Sagði atburði gærdagsins afleiðingu valdatíðar Trump Sylvía Hall skrifar 7. janúar 2021 21:41 Biden og Harris gagnrýndu lögreglu á fundi í kvöld. Getty/Chip Somodevilla Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur gagnrýnt viðbrögð lögreglu við árásinni á þinghúsið í gær harðlega. Hann segir óásættanlegt að hugsa til þess að lögregla hefði brugðist við af meiri hörku ef um Black Lives Matter mótmæli væri að ræða. Biden kynnti í dag, ásamt varaforsetaefni sínu Kamölu Harris, þann hóp sem mun taka við dómsmálaráðuneytinu eftir embættistöku hans. Þar sagði hann gærdaginn vera einn þann svartasta í sögu þjóðarinnar og kallaði múginn sem réðst inn í þinghúsið innlenda hryðjuverkamenn. Biden: "What we witnessed yesterday was not dissent. It was not disorder. It was not protest. It was chaos. They weren't protesters. Don't dare call them protesters. They were a riotous mob. Insurrectionists. Domestic terrorists. It's that basic, it's that simple." pic.twitter.com/QhFCba3D3B— CBS News (@CBSNews) January 7, 2021 „Ég vildi að við gætum sagt að þetta hafi verið óvænt, en það er ekki satt. Við gátum séð þetta fyrir. Undanfarin fjögur ár höfum við haft forseta sem hefur lýst vanþóknun sinni á lýðræðinu, stjórnarskránni og lögum og reglu,“ sagði Biden. Trump hefði með orðum sínum ráðist á allar lýðræðislegar stofnanir og afleiðingarnar hafi komið í ljós í gær. „Við höfum séð tvö löggæslukerfi þegar við sáum annað leyfa öfgamönnum ryðjast inn í þinghúsið og hitt beita táragasi á friðsæla mótmælendur síðasta sumar,“ sagði Harris og vísaði þar til mótmælaöldu sem braust út í Bandaríkjunum og víðar eftir að lögreglumaður sat ofan á hálsi George Floyd þar til hann lést. „Við vitum að þetta er óásættanlegt. Við vitum að við eigum að vera betri en þetta.“ Biden vísaði einnig til mótmælanna í sumar og sagðist hafa fengið skilaboð frá barnabarni sínu í gær, þar sem hún minntist á ólík viðbrögð lögreglu. Sagði Biden óásættanlegt að friðsælir mótmælendur hefðu verið beittir meiri hörku síðasta sumar. Margir netverjar hafa sett saman myndir sem sýna mikið viðbúnað vegna Black Lives Matter mótmæla og borið saman við viðbrögð lögreglu í gær. The difference in responses to Black Lives Matter protests vs. MAGA protests is sickening. pic.twitter.com/eXTDKvUmtw— Joey (@joey_hiphop) January 6, 2021 Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Öfgamenn áberandi í árásinni á þinghúsið Þeir fjölmörgu óeirðaseggir sem brutu sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna til að stöðva staðfestingu niðurstaða forsetakosninganna í nóvember í gærkvöldi eiga það flestir sameiginlegt að vera stuðningsmenn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. 7. janúar 2021 15:11 Konan sem skotin var til bana var lengi í flughernum og ötull stuðningsmaður Trumps Konan sem var skotin til bana í þinghúsi Bandaríkjanna í gær hét Ashli Babbit. Hún var 35 ára gömul, frá Kaliforníu og hafði verið í flugher Bandaríkjanna í um fjórtán ár. Hún var mikill stuðningsmaður Donalds Trump, fráfarandi forseta, og var skotin þegar hún og aðrir stuðningsmenn forsetans brutu sér leið inn í þinghúsið til að stöðva staðfestingu úrslita forsetakosninganna í nóvember. 7. janúar 2021 13:43 „Hann var algjört skrímsli í dag“ Donald Trump Bandaríkjaforseti varði gærkvöldinu í Hvíta húsinu umkringdur nánustu ráðgjöfum sínum, á meðan annað starfsfólk fylgdist með þróun mála í vantrú og skelfingu. 