndatöku annað hvert ár. Sú tillaga hefur komið af stað umræðu um skimanir sem er jákvætt en þarfnast frekari útskýringar. Fyrri niðurstöður um skimun fyrir brjóstakrabbameini frá 2016 Fyrrverandi landlæknir skipaði haustið 2015 starfshóp sem hafði það hlutverk að gera tillögu að stefnu um framtíð skipulegrar leitar að brjóstakrabbameini á Íslandi, sérstaklega með tilliti til aldursmarka og tíðni hennar. Sá starfshópur skilaði áliti 23. febrúar 2016. Þessi starfshópur var skipaður 12 sérfræðingum á sviði læknisfræði, hjúkrunarfræði og faraldsfræði krabbameina. Niðurstaða í hnotskurn var: „Með hliðsjón af niðurstöðum rannsókna og alþjóðlegra leiðbeininga um almenna skimun fyrir brjóstakrabbameini mælir starfshópurinn með áframhaldandi skimunum og að konum á aldrinum 50-74 ára verði boðin skimun með brjóstamyndatöku annað hvert ár. Þessi tilmæli byggjast á faglegum rökum.“ Hópurinn tók fram að „Hópleit í 40-49 ára virðist skila litlum árangri við að draga úr dánartíðni.“ og að „Gæta verði að því að jafnvægi sé milli ávinnings og hugsanlegs skaða skimunar.“ Til viðbótar var sagt: „Tekið skal fram að tilmæli starfshópsins eiga við konur sem ekki eru í sérstakri áhættu að fá brjóstakrabbamein.“ Fyrirkomulag annarra þjóða Eiginlega allar þjóðir miða við að hefja skipulega skimun fyrir brjóstakrabbameinum hjá einkennalausum konum við 50 ára aldur. Til dæmis Danmörk, Noregur, Finnland, Kanada, Þýskaland, Frakkland, Pólland, Ítalía, Írland, Skotland og England svo einhver lönd séu nefnd. Bandaríkin hækkuðu sín mörk í 50 ára árið 2009 þar sem mælt er með skimun. Ný úttekt var gerð þar 2016 og áfram er miðað við 50 ár. Austurríki, Tékkland, Ungverjaland, Portúgal og Spánn miða við 45 ár. Aðrar undantekningar á heimsvísu eru 5 lönd: Svíþjóð, Grikkland, Mexíkó, Slóvakía og Tyrkland. Þessi lönd miða enn við 40 ára aldur. Ráðgjöf og samtal um krabbamein á auðvitað að vera í boði fyrir allar konur á öllum aldri. Allar þjóðir með krabbameinsáætlun leggja áherslu á það. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) gefur út viðmið um krabbameinsskimanir.( https://healthcare-quality.jrc.ec.europa.eu/european-breast-cancer-guidelines/screening-ages-and-frequencies) . Sérfræðingahópurinn er skipaður vísindafólki víðs vegar frá Evrópu og telur um 60 manns. Niðurstaðan í dag er að framkvæmdastjórnin mælir ekki með skimun fyrir brjóstakrabbameini hjá einkennalausum konum á aldrinum 40-44 ára. Fyrir aldurinn 45-49 er skimun á 2 til 3 ára fresti einungis lögð fram sem tillaga. Notað er orðalagið „suggest.“ Um vísindalegan bakgrunn þessarar tillögu er sagt: „Moderate certainty of the evidence“. Um aldurinn 50-69 er mælt með skimun á 2 ára fresti. Notað er orðalagið „Strong recommendation.“ Vísindalegu rökin eru samt ekki ótvíræð, en metið sem svo að ávinningur sé meiri en skaði og því óhætt að mæla beinlínis með. Um aldurinn 70 – 74 er á svipaðan máta mælt með skimun á 3 ára fresti. Ísland er með fyrstu þjóðum til að innleiða skimun fyrir brjóstakrabbameini fyrir þennan aldurshóp. Hvort það verður á tveggja eða þriggja ára fresti á eftir að útfæra. Niðurstaða skimunarráðs um skimanir fyrir brjóstakrabbameinum frá 2020 Faghópur brjóstakrabbameina, sem var skimunaráði til aðstoðar, var hlynntur