Árásin á lýðræðið Guðmundur Auðunsson skrifar 7. janúar 2021 17:32 Það var komið að því. Andstæðingar sigurvegara forsetakosninganna höfðu flykkst þúsundum saman til höfuðborgarinnar. Bræðin sauð í fólki. Pólitískir leiðtogar þeirra og frambjóðandi æstu múginn áfram með tilfinningafullum ræðum um að kosningunum hefði verið stolið. Á kosninganóttina hafði þetta lofað góðu. Fyrstu atkvæðatölur höfðu sýnt fram á góðan árangur í kosningunum. Þegar síðustu atkvæðin höfðu verið talin jókst forskot andstæðingsins til muna og hann lýstur sigurvegari, enda komu síðustu atkvæðin sem talin voru frá svæðum sem hann var sterkur. Það hlutu að vera brögð í tafli. Kosningunum hafði verið stolið frá þeirra manni. Nú var múgurinn búinn að fá nóg. Nú skildi grípa til alvöru aðgerða. Ráðist var af hörku inn í byggingu valdsins þar sem lögreglan réði ekki við neitt. Múgurinn vissi að réttlætið væri þeirra megin. Kosningunum hafði verið stolið af andstæðingunum. Á meðan þessu fór fram fylgdust stuðningsmenn sigurvegarans með atburðunum úr fjarska. Þau trúðu varla því sem var að gerast. Kosningar höfðu farið fram, fólkið hafði talað og kosið þeirra mann. Heimsbyggðin fylgdist líka með. Erlendir fjölmiðlar voru uppfullir af viðburðunum, þessari nöktu tilraun til valdaráns til að hindra vilja fólksins. Fasískir óeirðarseggir fóru um allt með ofbeldi og heimtuðu völdin. Stuðningsmenn sigurvegarans trúðu því auðvitað ekki að þessi fasíska valdaránstilraun myndi takast, heimsbyggðin myndi mótmæla og vilja fólksins framfylgt. Huh, nei. Heimsbyggðin klappaði og klappaði fyrir fasísku valdaræningjunum. Herinn greip inn í og tók völdin frá fólkinu. Við erum nefnilega ekki að tala um atburðina í Washington, DC þann 6. janúar 2021, heldur í Bólivíu í október 2019. Þar gerði fasískur múgur líka tilraun til valdaráns og ólíkt tilrauninni í Bandaríkjunum þá tókst valdaránið, allavega tímabundið. Og heimurinn klappaði. Húrra fyrir valdaræningjunum, þeir „björguðu“ lýðræðinu. Enda var sigurvegari forsetakosninganna í Bólivíu sósíalistinn Evo Morales og hann var ekki í tísku hjá valdamönnum í Norður Ameríku og Evrópu. Framhaldið þekkja flestir. Ofbeldisstjórn valdaræningjanna tók völdin, ofsótti stuðningsmenn forsetans sem fólkið kaus og reyndi allt til þess að halda völdum. En fólkið hafði sigur að lokum, þó Morales væri bannað að bjóða sig fram unnu stuðningsmenn hans stórsigur í forsetakosningunum síðastliðið haust og eru aftur komnir til valda. Var þá endanlega ljóst að aldrei var svindlað í kosningunum, það sem einfaldlega gerðist var að tapararnir náðu völdum með ofbeldi. Sem betur fer eru takmörk fyrir því hversu lengi hægt er að halda fólkinu niðri. Ástæðan fyrir því að ég er að rifja þessa sögu frá Bólivíu upp er augljós. Við horfðum á svipaða hluti gerast í Bandaríkjunum. Æstur múgur fasista réðist inn í þinghúsið meðan lögreglan sat hjá og reyndi að ræna völdum. Sem betur fer var valdaránstilraunin í skötulíki og lýðræðislegur vilji fólksins hafði betur. Og það merkilega er að nú hafði heimsbyggðin litla samúð með valdaræningjunum og