7. janúar 2021 13:26 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Biden kynnti í dag, ásamt varaforsetaefni sínu Kamölu Harris, þann hóp sem mun taka við dómsmálaráðuneytinu eftir embættistöku hans. Þar sagði hann gærdaginn vera einn þann svartasta í sögu þjóðarinnar og kallaði múginn sem réðst inn í þinghúsið innlenda hryðjuverkamenn. Biden: "What we witnessed yesterday was not dissent. It was not disorder. It was not protest. It was chaos. They weren't protesters. Don't dare call them protesters. They were a riotous mob. Insurrectionists. Domestic terrorists. It's that basic, it's that simple." pic.twitter.com/QhFCba3D3B— CBS News (@CBSNews) January 7, 2021 „Ég vildi að við gætum sagt að þetta hafi verið óvænt, en það er ekki satt. Við gátum séð þetta fyrir. Undanfarin fjögur ár höfum við haft forseta sem hefur lýst vanþóknun sinni á lýðræðinu, stjórnarskránni og lögum og reglu,“ sagði Biden. Trump hefði með orðum sínum ráðist á allar lýðræðislegar stofnanir og afleiðingarnar hafi komið í ljós í gær. „Við höfum séð tvö löggæslukerfi þegar við sáum annað leyfa öfgamönnum ryðjast inn í þinghúsið og hitt beita táragasi á friðsæla mótmælendur síðasta sumar,“ sagði Harris og vísaði þar til mótmælaöldu sem braust út í Bandaríkjunum og víðar eftir að lögreglumaður sat ofan á hálsi George Floyd þar til hann lést. „Við vitum að þetta er óásættanlegt. Við vitum að við eigum að vera betri en þetta.“ Biden vísaði einnig til mótmælanna í sumar og sagðist hafa fengið skilaboð frá barnabarni sínu í gær, þar sem hún minntist á ólík viðbrögð lögreglu. Sagði Biden óásættanlegt að friðsælir mótmælendur hefðu verið beittir meiri hörku síðasta sumar. Margir netverjar hafa sett saman myndir sem sýna mikið viðbúnað vegna Black Lives Matter mótmæla og borið saman við viðbrögð lögreglu í gær. The difference in responses to Black Lives Matter protests vs. MAGA protests is sickening. pic.twitter.com/eXTDKvUmtw— Joey (@joey_hiphop) January 6, 2021
Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Öfgamenn áberandi í árásinni á þinghúsið Þeir fjölmörgu óeirðaseggir sem brutu sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna til að stöðva staðfestingu niðurstaða forsetakosninganna í nóvember í gærkvöldi eiga það flestir sameiginlegt að vera stuðningsmenn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. 7. janúar 2021 15:11 Konan sem skotin var til bana var lengi í flughernum og ötull stuðningsmaður Trumps Konan sem var skotin til bana í þinghúsi Bandaríkjanna í gær hét Ashli Babbit. Hún var 35 ára gömul, frá Kaliforníu og hafði verið í flugher Bandaríkjanna í um fjórtán ár. Hún var mikill stuðningsmaður Donalds Trump, fráfarandi forseta, og var skotin þegar hún og aðrir stuðningsmenn forsetans brutu sér leið inn í þinghúsið til að stöðva staðfestingu úrslita forsetakosninganna í nóvember. 7. janúar 2021 13:43 „Hann var algjört skrímsli í dag“ Donald Trump Bandaríkjaforseti varði gærkvöldinu í Hvíta húsinu umkringdur nánustu ráðgjöfum sínum, á meðan annað starfsfólk fylgdist með þróun mála í vantrú og skelfingu. 7. janúar 2021 13:26 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Öfgamenn áberandi í árásinni á þinghúsið Þeir fjölmörgu óeirðaseggir sem brutu sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna til að stöðva staðfestingu niðurstaða forsetakosninganna í nóvember í gærkvöldi eiga það flestir sameiginlegt að vera stuðningsmenn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna. 7. janúar 2021 15:11
Konan sem skotin var til bana var lengi í flughernum og ötull stuðningsmaður Trumps Konan sem var skotin til bana í þinghúsi Bandaríkjanna í gær hét Ashli Babbit. Hún var 35 ára gömul, frá Kaliforníu og hafði verið í flugher Bandaríkjanna í um fjórtán ár. Hún var mikill stuðningsmaður Donalds Trump, fráfarandi forseta, og var skotin þegar hún og aðrir stuðningsmenn forsetans brutu sér leið inn í þinghúsið til að stöðva staðfestingu úrslita forsetakosninganna í nóvember. 7. janúar 2021 13:43
„Hann var algjört skrímsli í dag“ Donald Trump Bandaríkjaforseti varði gærkvöldinu í Hvíta húsinu umkringdur nánustu ráðgjöfum sínum, á meðan annað starfsfólk fylgdist með þróun mála í vantrú og skelfingu. 7. janúar 2021 13:26