að fylgja tillögum Framkvæmdastjórnar ESB og hefja skimun við 45 ár aldur. Skimunarráð fór yfir vísindalega þekkingu og hvort eitthvað hafi bæst við sem óyggjandi gæti snúið álitinu frá 2016. Niðurstaðan var að svo var ekki. Þess vegna leggur skimunarráð álitið frá 2016 til grundvallar sínu áliti um hverju má beinlínis mæla með varðandi skimun fyrir brjóstakrabbameini. Skimunarráð verður að byggja ráð sín á bestu vísindalegu þekkingu um árangur skimana og að halda áfram að minna á að gæta að því að jafnvægi sé milli ávinnings og hugsanlegs skaða skimunar. Það er okkar hlutverk að láta þau sjónarmið ráða. Skimunarráð 2018-2020 Anna Margrét Jónsdóttir, sérfræðingur í meinafræði Ástríður Stefánsdóttir, læknir og dósent í hagnýtri siðfræði Jakob Jóhannsson, yfirlæknir, sérfræðingur í krabbameinslækningum Margrét Ólafía Tómasdóttir, sérfræðingur í heimilislækningum Sigurður Guðmundsson, sérfræðingur í lyflækningum og smitsjúkdómum, lyflækningasviði Landspítala og prófessor emeritus, læknadeild Háskóla Íslands. Thor Aspelund, prófessor í lýðheilsuvísindum og líftölfræði (formaður) Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, prófessor í heilsuhagfræði Aukaefni Landlæknir skipaði eftirfarandi sérfræðinga í starfshópinn (árið 2015). Hann skilaði áliti 23. febrúar 2016. Ásbjörn Jónsson, yfirlækni, sérfræðing í myndgreiningu Ásgerði Sverrisdóttur, sérfræðing í krabbameinslækningum Birgi Jakobsson, landlækni Brynju Gunnarsdóttur, hjúkrunarfræðing á Brjóstamiðstöð LSH og formann Brjóstaheilla-Samhjálpar Kvenna Harald Briem, yfirlækni, sérstakan ráðgjafa Helga Sigurðsson, prófessor, yfirlækni, sérfræðing í krabbameinslækningum Jón Gunnlaug Jónasson, prófessor, yfirlækni, sérfræðing í meinafræði Laufeyju Tryggvadóttur, prófessor, sérfræðing í faraldsfræði Magnús Baldvinsson, sérfræðing í myndgreiningu Óskar Jóhannsson, sérfræðing í krabbameinslækningum Vilhjálm Rafnsson, prófessor emeritus, sérfræðing í fyrirbyggjandi læknisfræði Þorvald Jónsson, yfirlækni, sérfræðing í skurðlækningum Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Eru mannréttindi martröð? Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Sjá meira
Skimunarráð Skimunarráð var skipað af landlækni í maí 2018. Hlutverk skimunarráðs var í fyrstu að gera tillögur um framtíðarskipulag um skimun fyrir sjúkdómum og fyrirkomulag þeirra á landsvísu. Sérstaklega átti að huga að faglegum rökum fyrir hvernig stjórnun og skipulagi krabbameinsleitar verði háttað. Skimunarráð er skipað 7 sérfræðingum af mismunandi sviðum. Til aðstoðar skimunarráði voru 3 faghópar, skipaðir sérfræðingum á hverju sviði til að fjalla um skimun fyrir brjóstakrabbameini, leghálskrabbameini og ristilkrabbameini. Með skimun er átt við skipulagða hópleit þ.e. innköllun á skipulegan hátt á einkennalausu fólki til skoðunar. Ekki er átt við skoðanir af tilefni einkenna hjá fólki eða fólki í hárri áhættu til dæmis út frá vitneskju um erfðaþætti eða fjölskyldusögu. Skerpa þarf á fræðslu um hópleitir og skimanir og muninn á greiningu við hópleit (skimun) og greiningu við skoðun utan hópleitar. Eins þarf að leggjast í átak við bæta mætingu í skimanir því þátttaka í skimun fyrir brjóstakrabbameini er rétt um 60%. Til þess að skimanir skili árangri þarf þátttaka að ná yfir 75%. Hér þarf að bæta úr en áhuginn er greinilega fyrir hendi. Niðurstöður skimunarráðs 2020 Eftir störf skimunarráðs 2018-2020 er komin fram tillaga um að skimun fyrir leghálskrabbameini hefjist við 23. aldur og mælt eindregið með að HPV frumskimun verði tekin upp hér á landi eigi síðar en 1. janúar 2021. Það eru líka tíðindi að komin er tillaga að skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi (KRE) sem sátt er um. Lagt er til að hafin verði frumskimun fyrir KRE í aldurshópnum 50-74 ára samkvæmt evrópskum ráðleggingum. Byrja með aldurshópinn 60-69 ára í meðaláhættu með leit að duldu blóði í hægðum (svokallað FIT próf) annað hvert ár og ristilspeglun hjá þeim sem greinast með blóð í hægðum. Að auki leggur fagráðið til að einstaklingum sem eru á 51. aldursári verði boðin ristilspeglun sem frumskimun en annars val um að þiggja FIT próf einu sinni. Skimunarráð lagði til í samræmi við fyrri álit að konum á aldrinum 50-74 ára verði boðin skimun með brjóstamyndatöku annað hvert ár. Sú tillaga hefur komið af stað umræðu um skimanir sem er jákvætt en þarfnast frekari útskýringar. Fyrri niðurstöður um skimun fyrir brjóstakrabbameini frá 2016 Fyrrverandi landlæknir skipaði haustið 2015 starfshóp sem hafði það hlutverk að gera tillögu að stefnu um framtíð skipulegrar leitar að brjóstakrabbameini á Íslandi, sérstaklega með tilliti til aldursmarka og tíðni hennar. Sá starfshópur skilaði áliti 23. febrúar 2016. Þessi starfshópur var skipaður 12 sérfræðingum á sviði læknisfræði, hjúkrunarfræði og faraldsfræði krabbameina. Niðurstaða í hnotskurn var: „Með hliðsjón af niðurstöðum rannsókna og alþjóðlegra leiðbeininga um almenna skimun fyrir brjóstakrabbameini mælir starfshópurinn með áframhaldandi skimunum og að konum á aldrinum 50-74 ára verði boðin skimun með brjóstamyndatöku annað hvert ár. Þessi tilmæli byggjast á faglegum rökum.“ Hópurinn tók fram að „Hópleit í 40-49 ára virðist skila litlum árangri við að draga úr dánartíðni.“ og að „Gæta verði að því að jafnvægi sé milli ávinnings og hugsanlegs skaða skimunar.“ Til viðbótar var sagt: „Tekið skal fram að tilmæli starfshópsins eiga við konur sem ekki eru í sérstakri áhættu að fá brjóstakrabbamein.“ Fyrirkomulag annarra þjóða Eiginlega allar þjóðir miða við að hefja skipulega skimun fyrir brjóstakrabbameinum hjá einkennalausum konum við 50 ára aldur. Til dæmis Danmörk, Noregur, Finnland, Kanada, Þýskaland, Frakkland, Pólland, Ítalía, Írland, Skotland og England svo einhver lönd séu nefnd. Bandaríkin hækkuðu sín mörk í 50 ára árið 2009 þar sem mælt er með skimun. Ný úttekt var gerð þar 2016 og áfram er miðað við 50 ár. Austurríki, Tékkland, Ungverjaland, Portúgal og Spánn miða við 45 ár. Aðrar undantekningar á heimsvísu eru 5 lönd: Svíþjóð, Grikkland, Mexíkó, Slóvakía og Tyrkland. Þessi lönd miða enn við 40 ára aldur. Ráðgjöf og samtal um krabbamein á auðvitað að vera í boði fyrir allar konur á öllum aldri. Allar þjóðir með krabbameinsáætlun leggja áherslu á það. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) gefur út viðmið um krabbameinsskimanir.