allir þeir fjölmiðlar sem höfðu fagnað valdaráninu í Bólivíu lögðust gegn valdaránstilrauninni í Bandaríkjunum. Batnandi mönnum er auðvitað best að lifa en það er merkilegt að þegar valdarán eru gerð með stuðningi hinnar kapítalísku ráðastéttar er ávallt klappað og talað um að „lýðræðið hafi sigrað“. Við skulum vona að við getum lært af þessu öllu. Ekki eru öll mótmæli gerð af sömu forsendum. Það er merkilegt að þegar kúgaðir hópar í Bandaríkjunum rísa upp gegn kúguninni undir fána Black Lives Matter (BLM) hreyfingarinnar þá grípur lögreglan harkalega inn í. Þúsundir mótmælenda hafa verið handteknir, táragasi og óeirðarlögreglu er hiklaust beitt. En þegar óður skríll fasista, eggjuðum áfram að Donald Trump Bandaríkjaforseta, veður uppi og ræðst inn í þinghúsið þá er óeirðarlöggurnar hvergi að sjá. Þær komu ekki fyrr en seinna þegar skaðinn var skeður. Aðeins nokkrar hræður voru handteknar, jafnvel þó margir hafi verið vopnaðir. Á meðan tóku lögreglumenn í þinghúsinu „selfís“ með fasistunum og forsetinn sagðist elska þá. Ímyndið ykkur hvað hefði gerst ef mótmælendur BLM og Antifa hefðu ráðist á þinghúsið þá hefði sko verið skotið úr byssum. Enda eru þeir hópar ógnun við vald kapítalistanna meðan fasistarnir vinna skítverkin fyrir þá. Þeir gengu hins vegar of langt þegar þeir réðust á þinghúsið og fá nú skamm, skamm frá elítunni og þessar fáu hræður sem handteknar hafa verið verða líklega náðaðir af forsetanum, enda „gott fólk“ svo vitnað sé í forsetann. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Guðmundur Auðunsson Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Það var komið að því. Andstæðingar sigurvegara forsetakosninganna höfðu flykkst þúsundum saman til höfuðborgarinnar. Bræðin sauð í fólki. Pólitískir leiðtogar þeirra og frambjóðandi æstu múginn áfram með tilfinningafullum ræðum um að kosningunum hefði verið stolið. Á kosninganóttina hafði þetta lofað góðu. Fyrstu atkvæðatölur höfðu sýnt fram á góðan árangur í kosningunum. Þegar síðustu atkvæðin höfðu verið talin jókst forskot andstæðingsins til muna og hann lýstur sigurvegari, enda komu síðustu atkvæðin sem talin voru frá svæðum sem hann var sterkur. Það hlutu að vera brögð í tafli. Kosningunum hafði verið stolið frá þeirra manni. Nú var múgurinn búinn að fá nóg. Nú skildi grípa til alvöru aðgerða. Ráðist var af hörku inn í byggingu valdsins þar sem lögreglan réði ekki við neitt. Múgurinn vissi að réttlætið væri þeirra megin. Kosningunum hafði verið stolið af andstæðingunum. Á meðan þessu fór fram fylgdust stuðningsmenn sigurvegarans með atburðunum úr fjarska. Þau trúðu varla því sem var að gerast. Kosningar höfðu farið fram, fólkið hafði talað og kosið þeirra mann. Heimsbyggðin fylgdist líka með. Erlendir fjölmiðlar voru uppfullir af viðburðunum, þessari nöktu tilraun til valdaráns til að hindra vilja fólksins. Fasískir óeirðarseggir fóru um allt með ofbeldi og heimtuðu völdin. Stuðningsmenn sigurvegarans trúðu því auðvitað ekki að þessi fasíska valdaránstilraun myndi takast, heimsbyggðin myndi mótmæla og vilja fólksins framfylgt. Huh, nei. Heimsbyggðin klappaði og klappaði fyrir fasísku valdaræningjunum. Herinn greip inn í og tók völdin frá fólkinu. Við erum nefnilega ekki að tala um atburðina í Washington, DC þann 6. janúar 2021, heldur í Bólivíu í október 2019. Þar gerði fasískur múgur líka tilraun til valdaráns og ólíkt tilrauninni í Bandaríkjunum þá tókst valdaránið, allavega tímabundið. Og heimurinn klappaði. Húrra fyrir valdaræningjunum, þeir „björguðu“ lýðræðinu. Enda var sigurvegari forsetakosninganna í Bólivíu sósíalistinn Evo Morales og hann var ekki í tísku hjá valdamönnum í Norður Ameríku og Evrópu. Framhaldið þekkja flestir. Ofbeldisstjórn valdaræningjanna tók völdin, ofsótti stuðningsmenn forsetans sem fólkið kaus og reyndi allt til þess að halda völdum. En fólkið hafði sigur að lokum, þó Morales væri bannað að bjóða sig fram unnu stuðningsmenn hans stórsigur í forsetakosningunum síðastliðið haust og eru aftur komnir til valda. Var þá endanlega ljóst að aldrei var svindlað í kosningunum, það sem einfaldlega gerðist var að tapararnir náðu völdum með ofbeldi. Sem betur fer eru takmörk fyrir því hversu lengi hægt er að halda fólkinu niðri. Ástæðan fyrir því að ég er að rifja þessa sögu frá Bólivíu upp er augljós. Við horfðum á svipaða hluti gerast í Bandaríkjunum. Æstur múgur fasista réðist inn í þinghúsið meðan lögreglan sat hjá og reyndi að ræna völdum. Sem betur fer var valdaránstilraunin í skötulíki og lýðræðislegur vilji fólksins hafði betur. Og það merkilega er að nú hafði heimsbyggðin litla samúð með valdaræningjunum og allir þeir fjölmiðlar sem höfðu fagnað valdaráninu í Bólivíu lögðust gegn valdaránstilrauninni í Bandaríkjunum. Batnandi mönnum er auðvitað best að lifa en það er merkilegt að þegar valdarán eru gerð með stuðningi hinnar kapítalísku ráðastéttar er ávallt klappað og talað um að „lýðræðið hafi sigrað“. Við skulum vona að við getum lært af þessu öllu. Ekki eru öll mótmæli gerð af sömu forsendum. Það er merkilegt að þegar kúgaðir hópar í Bandaríkjunum rísa upp gegn kúguninni undir fána Black Lives Matter (BLM) hreyfingarinnar þá grípur lögreglan harkalega inn í. Þúsundir mótmælenda hafa verið handteknir, táragasi og óeirðarlögreglu er hiklaust beitt. En þegar óður skríll fasista, eggjuðum áfram að Donald Trump Bandaríkjaforseta, veður uppi og ræðst inn í þinghúsið þá er óeirðarlöggurnar hvergi að sjá. Þær komu ekki fyrr en seinna þegar skaðinn var skeður. Aðeins nokkrar hræður voru handteknar, jafnvel þó margir hafi verið vopnaðir. Á meðan tóku lögreglumenn í þinghúsinu „selfís“ með fasistunum og forsetinn sagðist elska þá. Ímyndið ykkur hvað hefði gerst ef mótmælendur BLM og Antifa hefðu ráðist á þinghúsið þá hefði sko verið skotið úr byssum. Enda eru þeir hópar ógnun við vald kapítalistanna meðan fasistarnir vinna skítverkin fyrir þá. Þeir gengu hins vegar of langt þegar þeir réðust á þinghúsið og fá nú skamm, skamm frá elítunni og þessar fáu hræður sem handteknar hafa verið verða líklega náðaðir af forsetanum, enda „gott fólk“ svo vitnað sé í forsetann. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun