Kennarar og nemendur vilja fá að ráða mætingu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 7. janúar 2021 19:03 Guðjón Hreinn Hauksson, formaður Félags framhaldsskólakennara, og Ásta María Vestmann, nemandi í 6. bekk í Menntaskólanum í Reykjavík, sem sat í ráðgjafahóp vegna faraldursins. Vísir Félag framhaldsskólakennara hefur farið fram á við menntamálaráðherra að kennarar geti valið um staðkennslu eða fjarkennslu eftir aðstæðum. Þá vilja framhaldsskólakennarar færast ofar á forgangslista bóluefnis við kórónaveirunni. Hluti nemenda í Menntaskólanum í Reykjavík vill einnig sveigjanleika í námi. Margir framhaldsskólar voru opnaðir á ný fyrir staðnámi í vikunni eftir að reglur um takmarkanir á skólahaldi voru rýmkaðar. Félag framhaldsskóla hefur lýst yfir áhyggjum af brattir opnun skólanna. Guðjón Hreinn Hauksson er formaður Félags framhaldsskólakennara. „Fyrir viku þá voru allir að passa sína jólakúlu og hittu aðeins sína nánustu. Núna þarf fólk að fara út í skólanna og hitta kannski 200 manns,“ segir Guðjón. Hann segir að stjórn félagsins hafi hitt menntamálaráðherra í á þriðjudag þar sem farið var fram á að kennarar sem treysta sér ekki vegna aðstæðna í staðkennslu gætu valið fjarkennslu. Þá hafi verið rætt um að kennarar færðust ofar í forgang þegar kemur að bólusetningu. Við höfum bent á að við verðum að fá að viðhalda sveigjanleikanum. Og þá veltum við fyrir okkur hvort ekki sé full ástæða til að kennarar njóti ekki að njóta forgangs í bólusetningu en nú eru þeir númer átta í röð þeirra sem fá bóluefni,“ segir Guðjón. Í svari menntamálaráðherra vegna málsins í dag kemur fram að alltaf hafi verið lögð áhersla á sveiganleika og jafnvægi í skólakerfinu. Þá kom eftirfarandi fram: „Hvað varðar forgangshópa eru kennarar í 8. hópi, þ.e. strax á eftir heilbrigðisstarfsfólki og öldruðum, til að fá bólusetningu. Aðrir hagsmunahópar hafa ekki viðrað áhyggjur af auknu staðnámi. Fjölmargir foreldrar, félag skólameistara og félag íslenskra framhaldsskólanema hafa þvert á móti þakkað fyrir og fagnað auknu staðnámi. Hins vegar er það svo að við öll erum háð hvernig okkur tekst að berjast við veiruna,“ segir í svari frá menntamálaráðuneytinu. Nemendur vilja líka sveigjanleika Ásta María Vestmann nemandi í 6. bekk í Menntaskólanum í Reykjavík sem sat í ráðgjafahóp vegna faraldursins segir að í tveimur könnunum meðal nemenda hafi komið fram skýr vilji. þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Egill „Við viljum geta valið um hvort við stundum fjar-eða staðnám og ég veit að ég og margir bekkjarfélagar mínir vilja vera heima út af smithættunni og við vitum að það er fullt af sameiginlegum snertiflötum í skólanum. Það er náttúrulega æðislegt að vera komin í skólann. En það er voða erfitt og þreytandi að vera alltaf kvíðinn yfir því að vera að smitast,“ segir Ásta. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að þróun faraldursins ráði í raun för varðandi þetta mál. Það geti verið erfitt að verða við öllum kröfum. „Þegar skólarnir voru lokaðir þá voru allir að kvarta yfir því og svo þegar þeir opna þá er kvartað yfir því að fá ekki að vera heima þannig að það er erfitt að mæta öllum kröfum og eftirvæntingu,“ segir Þórólfur. Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Vonandi kemur að því að við getum boðið þeim upp á alveg eðlilegt líf“ Þrátt fyrir að fleiri framhaldsskólanemar hafi fengið að fara í skólann í dag en síðustu mánuði þá er skólastarf enn langt frá því að vera með eðlilegum hætti. Enda félagslíf og annað slíkt ekki í boði. 5. janúar 2021 20:00 Opnað á staðnám í framhaldsskóla með nýrri reglugerð Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á skólastarfi á tímum gerir það að mörkum að mögulegt verður að bjóða upp á staðnám í öllum framhaldsskólum, einnig skólum með áfangakerfi. 21. desember 2020 17:26 Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
Margir framhaldsskólar voru opnaðir á ný fyrir staðnámi í vikunni eftir að reglur um takmarkanir á skólahaldi voru rýmkaðar. Félag framhaldsskóla hefur lýst yfir áhyggjum af brattir opnun skólanna. Guðjón Hreinn Hauksson er formaður Félags framhaldsskólakennara. „Fyrir viku þá voru allir að passa sína jólakúlu og hittu aðeins sína nánustu. Núna þarf fólk að fara út í skólanna og hitta kannski 200 manns,“ segir Guðjón. Hann segir að stjórn félagsins hafi hitt menntamálaráðherra í á þriðjudag þar sem farið var fram á að kennarar sem treysta sér ekki vegna aðstæðna í staðkennslu gætu valið fjarkennslu. Þá hafi verið rætt um að kennarar færðust ofar í forgang þegar kemur að bólusetningu. Við höfum bent á að við verðum að fá að viðhalda sveigjanleikanum. Og þá veltum við fyrir okkur hvort ekki sé full ástæða til að kennarar njóti ekki að njóta forgangs í bólusetningu en nú eru þeir númer átta í röð þeirra sem fá bóluefni,“ segir Guðjón. Í svari menntamálaráðherra vegna málsins í dag kemur fram að alltaf hafi verið lögð áhersla á sveiganleika og jafnvægi í skólakerfinu. Þá kom eftirfarandi fram: „Hvað varðar forgangshópa eru kennarar í 8. hópi, þ.e. strax á eftir heilbrigðisstarfsfólki og öldruðum, til að fá bólusetningu. Aðrir hagsmunahópar hafa ekki viðrað áhyggjur af auknu staðnámi. Fjölmargir foreldrar, félag skólameistara og félag íslenskra framhaldsskólanema hafa þvert á móti þakkað fyrir og fagnað auknu staðnámi. Hins vegar er það svo að við öll erum háð hvernig okkur tekst að berjast við veiruna,“ segir í svari frá menntamálaráðuneytinu. Nemendur vilja líka sveigjanleika Ásta María Vestmann nemandi í 6. bekk í Menntaskólanum í Reykjavík sem sat í ráðgjafahóp vegna faraldursins segir að í tveimur könnunum meðal nemenda hafi komið fram skýr vilji. þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Egill „Við viljum geta valið um hvort við stundum fjar-eða staðnám og ég veit að ég og margir bekkjarfélagar mínir vilja vera heima út af smithættunni og við vitum að það er fullt af sameiginlegum snertiflötum í skólanum. Það er náttúrulega æðislegt að vera komin í skólann. En það er voða erfitt og þreytandi að vera alltaf kvíðinn yfir því að vera að smitast,“ segir Ásta. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að þróun faraldursins ráði í raun för varðandi þetta mál. Það geti verið erfitt að verða við öllum kröfum. „Þegar skólarnir voru lokaðir þá voru allir að kvarta yfir því og svo þegar þeir opna þá er kvartað yfir því að fá ekki að vera heima þannig að það er erfitt að mæta öllum kröfum og eftirvæntingu,“ segir Þórólfur.
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Vonandi kemur að því að við getum boðið þeim upp á alveg eðlilegt líf“ Þrátt fyrir að fleiri framhaldsskólanemar hafi fengið að fara í skólann í dag en síðustu mánuði þá er skólastarf enn langt frá því að vera með eðlilegum hætti. Enda félagslíf og annað slíkt ekki í boði. 5. janúar 2021 20:00 Opnað á staðnám í framhaldsskóla með nýrri reglugerð Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á skólastarfi á tímum gerir það að mörkum að mögulegt verður að bjóða upp á staðnám í öllum framhaldsskólum, einnig skólum með áfangakerfi. 21. desember 2020 17:26 Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
„Vonandi kemur að því að við getum boðið þeim upp á alveg eðlilegt líf“ Þrátt fyrir að fleiri framhaldsskólanemar hafi fengið að fara í skólann í dag en síðustu mánuði þá er skólastarf enn langt frá því að vera með eðlilegum hætti. Enda félagslíf og annað slíkt ekki í boði. 5. janúar 2021 20:00
Opnað á staðnám í framhaldsskóla með nýrri reglugerð Ný reglugerð heilbrigðisráðherra um takmörkun á skólastarfi á tímum gerir það að mörkum að mögulegt verður að bjóða upp á staðnám í öllum framhaldsskólum, einnig skólum með áfangakerfi. 21. desember 2020 17:26