( https://healthcare-quality.jrc.ec.europa.eu/european-breast-cancer-guidelines/screening-ages-and-frequencies) . Sérfræðingahópurinn er skipaður vísindafólki víðs vegar frá Evrópu og telur um 60 manns. Niðurstaðan í dag er að framkvæmdastjórnin mælir ekki með skimun fyrir brjóstakrabbameini hjá einkennalausum konum á aldrinum 40-44 ára. Fyrir aldurinn 45-49 er skimun á 2 til 3 ára fresti einungis lögð fram sem tillaga. Notað er orðalagið „suggest.“ Um vísindalegan bakgrunn þessarar tillögu er sagt: „Moderate certainty of the evidence“. Um aldurinn 50-69 er mælt með skimun á 2 ára fresti. Notað er orðalagið „Strong recommendation.“ Vísindalegu rökin eru samt ekki ótvíræð, en metið sem svo að ávinningur sé meiri en skaði og því óhætt að mæla beinlínis með. Um aldurinn 70 – 74 er á svipaðan máta mælt með skimun á 3 ára fresti. Ísland er með fyrstu þjóðum til að innleiða skimun fyrir brjóstakrabbameini fyrir þennan aldurshóp. Hvort það verður á tveggja eða þriggja ára fresti á eftir að útfæra. Niðurstaða skimunarráðs um skimanir fyrir brjóstakrabbameinum frá 2020 Faghópur brjóstakrabbameina, sem var skimunaráði til aðstoðar, var hlynntur að fylgja tillögum Framkvæmdastjórnar ESB og hefja skimun við 45 ár aldur. Skimunarráð fór yfir vísindalega þekkingu og hvort eitthvað hafi bæst við sem óyggjandi gæti snúið álitinu frá 2016. Niðurstaðan var að svo var ekki. Þess vegna leggur skimunarráð álitið frá 2016 til grundvallar sínu áliti um hverju má beinlínis mæla með varðandi skimun fyrir brjóstakrabbameini. Skimunarráð verður að byggja ráð sín á bestu vísindalegu þekkingu um árangur skimana og að halda áfram að minna á að gæta að því að jafnvægi sé milli ávinnings og hugsanlegs skaða skimunar. Það er okkar hlutverk að láta þau sjónarmið ráða. Skimunarráð 2018-2020 Anna Margrét Jónsdóttir, sérfræðingur í meinafræði Ástríður Stefánsdóttir, læknir og dósent í hagnýtri siðfræði Jakob Jóhannsson, yfirlæknir, sérfræðingur í krabbameinslækningum Margrét Ólafía Tómasdóttir, sérfræðingur í heimilislækningum Sigurður Guðmundsson, sérfræðingur í lyflækningum og smitsjúkdómum, lyflækningasviði Landspítala og prófessor emeritus, læknadeild Háskóla Íslands. Thor Aspelund, prófessor í lýðheilsuvísindum og líftölfræði (formaður) Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, prófessor í heilsuhagfræði Aukaefni Landlæknir skipaði eftirfarandi sérfræðinga í starfshópinn (árið 2015). Hann skilaði áliti 23. febrúar 2016. Ásbjörn Jónsson, yfirlækni, sérfræðing í myndgreiningu Ásgerði Sverrisdóttur, sérfræðing í krabbameinslækningum Birgi Jakobsson, landlækni Brynju Gunnarsdóttur, hjúkrunarfræðing á Brjóstamiðstöð LSH og formann Brjóstaheilla-Samhjálpar Kvenna Harald Briem, yfirlækni, sérstakan ráðgjafa Helga Sigurðsson, prófessor, yfirlækni, sérfræðing í krabbameinslækningum Jón Gunnlaug Jónasson, prófessor, yfirlækni, sérfræðing í meinafræði Laufeyju Tryggvadóttur, prófessor, sérfræðing í faraldsfræði Magnús Baldvinsson, sérfræðing í myndgreiningu Óskar Jóhannsson, sérfræðing í krabbameinslækningum Vilhjálm Rafnsson, prófessor emeritus, sérfræðing í fyrirbyggjandi læknisfræði Þorvald Jónsson, yfirlækni, sérfræðing í skurðlækningum
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Hvað er velsældarhagkerfið? Kristín Vala Ragnarsdóttir,Ásgeir Brynjar Torfason,Brynhildur Davíðsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun