Segir að Khabib hafi fengið 12,7 milljarða tilboð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. janúar 2021 10:01 Khabib Nurmagomedov er ósigraður í búrinu og ekkert lamb að leika sér við. Getty/Mike Roach Umboðsmaður rússneska bardagamannsins Khabib Nurmagomedov hefur nú opinberað rosalegt tilboð sem skjólstæðingur hans fékk nýverið. Khabib Nurmagomedov á að hafa verið boðnir hundrað milljón Bandaríkjadala fyrir að stíga inn í hnefaleikahringinn á móti Floyd Mayweather en það gerir meira en 12,7 milljarða íslenskra króna. Dana White, yfirmaður UFC, á einnig að hafa gefið grænt ljós á bardagann samkvæmt fyrrnefndum umboðsmanni sem heitir Ali Abdelaziz. Khabib Nurmagomedov er hættur að berjast í UFC en hann gaf það út á síðasta ári að hann ætlaði aldrei aftur inn í búrið. Khabib Nurmagomedov offered $100m to box Floyd Mayweather https://t.co/HxgvacLZhJ— MailOnline Sport (@MailSport) January 6, 2021 Fráfall föður Khabib Nurmagomedov, sem var einnig þjálfari hans, var sögð aðalástæða fyrir því að hann vildi ekki berjast lengur. Nurmagomedov er enn bara 32 ára gamall og ætti að eiga nokkur góð ár eftir. Faðir hans lést eftir að hafa smitast af kórónuveirunni en síðasti bardagi Khabib Nurmagomedov var á móti Justin Gaethje í lok október síðastliðnum. Nurmagomedov vann Justin Gaethje en það var 29. sigur hans í röð. Hann hefur aldrei tapað í búrinu og er af mörgum talinn vera einn besti UFC-bardagamaður sögunnar. Hnefaleikakappinn Floyd Mayweather er einnig ósigraður á ferlinum en hann hefur unnið alla fimmtíu boxbardaga sína. Mayweather, sem er orðinn 43 ára, hefur áður keppt við UFC-stjörnu en hann vann Conor McGregor í ágúst 2017. Hann hefur síðan keppt við sparkboxarann Tenshin Nasukawa í sýningarbardaga í Japan og mun keppa við YouTube stjörnuna Logan Paul á næstunni. „Okkur voru boðnar hundrað milljón dollara fyrir að berjast við Floyd Mayweather. Dana White var samþykkur þessu og allir voru klárir í bátana. En eins og þið vitið þá er Khabib MMA-bardagamður. Ef Floyd væri tilbúinn að koma og keppa í MMA, til að tapa illa, þá væri það ekkert vandamál,“ sagði Ali Abdelaziz í samtali við TMZ. MMA Box Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Laugardalsvöllur tekur lit Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs „Menn tala og tala en við erum bara með hörkulið“ Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Dagur Örn sagður á leið til FH Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Leiksigur Wright vekur lukku Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Sjá meira
Khabib Nurmagomedov á að hafa verið boðnir hundrað milljón Bandaríkjadala fyrir að stíga inn í hnefaleikahringinn á móti Floyd Mayweather en það gerir meira en 12,7 milljarða íslenskra króna. Dana White, yfirmaður UFC, á einnig að hafa gefið grænt ljós á bardagann samkvæmt fyrrnefndum umboðsmanni sem heitir Ali Abdelaziz. Khabib Nurmagomedov er hættur að berjast í UFC en hann gaf það út á síðasta ári að hann ætlaði aldrei aftur inn í búrið. Khabib Nurmagomedov offered $100m to box Floyd Mayweather https://t.co/HxgvacLZhJ— MailOnline Sport (@MailSport) January 6, 2021 Fráfall föður Khabib Nurmagomedov, sem var einnig þjálfari hans, var sögð aðalástæða fyrir því að hann vildi ekki berjast lengur. Nurmagomedov er enn bara 32 ára gamall og ætti að eiga nokkur góð ár eftir. Faðir hans lést eftir að hafa smitast af kórónuveirunni en síðasti bardagi Khabib Nurmagomedov var á móti Justin Gaethje í lok október síðastliðnum. Nurmagomedov vann Justin Gaethje en það var 29. sigur hans í röð. Hann hefur aldrei tapað í búrinu og er af mörgum talinn vera einn besti UFC-bardagamaður sögunnar. Hnefaleikakappinn Floyd Mayweather er einnig ósigraður á ferlinum en hann hefur unnið alla fimmtíu boxbardaga sína. Mayweather, sem er orðinn 43 ára, hefur áður keppt við UFC-stjörnu en hann vann Conor McGregor í ágúst 2017. Hann hefur síðan keppt við sparkboxarann Tenshin Nasukawa í sýningarbardaga í Japan og mun keppa við YouTube stjörnuna Logan Paul á næstunni. „Okkur voru boðnar hundrað milljón dollara fyrir að berjast við Floyd Mayweather. Dana White var samþykkur þessu og allir voru klárir í bátana. En eins og þið vitið þá er Khabib MMA-bardagamður. Ef Floyd væri tilbúinn að koma og keppa í MMA, til að tapa illa, þá væri það ekkert vandamál,“ sagði Ali Abdelaziz í samtali við TMZ.
MMA Box Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vilja komast í mjúkinn hjá Bandaríkjaforseta með að gefa honum stórmót Laugardalsvöllur tekur lit Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Dagskráin í dag: PSG mætir á Emirates, Reykjavíkurslagur og allskonar „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs „Menn tala og tala en við erum bara með hörkulið“ Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Dagur Örn sagður á leið til FH Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Leiksigur Wright vekur lukku Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins