Brugðist við umsögn Ungra bænda um matvælastefnu: Dugar smábíll sem skólabíll? Kári Gautason skrifar 12. janúar 2021 13:30 Fyrir nokkru var matvælastefna fyrir Ísland fram til ársins 2030 kynnt. Í kjölfarið var stefnan sett í samráðsgátt stjórnvalda til þess að leita eftir athugasemdum og áliti almennings. Það er þegar er farið að gefa ávöxt. Samtök Ungra bænda sendu inn umsögn sem vert er að hvetja sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til þess að taka mark á. Ungu bændurnir benda á að þótt stefnan setji metnaðarfull markmið um nýliðun þá vanti aðgerðir til þess að fylgja þeim eftir. Við lestur umsagnarinnar rifjaðist upp fyrir mér að þegar ég var að byrja í grunnskóla sótti rúta okkur sveitakrakkana undir Fjöllunum. Þegar ég var kominn á efri stig grunnskólans var það orðið svokallað rúgbrauð. Í dag held ég að notaður sé fimm manna jeppi til skólaakstursins. Sú þróun í bifreiðastærð var í takti við fækkun sveitakrakka. Ég er næsta viss um að fleiri kannast við þessa þróun í dreifbýli. Samfélögin eldast og með þeim fækkar sveitakrökkunum. Nýliðun vanrækt markmið Þess vegna er ég svo innilega sammála umsögn Samtaka ungra bænda. Sem dæmi um mótsagnakenndar aðgerðir ríkisins má nefna að nýlega voru endurskoðaðir samningar við sauðfjár- og nautgripabændur án þess að stuðningur við nýliðun væri aukinn. Þeir samningar voru undirritaðir áður en matvælastefnan var kynnt. Um árabil hefur eitt af markmiðum búvörusamninga í sauðfjár- og nautgriparækt verið að auðvelda nýliðun. Það markmið hefur augljóslega verið talið léttvægara heldur en önnur markmið. Fjármagn til þess hefur alltaf verið fremur lítilfjörlegt í samhengi við aðra hluta samningsins. Enda hefur uppskeran verið í samræmi við sáninguna. Það voru undirrituðum veruleg vonbrigði þegar ekki var aukið í stuðning við nýliðun í búvörusamningum. Það voru vonbrigði vegna þess að greiðslumarkskerfi í mjólkurframleiðslu var fest kyrfilega í sessi í þessum samningum. Sá gjörningur þýðir það að meira fjármagn þarf til þess að hefja búskap og því er ennþá mikilvægara að styðja nýliðun með öflugum hætti. Landbúnaður er nú þegar ákaflega fjármagnsfrek grein miðað við tekjur. Þó að vextir séu lágir nú um stundir þá er það vont fyrir samkeppnisstöðu íslensks landbúnaðar að búa til handvirkt dýrt kerfi sem kemur til viðbótar þeim aukakostnaði sem mjólkurframleiðsla þarf að bera vegna óblíðrar veðráttu. Ég þori að fullyrða að ungir bændur eru ekki að óska eftir því að ríkið leysi öll þeirra vandamál - enda fara engir sem það vilja í búskap. En ég er viss um að þeir vilja að efndir fylgi orðum. Atvinnusköpun um land allt Eitt mikilvægasta fyrirheit aðgerðaráætlunarinnar sem fylgdi matvælastefnunni er það að greina hvatana sem eru í núgildandi búvörusamningum. Ég tel að sú skoðun muni leiða í ljós að markmið innbyggðra hvata séu mótsagnakennd og að sumt vinni beinlínis í gagnstæðar áttir. Til framtíðar litið þarf að endurskoða þessa hvata og fylgja þar því leiðarljósi sem matvælastefnan markar. Þannig getum við breikkað grundvöll matvælaframleiðslu í landinu, framleitt fleiri tegundir matvæla í héraði, styrkt atvinnusköpun um land allt og gert matvælaframleiðslu kolefnishlutlausa. Ef það tekst þá þarf stærri bifreiðar en smábíla til að sækja sveitakrakkana. Alþingi móti markmiðin Auk þess þreytist ég ekki á að leggja til að löggjafarvaldið fái meiri aðkomu að mótun samningsmarkmiða ríkisins við gerð búvörusamninga. Í núverandi fyrirkomulagi eru þau markmið háð skoðunum ráðherrans sem situr í landbúnaðarráðuneytinu hverju sinni. Landbúnaðarstefnan sem nú er í mótun þarf að fara fyrir Alþingi þannig að úr verði stefnuplagg sem stenst frekar tímans tönn. Slík aðkoma er fallin til þess að dýpka umræðu um landbúnaðarmál á Alþingi og á því er ekki vanþörf. Höfundur var í verkefnastjórn um mótun matvælastefnu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Matvælaframleiðsla Landbúnaður Skoðun: Kosningar 2021 Kári Gautason Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Fyrir nokkru var matvælastefna fyrir Ísland fram til ársins 2030 kynnt. Í kjölfarið var stefnan sett í samráðsgátt stjórnvalda til þess að leita eftir athugasemdum og áliti almennings. Það er þegar er farið að gefa ávöxt. Samtök Ungra bænda sendu inn umsögn sem vert er að hvetja sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til þess að taka mark á. Ungu bændurnir benda á að þótt stefnan setji metnaðarfull markmið um nýliðun þá vanti aðgerðir til þess að fylgja þeim eftir. Við lestur umsagnarinnar rifjaðist upp fyrir mér að þegar ég var að byrja í grunnskóla sótti rúta okkur sveitakrakkana undir Fjöllunum. Þegar ég var kominn á efri stig grunnskólans var það orðið svokallað rúgbrauð. Í dag held ég að notaður sé fimm manna jeppi til skólaakstursins. Sú þróun í bifreiðastærð var í takti við fækkun sveitakrakka. Ég er næsta viss um að fleiri kannast við þessa þróun í dreifbýli. Samfélögin eldast og með þeim fækkar sveitakrökkunum. Nýliðun vanrækt markmið Þess vegna er ég svo innilega sammála umsögn Samtaka ungra bænda. Sem dæmi um mótsagnakenndar aðgerðir ríkisins má nefna að nýlega voru endurskoðaðir samningar við sauðfjár- og nautgripabændur án þess að stuðningur við nýliðun væri aukinn. Þeir samningar voru undirritaðir áður en matvælastefnan var kynnt. Um árabil hefur eitt af markmiðum búvörusamninga í sauðfjár- og nautgriparækt verið að auðvelda nýliðun. Það markmið hefur augljóslega verið talið léttvægara heldur en önnur markmið. Fjármagn til þess hefur alltaf verið fremur lítilfjörlegt í samhengi við aðra hluta samningsins. Enda hefur uppskeran verið í samræmi við sáninguna. Það voru undirrituðum veruleg vonbrigði þegar ekki var aukið í stuðning við nýliðun í búvörusamningum. Það voru vonbrigði vegna þess að greiðslumarkskerfi í mjólkurframleiðslu var fest kyrfilega í sessi í þessum samningum. Sá gjörningur þýðir það að meira fjármagn þarf til þess að hefja búskap og því er ennþá mikilvægara að styðja nýliðun með öflugum hætti. Landbúnaður er nú þegar ákaflega fjármagnsfrek grein miðað við tekjur. Þó að vextir séu lágir nú um stundir þá er það vont fyrir samkeppnisstöðu íslensks landbúnaðar að búa til handvirkt dýrt kerfi sem kemur til viðbótar þeim aukakostnaði sem mjólkurframleiðsla þarf að bera vegna óblíðrar veðráttu. Ég þori að fullyrða að ungir bændur eru ekki að óska eftir því að ríkið leysi öll þeirra vandamál - enda fara engir sem það vilja í búskap. En ég er viss um að þeir vilja að efndir fylgi orðum. Atvinnusköpun um land allt Eitt mikilvægasta fyrirheit aðgerðaráætlunarinnar sem fylgdi matvælastefnunni er það að greina hvatana sem eru í núgildandi búvörusamningum. Ég tel að sú skoðun muni leiða í ljós að markmið innbyggðra hvata séu mótsagnakennd og að sumt vinni beinlínis í gagnstæðar áttir. Til framtíðar litið þarf að endurskoða þessa hvata og fylgja þar því leiðarljósi sem matvælastefnan markar. Þannig getum við breikkað grundvöll matvælaframleiðslu í landinu, framleitt fleiri tegundir matvæla í héraði, styrkt atvinnusköpun um land allt og gert matvælaframleiðslu kolefnishlutlausa. Ef það tekst þá þarf stærri bifreiðar en smábíla til að sækja sveitakrakkana. Alþingi móti markmiðin Auk þess þreytist ég ekki á að leggja til að löggjafarvaldið fái meiri aðkomu að mótun samningsmarkmiða ríkisins við gerð búvörusamninga. Í núverandi fyrirkomulagi eru þau markmið háð skoðunum ráðherrans sem situr í landbúnaðarráðuneytinu hverju sinni. Landbúnaðarstefnan sem nú er í mótun þarf að fara fyrir Alþingi þannig að úr verði stefnuplagg sem stenst frekar tímans tönn. Slík aðkoma er fallin til þess að dýpka umræðu um landbúnaðarmál á Alþingi og á því er ekki vanþörf. Höfundur var í verkefnastjórn um mótun matvælastefnu.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar