Hver er munurinn á bóluefnum Pfizer og Moderna? Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. janúar 2021 17:03 Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir ónæmisdeildar Landspítalans og prófessor í ónæmisfræði við Háskóla Íslands, segir allt benda til þess að bóluefni Moderna og Pfizer séu jafnörugg. Samsett/getty/Vilhelm Bóluefni lyfjaframleiðendanna Pfizer og Moderna, fyrstu bóluefnanna gegn kórónuveirunni sem komast í notkun á Íslandi, byggja á sömu tækni og eru um margt lík. Sérfræðingur í ónæmisfræði segir efnin jafnörugg en meginmunurinn liggi í geymsluþolinu og vikum milli skammta. Ekkert liggi fyrir um hvort annað efnið sé betra fyrir ákveðna hópa en hitt. Tólf hundruð skammtar af bóluefni lyfjaframleiðandans Moderna komu til landsins í dag og áætlað er að hefja bólusetningu með efninu strax á morgun. Bólusetningar með bóluefni Pfizer og BioNTech hófust hér á landi fyrir áramót og fleiri skammtar eru væntanlegir frá báðum framleiðendum á næstu vikum. Mjög virk og örugg bóluefni Bóluefnin eru bæði svokölluð mRNA-bóluefni, sem innihalda leiðbeiningar fyrir framleiðslu svokallaðra gaddapróteina (e. spike proteins). „Og efnin eru þannig mjög lík, það er ekki mikill munur á þeim þannig. Þau beinast bæði gegn þessu gaddapróteini á yfirborði SARS-Cov-2-veirunnar,“ segir Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir ónæmisdeildar Landspítalans og prófessor í ónæmisfræði við Háskóla Íslands í samtali við Vísi. „Og nú voru að birtast í New England Journal of Medicine niðurstöður úr báðum rannsóknunum bara í síðustu viku, þar sem er óskaplega lítill munur að sjá varðandi virknina. Þannig að þetta eru bæði mjög virk og örugg bóluefni.“ Meginmunurinn á bóluefnunum sé fólginn tímanum á milli skammta en bæði efni eru gefin í tveimur sprautum; Moderna með fjögurra vikna millibili og Pfizer með þriggja vikna millibili. Fyrirtækið Distica sér um dreifingu bóluefnisins hér á landi. Það kom í húsnæði Distica í morgun og rúmast allir skammtarnir í þessum kassa.Vísir/Sigurjón Mikill munur á geymsluþoli Lyfjastofnun hefur sett á laggirnar sérstakar yfirlitssíður yfir bóluefni Pfizer og Moderna, þar sem nálgast má helstu upplýsingar um efnin tvö. Þar kemur fram að Pfizer-bóluefnið sé bóluefni til varnar kórónuveirunni hjá einstaklingum 16 ára og eldri en Moderna fyrir einstaklinga 18 ára á eldri. Björn segir þennan aldursmun ekki hafa þýðingu á Íslandi. „Hérna er miðað við fullorðna, 18 ára og eldri. Þessi aldur er bara miðaður við hvernig klínísku rannsóknirnar voru settar upp.“ Þá liggur munur á efnunum einnig í geymsluþolinu en geyma þarf bóluefni Pfizer við um sjötíu stiga frost. „Það má segja að kosturinn við Moderna-lyfið sé að það þarf ekki alveg jafnlágt hitastig við geymslu, það geymist við mínus tuttugu gráður, þannig að það er ákveðinn kostur í því. Að því leytinu til er þetta þægilegra lyf upp á notkun en virkni og öryggi er það sama,“ segir Björn. Verulega góð svörun í elstu hópum Þá bendir hann á að búið sé að bólusetja yfir 300 þúsund manns með Moderna-bóluefninu á heimsvísu en vel yfir ellefu milljónir hafi verið bólusettar með bóluefni Pfizer. „Það er þá komin meiri notkun á Pfizer en ekkert bendir til þess að Moderna-lyfið sé ekki jafnöruggt. Þannig að ég held að við séum alveg jafnvel sett með hvort tveggja og reyndar líka AstraZeneca-bóluefnið, það er líka með sambærilega virkni og öryggi.“ En er einhver munur á virkni bóluefnanna fyrir ákveðna hópa? Liggur fyrir hvort annað bóluefnið sé „heppilegra“ fyrir tiltekna aldurshópa en hitt, eða eitthvað slíkt? „Það er ekkert sem höfum í hendi til að segja með fullvissu um það. Ekki nema að það er kominn margfalt meiri fjöldi sem hefur verið bólusettur með Pfizer-bóluefninu, og þá kannski sérstaklega í elstu aldurshópunum,“ segir Björn. „En það sem er ánægjulegt er að það sást verulega góð svörun í þessum elstu aldurshópum, sem við sjáum oft jafnvel ekki svo mikið. Þannig að það var það sem var hughreystandi í þessu.“ Hér má nálgast upplýsingasíður Lyfjastofnunar um bóluefni Pfizer og Moderna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir „Ég hefði átt að vera varkárari í orðum mínum“ Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segist sjá eftir því að hafa ekki verið varkárari í orðum sínum í viðtali sem birtist á forsíðu Fréttablaðsins í morgun. Hann kveðst ekki myndu lýsa því þannig að Danir væru að „eyðileggja“ samningaviðræður Íslands og Pfizer, líkt og haft var eftir honum í blaðinu. Hann segir viðtalið þó ekki hafa valdið neinu fjaðrafoki innan Pfizer. 12. janúar 2021 13:48 Óska eftir bólusetningu fyrir íslenskt afreksíþróttafólk Íþrótta- og ólympíusamband Íslands hefur óskað eftir því við heilbrigðisyfirvöld að afreksfólk í íþróttum verði haft í huga við forgangsröðun vegna bólusetningar gegn COVID-19. 12. janúar 2021 11:30 Segir öll samskipti sín við Pfizer hafa verið fín Sóttvarnalæknir segir öll samskipti sín við fulltrúa lyfjaframleiðandans Pfizer hafa verið fín. Hann hefur ekki fengið veður af meintum trúnaðarbresti dansks fulltrúa Pfizer, sem forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar lýsti í viðtali í Fréttablaðinu í morgun. 12. janúar 2021 11:30 Stefna á markaðsleyfi fyrir AstraZeneca eftir rúmar tvær vikur Lyfjaframleiðandinn AstraZeneca hefur sótt um skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefni sínu gegn kórónuveirunni hjá Lyfjastofnun Evrópu. Umsóknin mun fá flýtimeðferð hjá stofnuninni og leyfið gæti verið gefið út 29. janúar, eftir rúmar tvær vikur. 12. janúar 2021 09:30 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Sjá meira
Tólf hundruð skammtar af bóluefni lyfjaframleiðandans Moderna komu til landsins í dag og áætlað er að hefja bólusetningu með efninu strax á morgun. Bólusetningar með bóluefni Pfizer og BioNTech hófust hér á landi fyrir áramót og fleiri skammtar eru væntanlegir frá báðum framleiðendum á næstu vikum. Mjög virk og örugg bóluefni Bóluefnin eru bæði svokölluð mRNA-bóluefni, sem innihalda leiðbeiningar fyrir framleiðslu svokallaðra gaddapróteina (e. spike proteins). „Og efnin eru þannig mjög lík, það er ekki mikill munur á þeim þannig. Þau beinast bæði gegn þessu gaddapróteini á yfirborði SARS-Cov-2-veirunnar,“ segir Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir ónæmisdeildar Landspítalans og prófessor í ónæmisfræði við Háskóla Íslands í samtali við Vísi. „Og nú voru að birtast í New England Journal of Medicine niðurstöður úr báðum rannsóknunum bara í síðustu viku, þar sem er óskaplega lítill munur að sjá varðandi virknina. Þannig að þetta eru bæði mjög virk og örugg bóluefni.“ Meginmunurinn á bóluefnunum sé fólginn tímanum á milli skammta en bæði efni eru gefin í tveimur sprautum; Moderna með fjögurra vikna millibili og Pfizer með þriggja vikna millibili. Fyrirtækið Distica sér um dreifingu bóluefnisins hér á landi. Það kom í húsnæði Distica í morgun og rúmast allir skammtarnir í þessum kassa.Vísir/Sigurjón Mikill munur á geymsluþoli Lyfjastofnun hefur sett á laggirnar sérstakar yfirlitssíður yfir bóluefni Pfizer og Moderna, þar sem nálgast má helstu upplýsingar um efnin tvö. Þar kemur fram að Pfizer-bóluefnið sé bóluefni til varnar kórónuveirunni hjá einstaklingum 16 ára og eldri en Moderna fyrir einstaklinga 18 ára á eldri. Björn segir þennan aldursmun ekki hafa þýðingu á Íslandi. „Hérna er miðað við fullorðna, 18 ára og eldri. Þessi aldur er bara miðaður við hvernig klínísku rannsóknirnar voru settar upp.“ Þá liggur munur á efnunum einnig í geymsluþolinu en geyma þarf bóluefni Pfizer við um sjötíu stiga frost. „Það má segja að kosturinn við Moderna-lyfið sé að það þarf ekki alveg jafnlágt hitastig við geymslu, það geymist við mínus tuttugu gráður, þannig að það er ákveðinn kostur í því. Að því leytinu til er þetta þægilegra lyf upp á notkun en virkni og öryggi er það sama,“ segir Björn. Verulega góð svörun í elstu hópum Þá bendir hann á að búið sé að bólusetja yfir 300 þúsund manns með Moderna-bóluefninu á heimsvísu en vel yfir ellefu milljónir hafi verið bólusettar með bóluefni Pfizer. „Það er þá komin meiri notkun á Pfizer en ekkert bendir til þess að Moderna-lyfið sé ekki jafnöruggt. Þannig að ég held að við séum alveg jafnvel sett með hvort tveggja og reyndar líka AstraZeneca-bóluefnið, það er líka með sambærilega virkni og öryggi.“ En er einhver munur á virkni bóluefnanna fyrir ákveðna hópa? Liggur fyrir hvort annað bóluefnið sé „heppilegra“ fyrir tiltekna aldurshópa en hitt, eða eitthvað slíkt? „Það er ekkert sem höfum í hendi til að segja með fullvissu um það. Ekki nema að það er kominn margfalt meiri fjöldi sem hefur verið bólusettur með Pfizer-bóluefninu, og þá kannski sérstaklega í elstu aldurshópunum,“ segir Björn. „En það sem er ánægjulegt er að það sást verulega góð svörun í þessum elstu aldurshópum, sem við sjáum oft jafnvel ekki svo mikið. Þannig að það var það sem var hughreystandi í þessu.“ Hér má nálgast upplýsingasíður Lyfjastofnunar um bóluefni Pfizer og Moderna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir „Ég hefði átt að vera varkárari í orðum mínum“ Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segist sjá eftir því að hafa ekki verið varkárari í orðum sínum í viðtali sem birtist á forsíðu Fréttablaðsins í morgun. Hann kveðst ekki myndu lýsa því þannig að Danir væru að „eyðileggja“ samningaviðræður Íslands og Pfizer, líkt og haft var eftir honum í blaðinu. Hann segir viðtalið þó ekki hafa valdið neinu fjaðrafoki innan Pfizer. 12. janúar 2021 13:48 Óska eftir bólusetningu fyrir íslenskt afreksíþróttafólk Íþrótta- og ólympíusamband Íslands hefur óskað eftir því við heilbrigðisyfirvöld að afreksfólk í íþróttum verði haft í huga við forgangsröðun vegna bólusetningar gegn COVID-19. 12. janúar 2021 11:30 Segir öll samskipti sín við Pfizer hafa verið fín Sóttvarnalæknir segir öll samskipti sín við fulltrúa lyfjaframleiðandans Pfizer hafa verið fín. Hann hefur ekki fengið veður af meintum trúnaðarbresti dansks fulltrúa Pfizer, sem forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar lýsti í viðtali í Fréttablaðinu í morgun. 12. janúar 2021 11:30 Stefna á markaðsleyfi fyrir AstraZeneca eftir rúmar tvær vikur Lyfjaframleiðandinn AstraZeneca hefur sótt um skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefni sínu gegn kórónuveirunni hjá Lyfjastofnun Evrópu. Umsóknin mun fá flýtimeðferð hjá stofnuninni og leyfið gæti verið gefið út 29. janúar, eftir rúmar tvær vikur. 12. janúar 2021 09:30 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Sjá meira
„Ég hefði átt að vera varkárari í orðum mínum“ Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segist sjá eftir því að hafa ekki verið varkárari í orðum sínum í viðtali sem birtist á forsíðu Fréttablaðsins í morgun. Hann kveðst ekki myndu lýsa því þannig að Danir væru að „eyðileggja“ samningaviðræður Íslands og Pfizer, líkt og haft var eftir honum í blaðinu. Hann segir viðtalið þó ekki hafa valdið neinu fjaðrafoki innan Pfizer. 12. janúar 2021 13:48
Óska eftir bólusetningu fyrir íslenskt afreksíþróttafólk Íþrótta- og ólympíusamband Íslands hefur óskað eftir því við heilbrigðisyfirvöld að afreksfólk í íþróttum verði haft í huga við forgangsröðun vegna bólusetningar gegn COVID-19. 12. janúar 2021 11:30
Segir öll samskipti sín við Pfizer hafa verið fín Sóttvarnalæknir segir öll samskipti sín við fulltrúa lyfjaframleiðandans Pfizer hafa verið fín. Hann hefur ekki fengið veður af meintum trúnaðarbresti dansks fulltrúa Pfizer, sem forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar lýsti í viðtali í Fréttablaðinu í morgun. 12. janúar 2021 11:30
Stefna á markaðsleyfi fyrir AstraZeneca eftir rúmar tvær vikur Lyfjaframleiðandinn AstraZeneca hefur sótt um skilyrt markaðsleyfi fyrir bóluefni sínu gegn kórónuveirunni hjá Lyfjastofnun Evrópu. Umsóknin mun fá flýtimeðferð hjá stofnuninni og leyfið gæti verið gefið út 29. janúar, eftir rúmar tvær vikur. 12. janúar 2021 09:30