Múgurinn braut sér leið inn í þinghúsið Elín Margrét Böðvarsdóttir, Sylvía Hall, Samúel Karl Ólason, Hólmfríður Gísladóttir, Þórir Guðmundsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 6. janúar 2021 19:37 Á myndinni má sjá hvernig lögregla mundar byssu í áttina að mótmælendum sem höfðu brotið sér leið inn í þinghúsið. AP/J. Scott Applewhite Muriel Bowser, borgarstjóri í Washington D. C. hefur fyrirskipað útgöngubann í borginni eftir að hópur fólks, úr röðum mótmælenda hliðhollum Donald Trump, braut sér leið inn í þinghús Bandaríkjaþings. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hefur kallað til þjóðvarðlið vegna mótmælanna. Þúsundir mótmælenda, sem margir hverjir bera fána merkta Trump 2020, höfðu safnast saman við þinghúsið og á götum borgarinnar og hefur komið til átaka milli mótmælenda og lögreglu. Myndir og myndbönd af vettvangi, sem meðal annars hefur verið deilt á samfélagsmiðlum, sýna hvernig múgurinn hafa brotið sér leið í gegnum varnarmúr lögreglumanna í óeirðabúning og að þinghúsinu. watch on YouTube Sameiginlegur fundur fulltrúa- og öldungadeildar Bandaríkjaþings hófst þar klukkan eitt í dag að staðartíma þar sem kjör Joe Biden til embættis forseta Bandaríkjanna fær formlega afgreiðslu. Lögregla hefur meðal annars beitt einhvers konar úðavopni gegn mótmælendum. Margir mótmælendanna bera ekki grímu og veifa sumir Bandaríska fánanum. „Þú sórst eið,“ og „stöðvið þjófnaðinn,“ hafa mótmælendur meðal annars heyrst kalla, með vísan til þess að úrslitum forsetakosninganna í nóvember hafi verið „stolið“ líkt og Donald Trump fráfarandi Bandaríkjaforseti og margir af stuðningsmönnum hans telja að hafi verið gert, þrátt fyrir skort á sönnunargögnum þar um. Nýjustu vendingar, myndir og myndbönd frá Washington má finna í vaktinni hér að neðan. Fréttin hefur verið uppfærð.
Þúsundir mótmælenda, sem margir hverjir bera fána merkta Trump 2020, höfðu safnast saman við þinghúsið og á götum borgarinnar og hefur komið til átaka milli mótmælenda og lögreglu. Myndir og myndbönd af vettvangi, sem meðal annars hefur verið deilt á samfélagsmiðlum, sýna hvernig múgurinn hafa brotið sér leið í gegnum varnarmúr lögreglumanna í óeirðabúning og að þinghúsinu. watch on YouTube Sameiginlegur fundur fulltrúa- og öldungadeildar Bandaríkjaþings hófst þar klukkan eitt í dag að staðartíma þar sem kjör Joe Biden til embættis forseta Bandaríkjanna fær formlega afgreiðslu. Lögregla hefur meðal annars beitt einhvers konar úðavopni gegn mótmælendum. Margir mótmælendanna bera ekki grímu og veifa sumir Bandaríska fánanum. „Þú sórst eið,“ og „stöðvið þjófnaðinn,“ hafa mótmælendur meðal annars heyrst kalla, með vísan til þess að úrslitum forsetakosninganna í nóvember hafi verið „stolið“ líkt og Donald Trump fráfarandi Bandaríkjaforseti og margir af stuðningsmönnum hans telja að hafi verið gert, þrátt fyrir skort á sönnunargögnum þar um. Nýjustu vendingar, myndir og myndbönd frá Washington má finna í vaktinni hér að neðan. Fréttin hefur verið uppfærð.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Sjá meira